Fréttablaðið - 15.11.2013, Blaðsíða 70
15. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 38
BAKÞANKAR
Kolbeins Tuma
Daðasonar
„Þetta eru vond skilaboð sem
stjórnvöld senda okkur hönn-
uðum og arkitektum. Við gerum
okkur fulla grein fyrir þörfinni
á almennum sparnaði og niður-
skurði, en þessi skilaboð eru í
þá veru að við hljótum að spyrja
okkur hverjar áherslur stjórnvalda
eru á uppbyggingu hönnunar á
Íslandi?” segir Borghildur Sturlu-
dóttir, formaður stjórnar Hönnun-
armiðstöðvar, um að útlit sé fyrir
að Hönnunarsjóðurinn verði lagð-
ur niður eftir sína fyrstu og einu
úthlutun.
Nýstofnaður Hönnunarsjóður
heyrir undir mennta- og menning-
armálaráðuneyti og er tekjustofn
hans framlag sem Alþingi ákveð-
ur á fjárlögum. Í ár er framlag til
sjóðsins 45 milljónir króna. Frest-
ur til að sækja um í Hönnunarsjóð
fyrir þetta ár, rann út á mánudag-
inn síðasta. Yfir 200 umsóknir bár-
ust og samtals upphæð umsókna
var 400 milljónir króna.
„Hönnuðir og fulltrúar sprota-
fyrirtækja á sviði hönnunar fögn-
uðu mjög þegar nýr hönnunar-
sjóður opnaði í fyrsta sinn fyrir
umsóknir þann 30. október síðast-
liðinn. Ráðherra kom á sérstakan
viðburð og opnaði formlega fyrir
umsóknir og því brá okkur óneit-
anlega í brún þegar við sáum í til-
lögu að fjárlögum fyrir árið 2014,
sem lögð voru fram um sólarhring
síðar að ekki væri gert ráð fyrir
hinum nýstofnaða sjóði,” segir
Borghildur.
„Sjóðurinn var fyrir okkur stað-
festing á þeirri miklu vinnu sem
átt hefur sér stað síðastliðin ár,
með kortlagningum um hagræn
áhrif skapandi greina, skýrslur og
rannsóknir unnar af fagmennsku
af fólki úr grasrótinni til að sýna
fram á með auðskiljanlegum hætti
margfeldisáhrif styrkja inn í þess-
ar greinar,“ bætir hún við.
Borghildur segir Hönnunarmiðstöð
harma niðurskurðinn. „Þetta mun
þýða endalok sjóðsins. Með sjóðn-
um var lagður hornsteinninn að
möguleikum hönnuða og arkitekta
til skoðunar á hugmyndafræði, ferl-
um og þróunar á forsendum fags-
ins,“ segir Borghildur að lokum.
olof@frettabladid.is
Vond skilaboð
frá stjórnvöldum
Borghildur Sturludóttir, formaður stjórnar Hönnunarmiðstöðvar, segir útlit fyrir
að Hönnunarsjóður verði lagður niður eft ir sína fyrstu og einu úthlutun.
HARMA NIÐUR-
SKURÐINN „Við
hljótum að spyrja
okkur hverjar
áherslur stjórn-
valda eru á uppby-
ggingu hönn-
unar á Íslandi?“
segir Borghildur
Sturludóttir.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
➜ Ráðherra kom og opnaði
formlega fyrir umsóknir og því
brá okkur óneitanlega í brún
þegar við sáum í tillögu að
fjárlögum fyrir árið 2014, sem
lögð voru fram um sólarhring
síðar, að ekki væri gert ráð fyrir
hinum nýstofnaða sjóði.
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
KRINGLUNNI
AKUREYRI
KEFLAVÍK
MERKTAR MEÐ GRÆNU OG APPELSÍNUGULU Í BÍÓAUGLÝSINGUM
SAMBÍÓA KR. 1000 Á GRÆNT OG KR. 750 Á APPELSÍNUGULT
SPARBÍÓ
THE HOLLYWOOD REPORTER
ENTERTAINMENT WEEKLY
VARIETY
LOS ANGELES TIMES
EMPIRE
EMPIRETOTAL FILM
M.S. WVAI RADIO J.B – WDR RADIO
JOBLO.COM
THE FRENCH CONNECTION
THE BROKEN CIRCLE BREAKDOWN
LAU & SUN: 16.00
SUN: 20.00 (16)
17:50, 20:00 & 22:10 (14)
ERNEST & CELESTÍNA
ÁHORFENDAVERÐLAUN
Á BERLINALE 2013
BESTA LEIKKONA Í
AÐALHLUTVERKI
TRIBECA 2013
SJÁ SÝNINGARTÍMA Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas
THE COUNSELOR 8, 10:30
CARRIE 10:10
PHILOMENA 3:50, 5:50, 8
CAPTAIN PHILLIPS 6, 9
FURÐUFUGLAR 3:50, 6 2D
AULINN ÉG - ÍSL TAL 4 2D
Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu.
Los Angeles Times
Empire
5%
NÁNAR Á MIÐI.IS
THE COUNCELOR KL. 8 - 10.10
THE STARVING GAMES KL. 6
CARRIE KL. 10.30
CAPTAIN PHILIPS KL. 8
THE COUNCELOR KL. 9.30
THE COUNCELOR LÚXUS KL. 9.30
THE STARVING GAMES KL. 9.30
CARRIE KL. 9.30
FURÐUFUGLAR 2D KL. 3.20
FURÐUFUGLAR 3D KL. 3.20
CAPTAIN PHILIPS KL. 9.30
TÚRBÓ 2D ÍSL.TAL KL. 3.30
Miðasala á: og
BLACKFISH KL. 6 - 8
SKYTTEN KL. 10.15
PHILOMENA KL. 5.45 - 8
CAPTAIN PHILIPS KL. 10
KONAN Í BÚRINU KL. 10
GRAVITY 3D KL. 8 - 10.15
MÁLMHAUS KL. 5.45 / HROSS Í OSS KL. 6 - 8
“SKEMMTILEGASTA ÍSLENSKA
KVIKMYND SEM ÉG HEF SÉÐ LENGI!”
- BERGSTEINN SIGURÐSSON,
DJÖFLAEYJAN RÚV -H.V.A., FBL - H. S., MBL
Ég man eftir fyrsta landsleiknum sem ég mætti á í Laugardalnum. Pabbi skutlaði
mér og það reyndist lítið mál að fá miða.
Samt voru Spánverjar mættir í heim-
sókn með stórstjörnur í flestum stöðum.
Ásgeir heitinn Elíasson stýrði liðinu í
fyrsta sinn, treysti á atvinnumenn og
Framara og úr varð 2-0 sigur. Níu ára
strákur rölti skælbrosandi út á stoppi-
stöð og tók tvistinn heim. Stoltur eftir
ógleymanlegt kvöld.
Í kvöld verður fámennt á götum lands-
ins. Níu þúsund Íslendingar mæta í
Laugardalinn á meðan aðrir sitja
límdir við útvarps- eða sjónvarps-
tækið. Biðin er á enda. Króat-
arnir eru mættir og sæti á
heimsmeistaramótinu, já HM
í Brasilíu, í húfi. Fjarlægur
draumur er orðinn raunhæfur.
Tveir leikir skera úr um örlög
Íslands. Verðum við fámenn-
asta þjóðin í sögunni til að
komast í lokakeppnina? Fólk
í öllum hornum heimsins
fylgist með okkur. Grín-
laust.
VÆNTINGARNAR eru miklar fyrir leik-
ina tvo enda yrði grátlegt að komast ekki
á HM úr því sem komið er. Hins vegar má
ekki gleyma leið strákanna í þennan mögu-
leika. Stórbrotin mörk Gylfa Þórs Sigurðs-
sonar í Slóveníu og Albaníu og endurkoma
aldarinnar með Jóhann Berg Guðmunds-
son í fararbroddi í Bern. Ísland hefur
gæðaleikmenn til að leggja hvern sem er
að velli en góðir leikmenn mynda ekki allt-
af gott lið.
ALFREÐ Finnbogason, markahæsti leik-
maður hollensku deildarinnar, situr á
bekknum. Gunnleifur Gunnleifsson, ald-
ursforseti liðsins, útvegaði samkeppnis-
aðilum sínum í markinu æfingaaðstöðu
í aðdraganda leikjanna. Strákarnir bera
virðingu hverjir fyrir öðrum, róa í átt að
sama markmiði þótt eigið egó sé sært.
Þannig hafa strákarnir stigið risastórt
skref í undankeppninni sem nú er að ljúka.
Fari allt á besta veg getur ný kynslóð níu
ára drengja stigið upp í strætó að leik lokn-
um með stjörnur í augunum yfir hetjunum
sínum. En hvernig sem fer í kvöld getum
við verið stolt af strákunum okkar.
Strákarnir okkar hvernig sem fer