Fréttablaðið - 20.12.2013, Síða 1
HEILBRIGÐISMÁL Stjórnendur Land-
spítalans óttast að ef heilbrigðis-
starfsmaður verður ákærður fyrir
manndráp af gáleysi muni það hafa
neikvæð áhrif á vinnumenningu
spítalans.
„Ef það verður ákært í þessu
máli og ég tala nú ekki um ef
það verður sakfellt þá mun það
breyta íslensku heilbrigðiskerfi,“
segir Sigríður Gunnarsdóttir,
framkvæmdastjóri hjúkrunar á
Landspítalanum. Hún óttast að
starfsmenn hætti að viðurkenna
mistök og tilkynna þau ef þeir eiga
á hættu að fá dóm.
Ólafur Baldursson, fram-
kvæmdastjóri lækninga á Land-
spítalanum, segir að síðustu ár
hafi verið unnið að því að byggja
um svokallaða öryggismenningu á
spítalanum. Slík menning hvetur
starfsmenn til að hafa allt uppi á
borðinu og ræða opinskátt um mis-
tök. Ólafur segir að menningin hafi
ekki alltaf verið þannig á spítalan-
um. „Við erum enn að glíma við
afleiðingar fyrri ára, þegar ekki
var tekið með skýrum hætti á erf-
iðum atvikum sem komu upp í heil-
brigðiskerfinu. Það var bara ekki
í menningunni. Við viljum breyta
þessu og fyrirbyggja mistök með
því að læra af þeim.“
Niðurstaða innri rannsóknar
Landspítalans hefur leitt í ljós að
samverkandi þættir ollu mistök-
um sem ollu dauða mannsins sem
um ræðir. Mannleg mistök áttu sér
vissulega stað en ýmsir atburðir
sem á undan gengu urðu til þess
að starfsmaðurinn gerði mistök. Ef
ríkissaksóknari mun gefa út ákæru
mun hún eingöngu beinast að þess-
um tiltekna hjúkrunarfræðingi.
Auðbjörg Reynisdóttir, sem
hefur lent sjálf í læknamistök-
um og misst son sinn vegna mis-
taka, segir það ekki þjónustunni til
framdráttar að ákæra fólk vegna
mistaka. „Það þarf frekar að vera
rannsóknarferli sem skilar þekk-
ingu um hvað gerðist.“
Hún segir að horfast þurfi í augu
við raunveruleikann og að viður-
kennt verði að mistök gerist á spít-
ölum. „Það sem er mikilvægast er
að lært sé af mistökum og komið
í veg fyrir að þetta atvik gerist
aftur. En það þarf að klára
svona mál, ekki bara
gera mistök og biðjast
afsökunar. Það þarf
einhvers konar upp-
gjör og sátt. En sáttin
felst ekki í dómi sem
ein manneskja þarf að
bera,“ segir Auð-
björg.
- ebg / sjá síðu 8
FRÉTTIR
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Föstudagur
Sími: 512 5000
20. desember 2013
299. tölublað 13. árgangur
Ef það verður ákært í
þessu máli mun það breyta
íslensku heilbrigðiskerfi.“
Sigríður Gunnarsdóttir,
framkvæmdastjóri hjúkr-
unar á Landspítalanum.
SPORT Ragnar Nathanaelsson fór
hamförum með körfuboltaliði Þórs úr
Þolákshöfn í jólamánuðinum. 64
LÍFIÐ
BUBBI OG JÓLINBubbi Morthens verður með þrenna Þorláksmessutónleika þetta
árið eins og í fyrra. Hann byrjaði á Akranesi í gær, verður á
Akureyri annað kvöld og í Eldborgarsal Hörpu á Þorláksmessu.
Þetta er í 29. skiptið sem Bubbi er með Þorláksmessutónleika
og hafa þeir alltaf verið vel sóttir.
ÚTSALA
40-70%
AFSLÁTTUR
AF NÝ
Lífi ð
FÖSTUDAGUR
Lífsstíls-og tískublogg-
ararnir hjá Trendnet.is
HALDA JÓLA-
MARKAÐ Á KEX
HOSTEL 2
Söngkonan Ada Szulc
og Dj Adamus
TAKA UPP TÓN-
LISTARMYNDBAND
Á ÍSLANDI 6
Fáklæddir og harðir
slökkviliðsmenn
SITJA FYRIR
Á DAGATALI OG
SPILASTOKK 14
20. DESEMBER 2013
2 SÉRBLÖÐ
Lífið | Fólk
Nú er opio allan
sólarhringinn
í Engihjalla
KRINGLUNNI & SMÁRALIND
OPIÐ TIL
22
Í KVÖLD
4 DAGARTIL JÓLA
F A C E B O O K . C O M / V I L A C L O T H E S
Peysa 9.900
Nýjar vörur
Kringlan / Smáralind
MENNING Leikarinn og leikstjórinn
Gísli Örn leysti slasaðan leikara af í
Boston. 70
TÍSKA Fyrirsætan Eydís Helena Evensen
vann fyrir Victoriu Beckham í síðustu
viku og kynnti þar nýjustu línu Kryddpí-
urnar. Þær tóku einnig lagið saman bak-
sviðs en fyrirsætan er einmitt dyggur
aðdáandi Spice Girls.
Eydís starfar fyrir umboðsskrifstof-
una Elite í London og hefur setið fyrir hjá
tískurisum á borð við Top Shop, Urban
Outfitters og Elle UK.
Ásamt því að umgangast kryddpíuna
og sitja fyrir hjá tískurisum spil-
ar Eydís á píanó. Henni stendur til
boða að fara að vinna sem fyrir-
sæta í Mílanó hjá Fashion Milan.
Hún vill þó klára tónlistarnámið sitt
á Íslandi.
„Það er auðvitað mjög spenn-
andi og freistandi að halda áfram
í fyrirsætugeiranum en mig
langar samt að stoppa aðeins á
Íslandi í bili.“ - glp / síða 70
Fyrirsætan Eydís Helena vann fyrir kryddpíu og tók með henni lagið:
Söng með Victoriu Beckham
SKOÐUN Pawel Bartoszek skrifar um
Útlendingastofnun og dvalarleyfisút-
gáfu með tímalás. 25
EYDÍS HELENA
EVENSEN
Bolungarvík 0° SSA 6
Akureyri 0° S 5
Egilsstaðir -1° S 3
Kirkjubæjarkl. -2° NA 6
Reykjavík 0° SA 7
Snýst í SA-átt Búast má við vaxandi
SA-átt og síðar A-átt í dag. Það léttir
heldur til N- og NA-lands en úrkoma
síðdegis við suðurströndina. 4
ÁRLEGT JÓLABAÐ Skyrgámur fór í sitt árlega jólabað í Laugardalslaug ásamt bræðrum sínum Pottaskefl i og Bjúgnakræki í gærmorgun. Hér er Pottaskefi ll að skafa fót-
inn á Skyrgámi. Að baðinu loknu afh entu þeir bræður Hjálparstarfi kirkjunnar 836.500 krónur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Óttast þöggun læknamistaka
Á næstu vikum kemur í ljós hvort hjúkrunarfræðingur verði ákærður fyrir manndráp af gáleysi vegna mistaka
í starfi. Stjórnendur Landspítalans eru uggandi yfir þeirri þróun og segja dómsmál veikja traust starfsmanna.
Græddu 42 þúsund Bréf almennra
fjárfesta í N1 hækkuðu um 22,9 prósent
frá hlutafjárútboði félagsins fyrr í mán-
uðinum. 4
Ofurleysar í tollinum Leysibendar
með meiri styrk en áður hefur sést hér
voru stöðvaðir í tollinum gær. 6
Ríkið sér um Sunnuhlíð Rekstur
hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar fer í
hendur ríkisins sem tekur þó ekki yfir
skuldirnar. 10
SIGRÍÐUR
GUNNARSDÓTTIR
ÓLAFUR
BALDURSSON
Þarf bein í nefinu
Hafrún Alda Karlsdóttir lifir og hrærist
í tískubransanum í Kaupmannahöfn og
rekur veftískutímaritið BAST Magazine.
Lífið ræddi við Hafrúnu um búsetuna
erlendis, módel- og tískubransann og
hvers vegna hún var skírð átta ára.