Fréttablaðið - 20.12.2013, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 20.12.2013, Blaðsíða 1
HEILBRIGÐISMÁL Stjórnendur Land- spítalans óttast að ef heilbrigðis- starfsmaður verður ákærður fyrir manndráp af gáleysi muni það hafa neikvæð áhrif á vinnumenningu spítalans. „Ef það verður ákært í þessu máli og ég tala nú ekki um ef það verður sakfellt þá mun það breyta íslensku heilbrigðiskerfi,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. Hún óttast að starfsmenn hætti að viðurkenna mistök og tilkynna þau ef þeir eiga á hættu að fá dóm. Ólafur Baldursson, fram- kvæmdastjóri lækninga á Land- spítalanum, segir að síðustu ár hafi verið unnið að því að byggja um svokallaða öryggismenningu á spítalanum. Slík menning hvetur starfsmenn til að hafa allt uppi á borðinu og ræða opinskátt um mis- tök. Ólafur segir að menningin hafi ekki alltaf verið þannig á spítalan- um. „Við erum enn að glíma við afleiðingar fyrri ára, þegar ekki var tekið með skýrum hætti á erf- iðum atvikum sem komu upp í heil- brigðiskerfinu. Það var bara ekki í menningunni. Við viljum breyta þessu og fyrirbyggja mistök með því að læra af þeim.“ Niðurstaða innri rannsóknar Landspítalans hefur leitt í ljós að samverkandi þættir ollu mistök- um sem ollu dauða mannsins sem um ræðir. Mannleg mistök áttu sér vissulega stað en ýmsir atburðir sem á undan gengu urðu til þess að starfsmaðurinn gerði mistök. Ef ríkissaksóknari mun gefa út ákæru mun hún eingöngu beinast að þess- um tiltekna hjúkrunarfræðingi. Auðbjörg Reynisdóttir, sem hefur lent sjálf í læknamistök- um og misst son sinn vegna mis- taka, segir það ekki þjónustunni til framdráttar að ákæra fólk vegna mistaka. „Það þarf frekar að vera rannsóknarferli sem skilar þekk- ingu um hvað gerðist.“ Hún segir að horfast þurfi í augu við raunveruleikann og að viður- kennt verði að mistök gerist á spít- ölum. „Það sem er mikilvægast er að lært sé af mistökum og komið í veg fyrir að þetta atvik gerist aftur. En það þarf að klára svona mál, ekki bara gera mistök og biðjast afsökunar. Það þarf einhvers konar upp- gjör og sátt. En sáttin felst ekki í dómi sem ein manneskja þarf að bera,“ segir Auð- björg. - ebg / sjá síðu 8 FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Föstudagur Sími: 512 5000 20. desember 2013 299. tölublað 13. árgangur Ef það verður ákært í þessu máli mun það breyta íslensku heilbrigðiskerfi.“ Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkr- unar á Landspítalanum. SPORT Ragnar Nathanaelsson fór hamförum með körfuboltaliði Þórs úr Þolákshöfn í jólamánuðinum. 64 LÍFIÐ BUBBI OG JÓLINBubbi Morthens verður með þrenna Þorláksmessutónleika þetta árið eins og í fyrra. Hann byrjaði á Akranesi í gær, verður á Akureyri annað kvöld og í Eldborgarsal Hörpu á Þorláksmessu. Þetta er í 29. skiptið sem Bubbi er með Þorláksmessutónleika og hafa þeir alltaf verið vel sóttir. ÚTSALA 40-70% AFSLÁTTUR AF NÝ Lífi ð FÖSTUDAGUR Lífsstíls-og tískublogg- ararnir hjá Trendnet.is HALDA JÓLA- MARKAÐ Á KEX HOSTEL 2 Söngkonan Ada Szulc og Dj Adamus TAKA UPP TÓN- LISTARMYNDBAND Á ÍSLANDI 6 Fáklæddir og harðir slökkviliðsmenn SITJA FYRIR Á DAGATALI OG SPILASTOKK 14 20. DESEMBER 2013 2 SÉRBLÖÐ Lífið | Fólk Nú er opio allan sólarhringinn í Engihjalla KRINGLUNNI & SMÁRALIND OPIÐ TIL 22 Í KVÖLD 4 DAGARTIL JÓLA F A C E B O O K . C O M / V I L A C L O T H E S Peysa 9.900 Nýjar vörur Kringlan / Smáralind MENNING Leikarinn og leikstjórinn Gísli Örn leysti slasaðan leikara af í Boston. 70 TÍSKA Fyrirsætan Eydís Helena Evensen vann fyrir Victoriu Beckham í síðustu viku og kynnti þar nýjustu línu Kryddpí- urnar. Þær tóku einnig lagið saman bak- sviðs en fyrirsætan er einmitt dyggur aðdáandi Spice Girls. Eydís starfar fyrir umboðsskrifstof- una Elite í London og hefur setið fyrir hjá tískurisum á borð við Top Shop, Urban Outfitters og Elle UK. Ásamt því að umgangast kryddpíuna og sitja fyrir hjá tískurisum spil- ar Eydís á píanó. Henni stendur til boða að fara að vinna sem fyrir- sæta í Mílanó hjá Fashion Milan. Hún vill þó klára tónlistarnámið sitt á Íslandi. „Það er auðvitað mjög spenn- andi og freistandi að halda áfram í fyrirsætugeiranum en mig langar samt að stoppa aðeins á Íslandi í bili.“ - glp / síða 70 Fyrirsætan Eydís Helena vann fyrir kryddpíu og tók með henni lagið: Söng með Victoriu Beckham SKOÐUN Pawel Bartoszek skrifar um Útlendingastofnun og dvalarleyfisút- gáfu með tímalás. 25 EYDÍS HELENA EVENSEN Bolungarvík 0° SSA 6 Akureyri 0° S 5 Egilsstaðir -1° S 3 Kirkjubæjarkl. -2° NA 6 Reykjavík 0° SA 7 Snýst í SA-átt Búast má við vaxandi SA-átt og síðar A-átt í dag. Það léttir heldur til N- og NA-lands en úrkoma síðdegis við suðurströndina. 4 ÁRLEGT JÓLABAÐ Skyrgámur fór í sitt árlega jólabað í Laugardalslaug ásamt bræðrum sínum Pottaskefl i og Bjúgnakræki í gærmorgun. Hér er Pottaskefi ll að skafa fót- inn á Skyrgámi. Að baðinu loknu afh entu þeir bræður Hjálparstarfi kirkjunnar 836.500 krónur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Óttast þöggun læknamistaka Á næstu vikum kemur í ljós hvort hjúkrunarfræðingur verði ákærður fyrir manndráp af gáleysi vegna mistaka í starfi. Stjórnendur Landspítalans eru uggandi yfir þeirri þróun og segja dómsmál veikja traust starfsmanna. Græddu 42 þúsund Bréf almennra fjárfesta í N1 hækkuðu um 22,9 prósent frá hlutafjárútboði félagsins fyrr í mán- uðinum. 4 Ofurleysar í tollinum Leysibendar með meiri styrk en áður hefur sést hér voru stöðvaðir í tollinum gær. 6 Ríkið sér um Sunnuhlíð Rekstur hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar fer í hendur ríkisins sem tekur þó ekki yfir skuldirnar. 10 SIGRÍÐUR GUNNARSDÓTTIR ÓLAFUR BALDURSSON Þarf bein í nefinu Hafrún Alda Karlsdóttir lifir og hrærist í tískubransanum í Kaupmannahöfn og rekur veftískutímaritið BAST Magazine. Lífið ræddi við Hafrúnu um búsetuna erlendis, módel- og tískubransann og hvers vegna hún var skírð átta ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.