Fréttablaðið - 20.12.2013, Side 2
20. desember 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2
Ólafur, er þetta algjör steypa?
Já, steypa er algjör steypa.“
Sjálfstæðismenn í Reykjavík vilja steypa
götur með mikinn umferðarþunga. Ólafur
Bjarnason, samgöngustjóri borgarinnar, segir
betra að nota malbik.
VIÐSKIPTI Starfsmenn Arion banka
fá 125 þúsund króna bónusgreiðslu
fyrir jólin, auk 30 þúsund króna
gjafakorts sem gildir í öllum versl-
unum. Starfsmenn annarra við-
skiptabanka fá ekki slíka bónus-
greiðslu.
„Stjórn bankans ákvað í tilefni
af þeirri viðurkenningu sem Arion
banki fékk nýlega, þegar fagtíma-
ritið The Banker, sem er gefið út
af The Financial
Times, valdi Arion
banka sem banka
ársins á Íslandi
2013, að þakka
starfsfólki með
þessum hætti fyrir
vel unnin störf á
þessu ári sem og
á undanförnum
árum,“ segir Har-
aldur Guðni Eiðs-
son, forstöðumaður samskiptasviðs
bankans.
Starfsmenn bankans fá að auki
körfu með ýmsu matarkyns og til
heimilisins.
Ekki fékkst gefið upp hver jóla-
gjöf starfsmanna annarra banka
er þetta árið. Hjá Landsbankanum,
Íslandsbanka og MP Banka fengust
þau svör að jólagjafir starfsmanna
frá bönkunum væru innpakkaðar og
margir starfsmenn opnuðu þær ekki
fyrr en á aðfangadag.
Svipuð svör fengust einnig við
fyrirspurn Fréttablaðsins um bónus-
greiðslur frá öðrum bönkum en
Arion Banka.
„Við greiðum bara umsamda des-
emberuppbót,“ segir Sigrún Eyjólfs-
dóttir, aðstoðarmaður forstjóra MP
Banka. brjann@frettabladid.is
Aðeins starfsmenn
Arion fá jólabónus
Starfsmenn Arion banka fá 125 þúsund króna jólabónus til viðbótar við 30 þúsund
króna jólagjöf. Þökkum starfsfólki fyrir vel unnin störf eftir að bankinn var valinn
banki ársins á Íslandi. Starfsmenn annarra viðskiptabanka fá ekki bónus þetta árið.
JÓLAGJAFIR Viðskiptabankarnir gefa starfsmönnum sínum jólagjafir, en aðeins
Arion Banki borgar sérstakan jólabónus. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
HARALDUR
GUÐNI EIÐSSON
■ Samherji greiddi starfsmönnum sínum 378 þúsund króna jólabónus
í fyrra, en ekki verður gefið upp hvort, og þá hversu háan bónus
starfsmenn fá þetta árið. „Samherji gerir vel við starfsmenn sína,“ er
það eina sem Margrét Ólafsdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Samherja,
vill segja um málið. Hún upplýsti þó að starfsmenn fái kjöt og fisk í
jólagjöf.
■ Hjá HB Granda fást þau svör að starfsmenn fái gjafabréf í jólagjöf, en
ekki sé greiddur jólabónus. Fyrirtækið greiddi ekki heldur jólabónus í
fyrra. Upphæð gjafabréfsins fæst ekki gefin upp.
■ Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um jólabónus hjá Síldarvinnslunni
segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins.
■ Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, segist ekki vilja tjá sig um
jólabónus hjá fyrirtækinu við Fréttablaðið.
Samherji gefur ekki upp jólabónusinn
KJARAMÁL Desemberuppbót til
atvinnulausra verður að öllum
líkindum greidd í dag og á mánu-
dag. Þetta kemur fram í upplýs-
ingum frá Gissuri Péturssyni,
forstjóra Vinnumálastofnunar.
Gissur hafði áður sagt í sam-
tali við Fréttablaðið að reynt
yrði að greiða uppbótina fyrir
jólin.
Óskipt desemberuppbót til
atvinnulausra nemur um 52 þús-
und krónum en minnst um þrett-
án þúsund krónum, allt eftir því
hversu lengi viðkomandi hefur
verið án atvinnu.
Kostnaður ríkissjóðs vegna
þessa nemur um það bil 450
milljónum króna en samkomulag
um greiðsluna náðist á Alþingi
fyrr í vikunni. - fb
Jólauppbót til atvinnulausra:
Uppbótin í dag
eða á mánudag
LÖGREGLUMÁL Rannsókn lög-
reglu á netárás á vef Vodafone
og þjófnaði á gögnum frá fyrir-
tækinu er enn á frumstigi og alls
óvíst hvaða árangur hún mun
bera, segir Friðrik Smári Björg-
vinsson, yfirlögregluþjónn rann-
sóknardeildar lögreglu höfuð-
borgarsvæðisins.
Hann segir að til standi að óska
eftir samstarfi við lögregluyfir-
völd í Tyrklandi, en fyrstu fréttir
bentu til þess að árásin hafi verið
gerð frá Tyrklandi. Áður þurfi þó
að rannsaka málið betur.
Árásin var gerð í lok nóvember.
Meðal þeirra gagna sem hakk-
arinn komst yfir voru SMS sem
send voru af vef fyrirtækisins,
auk notendanafna og lykilorða
viðskiptavina inn á vefinn. - bj
Rannsaka árás á Vodafone:
Biðja um hjálp
frá Tyrklandi
SKIPULAGSMÁL Iðnaðarmenn í Fjalla-
byggð hafa sent bæjarstjórn Fjalla-
byggðar undirskriftalista þar sem
þeir skora á að fyrirhugaðri við-
byggingu við grunnskóla Fjalla-
byggðar verði frestað.
Ástæðan er sú að að iðnaðarmenn
eru uppteknir við framkvæmdir á
Hótel Rauðku á Siglufirði. Bæði
byggingarleyfi og deiliskipulag
fyrir skólareitinn var kært en
úrskurðanefnd hafnaði ógildingu.
Í kjölfarið var málið tekið fyrir á
fundi bæjarstjórnar og bæjarstjóra
falið að bjóða verkið út hið fyrsta.
Bæjarfulltrúinn Sólrún Júlíusdótt-
ir lagði fram tillögu þess efnis að
framkvæmdum yrði frestað en sú
tillaga var felld.
Sólrún hefur áhyggjur af þenslu-
áhrifum framkvæmdanna, sérstak-
lega þegar einkaaðilar eru tilbúnir
til framkvæmda.
„Það eru ekki öll sveitarfélög sem
eru svo heppin að hafa einkaaðila
sem tilbúinn er að fjárfesta fyrir
einn og hálfan milljarð á svæð-
inu,“ segir Sólrún og vísar þar til
athafnamannsins Róberts Guðfinns-
sonar sem hefur fjárfest umtalsvert
á svæðinu.
Sigurður Valur Ásbjarnarson er
bæjarstjóri Fjallabyggðar. Hann
segir sveitarfélagið eingöngu vera
að uppfylla lögbundnar skyldur
sínar. „Það hefur verið markmið
þessarar bæjarstjórnar frá kosning-
um að sameina skólabyggingar úr
tveimur í eina, bæði á Ólafsfirði og
Siglufirði. Með þessari framkvæmd
náum við þeim markmiðum,“ segir
Sigurður. elimar@frettabladid.is
Bæjarstjórn Fjallabyggðar hyggst reisa skólabyggingu þrátt fyrir kærur, áskorun og tillögu um frestun:
Iðnaðarmenn óttast ofþenslu á Siglufirði
SIGURÐUR VALUR ÁSBJARNARSON
Bæjarstjórinn segir framkvæmdirnar við
skólann ekki vera stórar í samanburði
við aðrar framkvæmdir í Fjallabyggð.
MYND/REYNIR SVEINSSON
STJÓRNMÁL Gunnar Birgisson mun
ekki gefa kost á sér til áframhald-
andi setu í bæjarstjórn Kópavogs-
bæjar fyrir Sjálfstæðisflokkinn
og hyggst snúa sér að verkfræði-
störfum.
Gunnar segir að eftir 24 ár í
pólitík þá sé nú komið nóg. „Ég
er búinn að gera mitt fyrir þetta
samfélag. Það þýðir ekkert að
telja klukkutíma enda er pólitík
áhugamál, það verður ekkert gert
nema það komi frá hjartanu,“ segir
Gunnar.
Hann bætir við að það sé hans
von að þeir sem taki við verði
óhræddir við að taka ákvarðanir
enda sé betra að veifa röngu tré
en öngu. „Það er enginn fullkom-
inn en fólk þarf að þora að taka
ákvarðanir, bæði vinsælar og óvin-
sælar.“
Ármann Kr. Ólafsson staðfesti
í samtali við Fréttablaðið að hann
muni gefa kost á sér í fyrsta sæti
í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Kópavogi sem fer fram 8. febrúar
næstkomandi en frestur til að skila
inn framboði rann út í gær. -eh
Gunnar Birgisson hættur í stjórnmálum en Ármann Kr. stefnir á fyrsta sæti:
Komið gott eftir 24 ár í pólitík
GUNN-
AR INGI
BIRGISSON
Bæjarstjór-
inn fyrrver-
andi ætlar
einbeita
sér að verk-
fræðistofu
sinni og
segist hafa
nóg fyrir
stafni.
ÍÞRÓTTASTYRKIR Fjórir aðilar fengu úthlutað í gær úr Afrekskvennasjóði
Íslandsbanka og ÍSÍ en markmið og tilgangur sjóðsins er að styðja við
bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim betur kleift að stunda sína
íþrótt og ná árangri. Strandblakskonurnar Berglind Gígja Jónsdóttir og
Elísabet Einarsdóttir úr HK fengu 500 þúsund krónur vegna verkefna á
árinu 2014. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni fékk 500 þús-
und krónur vegna þátttöku í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð kvenna
í golfi. Erna Friðriksdóttir úr Skíðafélaginu í Stafdal fékk 500 þúsund
vegna undirbúnings og keppni á Vetrarólympíumóti fatlaðra í Sochi.
Skíðasamband Íslands fékk síðan eina milljón í styrk vegna undirbún-
ings og þátttöku landsliðskvenna á Vetrarólympíuleikunum í Sochi í
febrúar næstkomandi. - óój
Níunda úthlutun úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ:
Afrekskonur fengu styrk í gær
67 SÓTTU UM Auglýst var eftir umsóknum í sjóðinn í nóvember og bárust alls 67
umsóknir frá afrekskonum og afrekskvennahópum á öllum aldri. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Það er enginn
fullkominn en fólk þarf að
þora að taka ákvarðanir, bæði
vinsælar og óvinsælar.
Gunnar Ingi Birgisson
SPURNING DAGSINS
Jólaþorpið í Hafnarfirði er opið
allar aðventuhelgar kl. 12-17
19. og 20. desember kl. 16-21
Þorláksmessu kl. 16-21
Dagskrá, myndir o.fl.
á Facebook