Fréttablaðið - 20.12.2013, Side 6
20. desember 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6
1. Hvað ætla fl estir að borða á að-
fangadag samkvæmt könnun MMR?
2. Hver er höfundur barnabókarinnar
Stína stórasæng?
3. Hvaða titil ber lokalag Áramóta-
skaupsins í ár?
SVÖR:
1. Hamborgarhrygg.2. Lani Yamamoto. 3.
Springum út.
VEISTU SVARIÐ?
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
J
A
V
ÍK
HLUSTAÐ EFTIR JÓN ÓTTAR ÓLAFSSON
„Nýr höfundur hefur stigið fram í sviðs-
ljósið með sérlega raunsæja og
kraftmikla glæpasögu.“
IÞK, Bokmenntir.is
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
J
A
V
ÍK
Útgáfuréttur
seldur til
Noregs og
Frakklands
„RÍGHELDUR“
„Hlustað er spennandi, rígheldur
og fléttan gengur smekklega upp.“
ÞÞ, FRÉTTATÍMINN, 22. NÓV.
„eftirhruns-
tryllir af bestu s
ort
... lesandinn nöt
raði
síðustu hundrað
síðurnar.“
HALLGRÍMUR HE
LGASON
PI
PA
PI
PA
RR
\\
TB
W
A
W
TB
SÍ
A
1
33
62
5
Upplýsingasími 530 3000
Vertu klár þegar við opnum Bláfjöll og Skálafell.
Glæsileg jólagjöf á frábæru verði.
Vetrarkort fyrir fullorðna á tilboðsverði til áramóta, 24.000 kr.
Þú færð vetrarkort í Hinu húsinu, Pósthússtræti 3–5.
Opið alla virka daga kl. 9–13 og 13:30–17.
Gjafakort fást í Mohawks, Kringlunni til áramóta.
Vetrarkort á skíðasvæðin
ÖRYGGISMÁL Tollverðir stöðvuðu í
gær tvær aðskildar póstsending-
ar sem innihéldu leysibenda sem
voru aflmeiri en áður eru dæmi
um að reynt hafi verið að koma inn
í landið, eða 10.000 millivött (mW).
Önnur sendingin kom til landsins
frá Singapúr en hin frá Kína.
Fréttablaðið sagði frá því í gær
að tollverðir hafa á þessu ári gert
upptæka allmarga leysi benda sem
eru margfalt aflmeiri en almenn
notkun réttlætir. Þeir sem reyna
að koma slíkum tækjum inn til
landsins eru oft unglingar. Í
báðum þessum tilfellum eru inn-
flytjendurnir hins vegar karlmenn
fæddir 1990, eða 23 ára gamlir.
Gunnar Sæmundsson aðstoðar-
yfirtollvörður segir að tollverðir
hafi einnig stöðvað innflutning á
leikfangabyssum með leysimiðum,
að undanförnu. „Einnig nokkurt
magn af lyklakippuhringjum, en
geislinn frá þeim var með styrk-
leika yfir 5 mW, að því er sagði á
merkingum,“ segir Gunnar. Hann
bætir við að þegar innflytjanda
þeirra, sem var verslunareigandi,
var bent á hvers kyns var, sagði
eigandinn að um mistök væri að
ræða og bað um að sendingunni
yrði fargað.
Fyrir aðeins hálfum mánuði
var stöðvuð sending sem innihélt
fjóra leysibenda með styrk langt
umfram það sem leyfilegt er. Send-
ingin kom frá Kína samkvæmt
pöntun héðan. Átti hún, að því er
sagði í leyfisumsókn, að innihalda
einn leysibendi, innan við 5 mW að
styrk. Tollverðir fengu starfsmann
frá Geislavörnum ríkisins til að
mæla styrk bendanna, og reyndist
hann í öllum tilfellum vera fjórfalt
til sexfalt meiri en gefið var upp í
umsókn.
Fréttablaðið hafði samband við
lögregluna á höfuðborgarsvæðinu
og fékk þær upplýsingar að ekki
væru þekkt dæmi um að lagt hefði
verið hald á leysibenda með þeim
mikla styrk sem hér um ræðir.
Hins vegar hafa verið gerðir upp-
tækir leysibendar í málum þar
sem geisla hefur verið beint að
flugvélum í aðflugi. Slík atvik
hafa verið tilefni lagasetningar, til
dæmis í Bandaríkjunum, þar sem
hörð viðurlög eru við slíku athæfi.
svavar@frettabladid.is
Stoppa lyklakippur og
leikföng hjá tollinum
Tollverðir hafa stöðvað þrjár póstsendingar á hálfum mánuði sem innihéldu stór-
hættulega leysibenda. Í gær voru gerðir upptækir tveir sem eru 10.000 falt aflmeiri
en almenn notkun réttlætir. Lyklakippur og leikföng einnig gerð upptæk.
VOPN EÐA LEIKFANG Þessi leysibendir er tvítugfalt sterkari en sá sem getur kveikt í, brennt húð manna eða blindað. MYND/TOLLSTJÓRI
Þorgeir Sigurðsson, fagstjóri hjá Geislavörnum, sagði í viðtali við Frétta-
blaðið í gær að sérstakt leyfi fyrir sterkari bendum en 1 mW fái venjulega
aðeins fagfólk til sértækra nota, enda getur leysir sem er aflmeiri en það
valdið sjónskaða á augnabliki. Slík tæki eru stórhættuleg, enda þarf aðeins
endurkastið af geisla af styrk yfir 500 mW til að valda augnskaða, auk
hættu á bruna á húð og íkveikjuhættu. Leysibendarnir sem voru teknir í
gær eru 20 sinnum aflmeiri.
Endurkastið eitt getur blindað mann
SKÓLAMÁL Bæjarráð Stykkis-
hólms skorar á menntamálaráð-
herra að „standa vörð um sjálf-
stæði Háskólans á Bifröst og
Landbúnaðarháskóla Íslands“.
Bæjarráðið leggst eindregið
gegn sameiningu háskóla á lands-
byggðinni við háskóla á höfuð-
borgarsvæðinu. Það auki „mið-
stýringu háskólanáms hér á
landi“. Háskólarnir á Vesturlandi
hafi verið einn helsti vaxtar-
broddur í uppbyggingu á Vestur-
landi. - gar
Áskorun frá Stykkishólmi:
Háskólar verði
ekki miðstýrðir
FÓLK Þeir Gunnar Þór Nilsen og
Friðrik Elís Ásmundsson björg-
uðu í gær rúmenskri fjölskyldu
úr brennandi íbúð í Árósum.
Gunnar sá út um glugga á íbúð
sinni hvar eldur hafði kviknað í
gardínum í íbúð hinum megin við
götuna.
Eldur logaði út um glugga eins
herbergis og hafði einn íbúi farið
út um hann og sviðnað töluvert.
Sá sagði Íslendingunum að fleiri
væru í íbúðinni. Gunnar og Frið-
rik fóru þá þar inn og mættu konu
með lítið barn í örmunum. Þeir
hlúðu að fólkinu og aðstoðuðu aðra
íbúa við að komast út.
Vel gekk að ráða niðurlögum
eldsins þegar slökkviliðið mætti
skömmu síðar. Rúmenska fjöl-
skyldan var flutt á sjúkrahús. Öll
kvörtuðu þau undan særindum
í lungum og Gunnar segir einn
manninn hafa sviðnað töluvert.
Í desember 2008 bjargaði
Gunnar lífi ungs drengs sem
slasaðist mjög illa í árekstri í
Danmörku. Meðal annars los-
aði Gunnar tvær tennur úr koki
drengsins sem ollu því að hann
var næstum kafnaður. - grv
Íslendingur sem bjargaði lífi drengs í Danmörku 2008 sýnir enn snarræði:
Hjálpaði Rúmenum úr eldsvoða
PÓSTUR Póst- og fjarskiptastofn-
un (PFS) hefur samþykkt beiðni
Íslandspósts um að loka póstaf-
greiðslum á Suðureyri og Þing-
eyri.
Báðar voru þær reknar í sam-
starfi við bankaútibú. Póstbíll mun
sinna þjónustunni frá 1. maí. Slíkt
tíðkast víða í dreifbýli og minni
bæjum.
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri
Ísafjarðar, minnir á að fyrir ári
hafi Pósturinn lokað afgreiðslustað
á Flateyri og þá séu til dæmis 50
kílómetrar frá Þingeyri að næsta
þéttbýli.
„Þetta er glatað fyrir þá sem
þurfa að koma pökkum frá sér og
hafa kannski bara klukkutíma
glugga til þess á dag.“
Daníel segist hafa viljað að Póst-
urinn ræddi við sveitarfélagið áður
en ákvörðun var tekin.
„Það voru mjög fáar afgreiðslur
á þessum stöðum þannig að þetta er
einfaldlega aðhald í rekstri,“ segir
Brynjar Smári Rúnarsson, markaðs-
stjóri Póstsins. - þj
Póst- og fjarskiptastofnun heilmilar Íslandspósti að hætta afgreiðslu:
Leggja niður útibú fyrir vestan
FRÉTTABLAÐIÐ 16. DESEMBER 2008 Gunnar Þór Nilsen aðstoðaði ungan dreng,
sem slasaðist í bílslysi í desember 2008, og bjargaði lífi hans.
Á SUÐUREYRI Íslandspóstur hefur
fengið heimild til að leggja niður
afgreiðslu á Suðureyri og Þingeyri.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON