Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.12.2013, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 20.12.2013, Qupperneq 8
20. desember 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 Hjúkrunarfræðingur sem gerði mistök í starfi gæti átt von á ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Atvikið átti sér stað í október í fyrra og mistök urðu þess valdandi að maður sem lá á gjörgæsludeild Landspítalans lét lífið. Í kjölfarið fór af stað lögreglurannsókn og nú er henni lokið. Verði ákært verður það í fyrst skipti á Íslandi sem ákært verður fyrir manndráp af gáleysi vegna starfa í heilbrigðisþjónustu. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, og Ólafur Baldursson, fram- kvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum ræddu öryggi sjúklinga og viðbrögð við mis- tökum við blaðamann. Að þora að horfast í augu við mistökin Fyrir um það bil tveimur árum tók Land- spítalinn upp nýja nálgun í gæðamálum sem byggist á þeirri hugmyndafræði að það sé mannlegt að gera mistök. Kerfið er byggt á þeirri staðreynd að spítalar eru hættulegir, áhættustigið er hátt og mistök í starfi geta haft mun alvarlegri afleiðingar en á mörg- um öðrum vinnustöðum. Ólafur segir Land- spítalann hafa verið nokkuð lengi að taka upp þessa hugmyndafræði. „Læknar fyrr á árum voru ósnertanlegir og af sumum álitnir hálfgerðir guðir. Þeir gerðu bara ekki mistök. En auðvitað gerum við læknar mistök, það eru ekki til spítalar þar sem engin mistök eru gerð. En mistök- unum var ekki sinnt nægilega vel. Landspít- alinn var nokkuð lengi að koma sér úr þess- um sporum en það hefur gerst á síðustu tíu til fimmtán árum,“ segir Ólafur. Hann segir að á undanförnum tveimur árum hafi mikil áhersla verið lögð á gæði og öryggi. „Við erum að innleiða öryggis- menningu á spítalanum. Öryggismenning byggist á trausti og hvetur fólk til að segja frá mistökum, bæði sínum og annarra, með það að markmiði að bæta verklag og læra af mistökunum. Okkar stærsta markmið er að tryggja öryggi sjúklinga okkar og við álítum þetta bestu leiðina.“ Verklag til fyrirmyndar Sigríður segir að í þessu tiltekna atviki hafi starfsmenn brugðist hárrétt við og allir sýnt það traust og heiðarleika sem fyrirfinnst í öryggismenningu. „Starfsmenn létu vita að þeir grunuðu að mistök hefðu átt sér stað. Þá var strax haft samband við yfirstjórn og málið sett í rannsókn í samstarfi við alla starfsmenn og þar á meðal hjúkrunar- fræðinginn sem liggur undir grun. Þetta var fyrsta atvikið þar sem svo vönduð rót- argreining var notuð til að komast að upp- runa mistakanna. Það er í raun okkar gæfa á þeim tíma að við vorum tilbúin að takast á við þetta,“ segir Sigríður. „Niðurstaða rann- sóknar okkar var, eins og í allflestum atvik- um, að samverkandi þættir ollu mistökum.“ Atburðir sem falla undir samverkandi þætti eru til dæmis misskilningur eða léleg samskipti, óskýr verkferill, bilað tæki eða röng skráning á lyfjagjöf. Eitthvað gerist, sem veldur ekki með beinum hætti mistök- unum, en veldur því að mistök eru gerð í kjölfarið. Í þessu tilfelli endaði röð slíkra atburða með yfirsjón starfsmanns. „Nánar getum við ekki skýrt frá þessu atviki vegna persónuverndarsjónarmiða auk þess sem málið er hjá dómstólum,“ segir Sigríður. Dómsmál skemmir traustið Á næstunni mun koma í ljós hvort hjúkr- unarfræðingurinn verður ákærður fyrir þessi mistök. „Ef verður ákært í þessu máli og ég tala nú ekki um ef verður sakfellt þá mun það breyta íslensku heilbrigðiskerfi. Ég óttast að starfsmönnum finnist þeir ekki öruggir ef þeir segja frá og eiga á hættu að fá dóm,“ segir Sigríður. „Ef okkar vel menntaða og hæfa fólk er útsett fyrir því að vinna við erfiðar aðstæð- ur, lélegan húsbúnað og lélegan tækjakost, ósamkeppnishæf laun og þar ofan á að eiga í hættu að vera ákært fyrir að gera mistök í starfi sem sannarlega eru ekki af ásetningi, þá líst mér ekki á blikuna.“ Ólafur tekur undir orð Sigríðar og vill ekki sjá heilbrigðisstarfsmenn fara í sama farið og fyrr á árum. „Við viljum frekar hafa opna menningu, með hlutina uppi á yfirborð- inu en viljum alls ekki sópa mistökum undir teppi. Við erum enn að glíma við afleiðingar fyrri ára, þegar ekki var tekið með skýr- um hætti á erfiðum atvikum sem komu upp í heilbrigðiskerfinu. Við erum enn að fá upp mál aðstandenda eða sjúklinga sem hafa aldrei fengið úrlausn sinna mála og við skilj- um að það sé erfitt. Við viljum breyta þessu og fyrirbyggja fleiri mistök,“ segir Ólafur. Viljum samvinnu Í þessu samhengi segir Sigríður að það sé mikilvægt fyrir alla að eiga í góðri sam- vinnu við aðstandendur þegar alvarleg atvik eiga sér stað. „Í þessu tilfelli var fjöl- skyldan upplýst strax í upphafi. Ég held að ef fólk fær að fylgjast með þá upplifi það frekar einhvers konar lok á málinu og geti jafnvel fundið sátt. Samvinna við sjúklinga og aðstandendur er okkur mikilvæg. Við viljum að fólk upplifi öryggi á spítalanum okkar.“ Við viljum læra af mistökunum Stjórnendur Landspítalans vilja byggja upp menningu meðal starfsmanna sem hvetur þá til að tilkynna öll mistök. Þau óttast að ef heil- brigðisstarfsmaður verður ákærður fyrir manndráp af gáleysi hafi það áhrif á heiðarleikann og breyti starfsháttum starfsmanna. VILJA UMRÆÐU Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga, og Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, á Landspítalanum fagna umræðu um öryggi sjúklinga enda sé það þeirra helsta markmið í þjónustunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Auðbjörg Reynisdóttir er hjúkrunarfræðingur og formaður félagsins Vilja- spors. Félagið veitir stuðning við þolendur atvika, er upplýsingaveita og vill vera í samvinnu við heilbrigðismál vegna mistaka í heilsugæslu. „Mér þykir ekki til framdráttar þjónustun,i að fara þá leið að ákæra fólk þegar kemur að alvarlegum atvikum í heilbrigðisþjónustu,“ segir Auðbjörg. „Það þarf frekar að vera rannsóknarferli sem skilar þekkingu um hvað gerðist. Mikilvægt er að eftirlitsaðilinn og rannsakandinn í slíkum rannsóknum sé óháður aðili og tengist ekki ferlinu.“ Auðbjörg segir það ekki gefa sjúklingum sem lenda í mistökum fróun að ein- hver ákveðinn sé dreginn til ábyrgðar. „Það sem er mikilvægast er að lært sé af mistökum og komið í veg fyrir að þetta atvik gerist aftur. En það þarf að klára svona mál, ekki bara gera mistök og biðjast afsökunar. Það þarf einhvers konar uppgjör og sátt. En sáttin felst ekki í dómi sem ein manneskja þarf að bera.“ Auðbjörg segir mikilvægt að horfast í augu við raunveruleikann og þannig skapist menn- ing sem bjóði upp á fagleg vinnubrögð. „Eins og horfst var í augu við kynferðisofbeldi gegn börnum. Þá loksins var tekið á málunum þannig að það skilaði árangri. Það sama þarf að gera með mistök heilbrigðisstarfsmanna. Við þurfum að hafa hugrekki til að viðurkenna mistök.“ Þurfum að horfast í augu við vandann Erla Björg Gunnarsdóttir erlabjorg@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.