Fréttablaðið - 20.12.2013, Side 12

Fréttablaðið - 20.12.2013, Side 12
20. desember 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 Ný vefverslun á michelsen.is Laugavegi 15 - 101 Reykjavík Sími 511 1900 - www.michelsen.is ASA HÁLSMEN 9.700 kr. ASA LOKKAR 9.700 kr. ASA HRINGUR 9.900 kr. ROSENDAHL 24.900 kr. ARMANI 60.800 kr. ARNE JACOBSEN 64.900 kr. CASIO 13.600 kr. Glæsilegar jólagjafir EFNAHAGSMÁL Kreppan er búin, hvort sem litið er til hagvaxtar eða framleiðslustigs. Þetta kemur fram í nýrri grein sem Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor og liðsmaður í peningastefnunefnd Seðlabank- ans, ritar í efnahagsritið Vísbend- ingu. Hann veltir upp spurningunni af hverju ekki hafi birt meira yfir þjóðarsálinni, þrátt fyrir góðan árangur sem hér hafi náðst í hag- stjórn síðustu árin. „Stjórnmálamenn og álitsgjafar halda flestir áfram að mála skratt- ann á vegginn þó að hagtölur segi að kreppan sé búin,“ segir í grein Gylfa. Hann bendir á að halla- rekstur ríkissjóðs hafi minnk- að, hagvöxtur verið í nokkur ár, atvinna aukist og skuldir lækkað. Þannig hafi verg landsframleiðsla aukist hér samfellt allt frá miðju ári 2010 og sé nú að ná því stigi sem hún hafi verið á í hápunkti síðustu upp- sveiflu. „Til dæmis er hún tæplega sjö prósentum meiri en hún var á þriðja ársfjórðungi árið 2005.“ Einn þátt, sem gerir að skynjun þjóðarinnar á gangi efnahagsmála er ekki í takt við hagvöxt, segir Gylfi til dæmis vera að þjóðartekjur hafi ekki vaxið að sama skapi. Leita þurfi aftur til 2003 til þess að finna jafnlitlar vergar þjóðartekjur. „Ástæðan er sú að viðskiptakjör eru nú afar slæm og hafa ekki verið jafnslök í áratugi.“ Þannig myndi viðsnúningur á útflutningsmörkuð- um, svo sem í Suður-Evrópu bæta lífskjör hér á landi í framtíðinni. Aukinheldur fari hluti þjóðar- tekna í afborganir af erlendum lánum um leið og samanburður- inn við uppsveifluárin 2006 til 2008 geri fólki erfitt fyrir að meta þann árangur sem náðst hafi. „Ástæðan er sú að lífs- kjör þessi árin voru betri en hagkerfi okkar getur staðið undir og byggð- ust að miklu leyti á erlendum lántökum sem fjármögnuðu viðskiptahallann,“ segir Gylfi. Eðli- legri samanburður væri við árin 2002 og 2003. Um leið hafi skattar líka verið hækkaðir á einstaklinga. „Á þennan hátt er kannski unnt að skýra af hverju kreppulokum er ekki fagnað meira en raun ber vitni. Það skýrir einnig hvers vegna erlendir greiningaraðilar, Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn og fleiri, líta hagþróunina hér bjartari augum en margir landsmenn.“ Gylfi líkir þjóðinni við fjölskyldu sem þurfi að standa skil á lánum og hafi orðið fyrir kauplækkun, þótt ekki skorti atvinnu. Um leið segir Gylfi lífskjarabata geta látið bíða eftir sér vegna fyr- irsjáanlegra þungra afborgana af erlendum lánum 2015 til 2018. Við þessar aðstæður ættu stjórnvöld að leggja áherslu á að efla innlendan sparnað. „Þeir sem leggja áherslu á aukna einkaneyslu við núverandi aðstæður lifa í hugarheimi lokaðs hagkerfis, en ekki í opnu og litlu hagkerfi þar sem stór hluti aukinn- ar einkaneyslu fer í innflutning og eykur þjóðarútgjöld meira en þjóð- arframleiðslu.“ Mikilvægast segir Gylfi þó að búa til umhverfi sem hjálpi nýjum fyrirtækjum að vaxa, dafna og auka framleiðni og tekjur til langs tíma. olikr@frettabladid.is GYLFI ZOËGA Kreppan búin en stemning er samt slæm Hagvöxtur hefur aukist frá miðju ári 2010. Er svip- aður og á hápunkti síðustu efnahagsuppsveiflu. Rýrar þjóðartekjur og slæm viðskiptakjör skerða lífskjör. JÓLAVERSLUN Þjóðarsálin virðist ekki nema efnahagsbatann sem endurpeglast í tölum um hagvöxt og framleiðslu, segir Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor í nýrri grein sem hann skrifar í Vísbendingu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL MENNTAMÁL Nær eitt hundrað nem- endur úr Reykjanesbæ eru á meðal þeirra 10 prósenta nemenda á land- inu sem hlutu hæstu einkunnir á samræmdum prófum í haust. Í tilefni af þessum árangri bauð bæjarstjórinn í Reykjanesbæ, Árni Sigfússon, til móttöku í Víkinga- heimum þar sem nemendum voru veitt viðurkenningarskjöl. „Þegar nemandi brýtur af sér í skólastarfinu, er gjarnan kallað á foreldra og þeim gerð grein fyrir vandanum og óskað samstarfs um að leysa vandann. En þegar nem- andi skilar frábærum árangri þá, því miður, köllum við ekki alltaf foreldra til sérstaklega eða nefn- um það við nemendur hvort þeir geri sér grein fyrir hvað þeir eru að afreka. Það viljum við gera hér,“ sagði Árni í ávarpi sínu. „Þið eruð að sýna frábæran mælanlegan árangur á landsmæli- kvarða og þið eruð skóla ykkar, umhverfinu og samfélaginu til sóma og mikil hvatning fyrir aðra nemendur.“ - fb Nemendur úr Reykjanesbæ fengu viðurkenningu fyrir frábæran árangur: Nær hundrað með toppeinkun FERÐAÞJÓNUSTA Úthlutað var 33,5 milljónum í styrki til nítján verk- efna úr Þróunarsjóði ferðamála í gær. Að sjóðnum standa Landsbank- inn og atvinnuvega- og nýsköp- unarráðuneytið. Markmiðið með starfrækslu hans er að efla starf- semi fyrirtækja í ferðaþjónustu utan háannatíma og auka arðsemi þeirra. Þetta er í þriðja sinn sem úthlut- að er úr sjóðnum og barst honum 61 umsókn að þessu sinni. - shá Tugir sóttu um þróunarstyrk: Nítján deila 33,5 milljónum MEÐ VIÐKURKENNINGARSKJÖL Nem- endur úr Reykjanesbæ í Víkingaheimum með viðurkenningarskjölin sín. Suðurlandsbraut 20, 108 Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is ENA MICRO 9 ONE TOUCH Líttu við hjá Eirvík og kynntu þér ENA 1 eða ENA 9 OneTouch með Aroma+ og við bjóðum þér í kaffi. Fékk hæstu einkun hjá þýsku neytendasamtökunum en 14 vélar voru prófaðar. Hægt að velja um kaffi, espresso, latte macchiato, cappuccino eða heitt vatn í te með því að þrýsta á einn hnapp. JÓLATILBOÐ Jólagjöf heimilisins Frábært grill fyrir íslenskar aðstæður Mjög vandað 3ja brennara gasgrill á sterkri viðargrind Brennarar úr pottjárni Grillgrindur og hitadreifarar úr emaleruðu pottjárni Lok og grill eru postulíns emaleruð utan sem innan Neistakveikja í öllum tökkum Skúffa undir öllu grillinu sem tekur fitu - Hitamælir Orka: 13,2 KW = 45.000 BTU Grillflötur: 64 x 48,5 cm Stærð: 150 x 108 x 62 cm www.grillbudin.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.