Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.12.2013, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 20.12.2013, Qupperneq 16
20. desember 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 16 DANMÖRK Stríður straumur hæl- isleitenda hefur verið til Dan- merkur í ár. Samkvæmt frétt Politiken hafa alls 7.252 sótt þar um hæli í ár, sem er það mesta sem verið hefur í tíu ár. Ekki stendur þó til að breyta lögum í málaflokknum. Langflestir koma frá Sýrlandi, um 1.500 talsins, en næstflestir, 800 manns, frá Sómalíu. Mörgum er vísað frá, en í ár hafa 2.831 umsækjandi fengið hæli, sem er mesti fjöldinn sem verið hefur í nítján ár. Þrátt fyrir þessa fjölgun og hið aukna álag sem hún hefur haft á stjórnsýsluna, segja dönsk stjórn- völd að ekki standi til að breyta löggjöf um hælisleitendur. Mette Reissmann, talsmaður Sósíaldemókrata í málaflokknum, tekur alfarið fyrir slíkt. „Svarið er nei. Við þurfum ekki annað en að líta út um gluggann og horfa yfir heiminn sem við búum í. Það er óhamingja og átakasvæði um heim allan. Lögunum hefur ekki verið breytt lengi og það er ekkert slíkt í pípunum.“ - þj Hörmungar og átök fjölga flóttafólki í Danmörku: Hælisleitendur ekki fleiri síðasta áratug FLÝJA ÁTÖK Langt er síðan ásókn hælisleitenda var eins mikil í Danmörku og nú. NORDICPHOTOS/AFP Gaia kortleggur Vetrarbrautina Geimvísindastofnun Evrópu skaut geimfarinu Gaiu út í geim frá skotpalli í Franska Gvæjana í gær. Þess bíður um mánaðarferðalag en ákvörðunarstaðurinn er í um 1,5 milljóna kílómetra fjarlægð frá jörðu. Tilgangur þessa fimm og hálfs árs verkefnis er að kortleggja og mæla fjarlægðir til um eins milljarðs stjarna og draga þannig upp þrívíða mynd af Vetrarbrautinni. Hún er búin gríðarlega nákvæm- um mælitækjum, þar á meðal tveimur stjörnukíkjum sem tengdir eru myndavél sem tekur myndir með eins milljarðs megapixla upp- lausn. Til samanburðar eru góðar myndavélar í farsímum oft um 10 megapixel. Með henni mun Gaia fylgjast með um einum milljarði stjarna og margs konar öðrum fyrirbærum, til dæmis reikistjörnum, smástirnum og halastjörnum. Heimild: ESA 10 m á breidd 710 kg á þyngd 40 milljónir mælinga skjalfærðar á dag Kostnaður: Um 118 milljarðar króna. Fjarlægð frá jörðu: 1.500.000 km Mesta fjarlægð frá viðfangs- efnum: Um 30.000 ljósár Þjónustusími: 561 4210 Bílabúð Benna dekkjaþjónusta 400 manns munu vinna að verk- efninu á jörðu niðri. VERKEFNIÐ Næstu fimm og hálft ár mun Gaia mynda allt í kringum sig og skrásetja upplýsingar um einn milljarð stjarna, sem er um það bil einn hundraðasti af stjörnum Vetrarbrautarinnar. Hver stjarna verður mynduð um 70 sinnum meðan á verkefninu stendur og fjarlægðin til hennar mæld sem og hitastig, birta og efnisuppbygging. Mælitæki Gaiu geta greint hluti í geimnum sem eru 4.000 sinnum daufari en hægt er að greina með berum augum og staðsett með nákvæmni sem samsvarar því að geta mælt um- mál mannshárs úr 1.000 kílómetra fjarlægð. Skekkjumörk fjarlægðarmæl- inga til stjarna sem eru við miðju vetrarbrautarinnar í um 30.000 ljósára fjarlægð eru innan við 20%. HVAÐ Á AÐ FINNA? Þegar verkefninu lýkur liggur fyrir mynd af þróun síðustu fimm ára og af því má reikna út hvernig Vetrarbrautin hefur þanist út hingað til og hvernig þróunin verður héðan í frá. Gagnamagnið sem mun standa eftir nemur einu petabæti, sem myndi fylla 200.000 DVD-diska. Það mun taka vísindamenn marga áratugi að vinna úr gagnasafninu. Gaia
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.