Fréttablaðið - 20.12.2013, Side 18
20. desember 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 18
HEILBRIGÐISMÁL Innanríkisráð-
herra segir framkvæmd nauðung-
arvistunar og sjálfræðissviptingar
vera til skoðunar hjá ráðuneytinu.
Fréttablaðið hefur fjallað um mála-
flokkinn undanfarna viku og komið
hefur fram margvísleg gagnrýni.
„Þessi mál hafa verið til skoð-
unar í ákveðinn tíma. Ráðuneyt-
ið er meðvitað um að skoða þarf
breytingar á nauðungarvistunum í
heild sinni. Við höfum verið í sam-
ráði við fjölbreyttan hóp aðila sem
koma að málinu og við munum halda
áfram þeirri vinnu á nýju ári,“ segir
Hanna Birna Kristjánsdóttir innan-
ríkisráðherra.
„Verið er að skoða hvort eigi að
byggja þetta öðruvísi upp,“ segir
Hanna Birna. „Við höfum til dæmis
séð að velferðarþjónustan sækir
oftar um nauðungarvistun og sjálf-
ræðissviptingu en aðstandendur,“
segir hún en það hefur meðal ann-
ars verið gagnrýnt að aðstandendur
geðsjúkra komi að því að sækja um
nauðungarvistun, þar sem það hafi
slæm áhrif á samskipti innan fjöl-
skyldna.
„Þá teljum við tilefni til að fara
yfir verklagsreglur,“ segir Hanna
Birna, en á nýju ári mun áðurnefnd-
ur hópur samráðsaðila leggja fram
minnisblað með hugmyndum að
næstu skrefum.
Fram hefur komið að innanríkis-
ráðuneytið, sem er sá aðili sem sam-
þykkir beiðnir um tuttugu og eins
dags nauðungarvistanir, tekur ekki
saman tölur yfir fjölda nauðung-
arvistana eða sjálfræðissviptinga
með skipulegum hætti. Almenning-
ur hefur því ekki aðgang að upplýs-
ingum um fjölda nauðungarvistana
VÍSINDI Brot úr halastjörnu Hall-
eys virðist hafa lent á jörðinni
árið 536 samkvæmt nýjum rann-
sóknum á ískjörnum frá Græn-
landsjökli. Brotið lenti að öllum
líkindum í sjónum.
Ryk sem brotið þyrlaði upp olli
því að veður kólnaði á jörðinni.
Kólnunin leiddi svo af sér þurrka
og hungursneyð, samkvæmt
umfjöllun á vefnum Live Science.
„Ég er með alls konar geim-
ryk í ískjarnanum mínum,“ segir
Dallas Abbott, prófessor við Kól-
umbía-háskóla, sem stýrði rann-
sókninni. Hann segir að rykið
hafi valdið því að hitastig á jörð-
inni lækkaði um þrjár gráður.
Halleys-halastjarnan fer fram
hjá jörðinni á um það bil 76 ára
fresti, síðast árið 1986. Hún er
aftur væntanleg árið 2061. - bj
Halastjarna breytti veðrinu:
Kólnun tengd
hungursneyð
HAFNARFJÖRÐUR
Fríkirkjan fær milljón
Bæjarráð Hafnarfjarðar hefur sam-
þykkt beiðni Fríkirkjusafnaðarins í
bænum um stuðning við framkvæmdir
við Fríkirkjuna vegna 100 ára afmælis
hennar. Veita á söfnuðinum eina
milljón króna í styrk.
MINNINGARATHÖFN Táknmálstúlkurinn Tham-
s anqa Jantjie, sem vakti heimsathygli á minn-
ingarathöfn um Nelson Mandela fyrir undarlega
tilburði sína, hefur verið lagður inn á geðsjúkra-
hús. Eiginkona hans, Sizime, telur að Jantjie hafi
fengið taugaáfall.
Enginn skildi táknmálstúlkun Jantjie á minn-
ingarathöfninni, þar sem Barack Obama Banda-
ríkjaforseti var á meðal ræðumanna.
Síðar kom í ljós að túlkurinn hafði eitt sinn
verið ákærður fyrir morð og nauðgun. Sjálfur
sagðist hann hafa fengið geðklofakast við athöfn-
ina og séð engla en tók það skýrt fram að hann
kynni táknmálstúlkun.
„Síðustu dagar hafa verið erfiðir. Við höfum
reynt að styðja við bakið á honum því svo virðist
sem hann hafi brotnað saman,“ sagði eiginkona
hans við dagblaðið The Star í Jóhannesarborg í
Suður-Afríku. Hún fór með Jantjie í skoðun á geð-
sjúkrahúsið á þriðjudaginn og þar var óskað eftir
því að hann yrði lagður inn þegar í stað.
Í síðustu viku sagði hún að eiginmaður sinn
hefði átt að fara í skoðun á geðsjúkrahúsinu sama
dag og minningarathöfnin fór fram en hann ákvað
að fresta því.
Afríska þjóðarráðið segist hafa ráðið Jantjie
nokkrum árum áður sem táknmálstúlk og það hafi
aldrei fengið neina kvörtun yfir störfum hans. - fb
Eiginkona Thamsanqa Jantjie telur að hann hafi fengið taugaáfall en hann sá engla við minningarathöfn:
Táknmálstúlkur lagður inn á geðsjúkrahús
HJÁ OBAMA Thamsanqa Jantjie „túlkar“ orð
Baracks Obama við minningarathöfnina. MYND/AP
ÓGN Rannsóknin gæti varpað einhverju
ljósi á þá þjóðtrú að halastjörnur séu
slæmir fyrirboðar. MYND/EGILL AÐALSTEINSSON
SVEITARSTJÓRNIR Fjölskylduráð
Akraness vill þiggja boð fyrir tvo
starfsmenn félagsþjónustunnar
um að taka þátt í dagskrá í Kaup-
mannahöfn með öðru fagfólki frá
Íslandi þar sem kynna á þjón-
ustu við flóttafólk. „Stendur til að
kynnast starfsumhverfi í málefn-
um flóttafólks, hælisleitenda og
annarra innflytjenda, skoða mót-
tökuþjónustu, velferðarþjónustu,
afleiðingar áfallastreitu, sérstakan
stuðning við börn og unglinga,“
segir fjölskylduráðið. - gar
Boðið til Kaupmannahafnar:
Skoða þjónustu
við flóttamenn
Fleiri nauðungarvistanir að
beiðni félagsþjónustunnar
Innanríkisráðherra segir nauðungarvistun og sjálfræðissviptingu vera til skoðunar hjá ráðuneytinu sem hefur
verið í samráði við hóp aðila sem koma að málinu. Til athugunar er aðkoma aðstandenda að beiðnum um
nauðungarvistun, en samkvæmt ráðuneytinu fjölgar beiðnum frá félagsþjónustu en fækkar frá aðstandendum.
BEIÐNIR UM
NAUÐUNGARVISTUN
Gagnrýnt hefur verið að aðstand-
endur þurfi að leggja fram beiðni
um nauðungarvistun. Hlutfall þeirra
beiðna þar sem félagsþjónustan eða
samsvarandi fulltrúi sveitarstjórnar
leggur hana fram, hefur hækkað.
2010
2011
2012
2013
25%
25%
40%
33%
ÁR Hlutfall beiðna frá félagsþjónustunni eða samsvarandi fulltrúa
eða þróun þeirra. Þá fór Landspít-
alinn þess á leit við innanríkisráðu-
neytið að tekinn yrði saman fjöldi
sjálfræðissviptinga, en fékk synjun
á þeim grundvelli að ekki yrði lögð
vinna í slíka gagnaöflun.
Frá ráðuneytinu fást þær upplýs-
ingar að breyting gæti orðið á þessu
í kjölfar endurskoðunar á ferlinu í
heild, enda séu tölulegar upplýsing-
ar gott stjórntæki og mikilvægar
fyrir stefnumótun.
„Ég held að það þurfi að skoða
þetta allt í samhengi við vinnu
ráðuneytisins. Einnig að upplýs-
ingar séu aðgengilegar og að staða
mála sé skýr. Það skiptir auðvitað
miklu máli, enda viljum við tryggja
að þessi mál séu unnin eins vel og
faglega og frekast er unnt,“ segir
Hanna Birna. eva@frettabladid.is
NAUÐUNGARVISTUN Innanríkisráðuneytið telur tilefni til þess að fara yfir verklagsreglur.
Ráðuneytið
er meðvitað um
að skoða þarf
breytingar á
nauðungarvist-
unum í heild
sinni.
Hanna Birna
Kristjánsdóttir,
innanríkisráðherra.
Borgar Apótek | Borgartúni 28, 105 Reykjavík | sími 553-8331
949 kr.
... opnar í Borgartúni
og býður lausasölulyf
á góðum kjörum!