Fréttablaðið - 20.12.2013, Page 25

Fréttablaðið - 20.12.2013, Page 25
FÖSTUDAGUR 20. desember 2013 | SKOÐUN | 25 Ég þekki fólk sem vann eitt sinn hjá Útlendingastofnun. Þá var það vinnuregla að ef afgreiða átti umsókn innan 90 daga þá var hún látin liggja í hillu í vel yfir 80 daga og ekki tekin upp og opnuð fyrr en örfáum dögum fyrir loka- frest. Þeir tímarammar sem regl- urnar heimiluðu voru einfaldlega nýttir í botn. Svona „Vörn gegn ráni“ hugmynd. Dvalarleyfisút- gáfa með tímalás. Stórhættulegir doktorar Þegar ég vann í Háskólanum í Reykjavík voru stundum ráðnir kennarar frá svona „framandi“ löndum. Ferlið var alltaf eins: Umsókn send inn. Þremur mán- uðum síðar: „Vantar fleiri gögn“. Viðbótargögnum skilað. Aftur þriggja mánaða bið. Samt var þetta bara „blásak- laust“ háskólafólk. Sem vinnu- staðnum, vel að merkja, lá mjög á að fá til landsins. En einhver hugsaði samt: „Spyrjum ASÍ hvort það sé ekki einhver atvinnulaus doktor í gervigreind á Íslandi sem vantar vinnu. Búum til gervibið- lista. Vonandi hættir einhver af þessum útlendingum við.“ Dyravörðurinn er rasisti Fyrir um áratug las ég um umfjöllun danska blaðsins Urban um næturlífið í Kaupmanna- höfn. Þar var því haldið fram að margir skemmtistaðir væru með þá stefnu að halda fjölda fólks af erlendum uppruna undir ákveðn- um mörkum. „Gömlu Danirnir“ djömmuðu síður á stöðum þar sem marga innflytjendur var að finna. Þess vegna áttu dyraverðirnir að sjá til þess að staðirnir héldust nægilega „hvítir“. Ætli menn hafi ekki notað til þess ýmis trikk: „Ert þetta þú? Myndin er óskýr!“ „Sorrý, staðurinn er troðfullur, enginn fer inn næsta hálftímann.“ Já, eða bara hið sígilda: „Fasta- gestir ganga fyrir.“ … en staðurinn er samt frábær! Allir inni á staðnum eru sammála um að dyravörðurinn sé algjör fáviti. Heimskur, ofbeldisfullur þursi sem reynir við allar stelpur og hótar að lemja alla menn „sem eru með kjaft“. Allir eru sammála um það. En enginn vill raunveru- lega breyta því. Við verðum, jú, að hafa dyravörð til að stýra flæðinu inn á staðinn. Annars væri alger troðningur við barinn. Allt of löng röð á klósettið. Og ekki nógu margar sætar einhleypar stelpur á dansgólfinu. Fáar stofnanir njóta minni virðingar en Útlendingastofnun. Og áður en einhver segir að það sé eitthvert lögmál, vegna þess óvinsæla hlutverks sem stofn- unin hefur þá vil ég benda á að skatturinn, sem tekur af mér hundruð þúsunda króna í hverjum mánuði er frábær stofnun, raf- vædd, nútímaleg og með hjálplegu starfsfólki. Útlendingastofnun, aftur á móti, getur ekki einu sinni birt ársskýrslur. Hún býður öllum umsækjendum að fylla út PDF- skjöl sem ekki er hægt að vista. Þær umsóknir þarf að prenta út áður en starfsmenn stofnunarinn- ar slá þær inn aftur. Frábær nýt- ing á tíma fólks. Brosandi dyraverðir Þegar farið er inn á innflytjenda- síðu kanadíska ríkisins er tekið á móti manni með orðunum „Come to Canada – One of the best countries in the world!“ sem sagt: „Komið til Kanada – eins besta lands í heiminum!“ Text- inn er allur svona: „Ertu starfs- maður með sérþekkingu? Ertu atvinnurekandi? Viltu koma og vinna tímabundið? Ertu náms- maður? Fylltu út spurningalista til að sjá hvaða dvalarleyfi þú getur sótt um. Vissirðu að þú getur flýtt fyrir með því að fylla út rafræna umsókn? Áttu í vandræðum með umsóknina? Þú getur horft á kennslumyndband.“ Seinasta vinstristjórn gerði ekkert til að gera Ísland meira eins og Kanada. Það var reynd- ar samþykkt að nú væri hægt að veita fórnarlömbum man- sals tímabundið dvalarleyfi. En að þetta sé það eina sem menn geta sammælst um sýnir dálítið vandann. Allir stjórnmálaflokkar tikka í boxin með frösum um fjöl- menningu og auðgun mannlífs. En færri virðast, þegar á reynir, hafa þá skoðun að innflytjenda- stefna ætti að snúast um það að gefa raunverulegum fjölda fólks raunveruleg tækifæri. Sumir vilja í besta falli hjálpa örfáum „sem minna mega sín“. Enginn vill breyta þessu. Við hneykslumst stundum á dyraverð- inum. En innst inni höldum við flest með honum. Ég meina: „Kær- astan mín er þarna inni …“ Hver hefur ekki heyrt þá línu áður? Útkastarinn Búum til gervibið- lista. Vonandi hættir einhver af þessum útlend- ingum við. Í DAG Pawel Bartoszek stærðfræðingur Í grein eftir mig er birt- ist í blaðinu á miðvikudag í síðustu viku fjallaði ég um úttekt norskrar syst- urstofnunar Orkustofn- unar, NVE, að beiðni iðn- aðarráðuneytisins frá 2011. Eftirlit Orkustofn- unar fékk falleinkunn í úttektinni. Á mánudaginn fjallaði ég svo um hvern- ig kostnaðaráætlun sem ætlað var að sýna að raflína frá Blöndu til Akureyrar væri fimm sinnum dýrari sem jarðstrengur heldur en væri hún loftlína, var þegar á reyndi „týnd“. Í norsku úttektinni var fjallað um nauðsyn aðskilnaðar raforku- flutnings annars vegar og fram- leiðslu og sölu raforku hins vegar. Framleiðendur og seljendur raf- orku eigi ekki að hafa áhrif á ákvarðanir og starfsemi flutn- ingsfyrirtækisins, hvorki beint né óbeint. NVE telur að þetta sé ekki uppfyllt á Íslandi, þar sem Landsnet sé í meirihluta- eigu heildsöluorkusalans Landsvirkjunar. Fljótlega verður tekin upp í EES-samninginn til- skipun sem mælir fyrir um aðskilnað flutningsfyrir- tækis frá framleiðendum og seljendum orku. Yfir- völd fá ákveðinn frest til að leiða efni hennar í lög og geta gert það með ýmsum hætti. Talað hefur verið um að það verði gert hér á landi 1. janúar 2015 og að lífeyrissjóðir og sveitarfélög muni geta eignast Landsnet. Allt á það eftir að koma í ljós. Mikilvægur þáttur hinna nýju reglna er hins vegar að eftirlit með raforkuflutningsfyrirtækjum á að stórefla. Til að standa undir því þarf annað tveggja að setja á fót trúverðugan sjálfstæðan eftirlits- aðila eða renna umtalsvert styrk- ari stoðum undir þann veikburða sem fyrir er hér á landi: Orku- stofnun. Sjálfstæði Orkustofnunar Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa nýverið hafið vinnu við að vekja athygli á barnafá- tækt á Íslandi. Samkvæmt opinberum tölum Hagstof- unnar áttu 73,4% heim- ila einstæðra foreldra með eitt barn eða fleiri, erfitt með að ná endum saman árið 2012, og 58% allra heimila með börn. Í skýrslu útgefinni af Hjálp- arstarfi Kirkjunnar og Rauða krossinum í Reykja- vík frá 2012, „Farsæld – Baráttan gegn fátækt á Íslandi“ kom fram að Hagstofan áætlaði að um 8.800 börn væru undir lágtekjumörkum. Af þessum tölum má leiða að því sterkar líkur að þúsundir barna á Íslandi búi við verulegan skort á efnislegum gæðum. Það eru þau börn sem þessar tölur ná til, sem ekki geta tekið þátt í frístunda- starfi eða íþróttum vegna þess að það eru ekki til peningar, og það eru þessi sömu börn sem hafa ekki tök á að mæta í afmælisveisl- ur, því ekki er til peningur fyrir afmælisgjöfum. Því eru það ein- mitt þessi börn sem verða útsett fyrir að verða félagslega einangr- uð og eiga á hættu að þróa með sér ýmis vandamál sem geta haft nei- kvæð áhrif á allt þeirra líf. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem nýverið hefur verið lögfestur á Íslandi, segir að aðildarríki skuli eftir fremsta megni tryggja að börn megi lifa og þroskast. Í honum segir jafn- framt að börnum skuli tryggð þau réttindi sem í Barnasáttmálanum er kveðið á um án mismununar af nokkru tagi. Ennfremur segir að aðildarríki hans skuli gera allar viðeigandi ráðstafanir til að sjá um að barni sé ekki mismunað eða refsað vegna stöðu eða athafna foreldra þess. Ríki skulu tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst og skulu í því skyni gera allar nauð- synlegar ráðstafanir á sviði löggjafar og stjórn- sýslu. Í Barnasáttmálan- um er hins vegar að finna ákvæði, síðari málslið 4. gr., sem dregur verulega úr þýðingu ákvæða hans hvað varðar efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi barna. Orðalag ákvæðisins er á þann veg að hvað þessi réttindi snert- ir skulu aðildarríki gera allar við- eigandi ráðstafanir „að því marki sem þau framast hafa bolmagn til“. Þetta ákvæði er nauðsynlegt að hafa í huga þegar rætt er um mannréttindi barna. Alþingi forgangsraði Í Stjórnarskránni kemur einnig fram sú regla að börnum skuli tryggð í lögum sú vernd og umönn- un sem velferð þeirra krefst. Lög- gjafinn hefur með ýmsum hætti sett í lög ákvæði sem miða að því að uppfylla slíka skyldu. Má nefna ákvæði um greiðslu barnabóta, greiðslu barnalífeyris til foreldra sem eru öryrkjar og ef annað eða bæði foreldri hafa látist, sem og greiðslu umönnunarbóta fyrir langveik börn. Ekki er gert ráð fyrir því í lögum að foreldrum sé greidd fjárhagsaðstoð frá sveitar- félögum vegna barna sinna, þar sem ákvörðun um fjárhagsaðstoð er óháð barnafjölda. Það er vegna þess að í reglum um fjárhagsað- stoð er reiknað með því að barna- bætur, meðlög og barnalífeyrir mæti kostnaði vegna barna. Þeir foreldrar sem hafa forsjá barna sinna fara með fjárhald þeirra og ráða persónulegum högum barna samkvæmt lög- ræðislögum. Þeim ber að annast barn sitt og sýna því umhyggju og virðingu og gegna forsjár- og upp- eldisskyldum sínum svo sem best hentar hag barns og þörfum, eins og segir í barnalögum. En hver er staða barna þegar foreldrar þeirra geta ekki aflað tekna til að sjá fyrir þeim? Svar laganna er að barnabæt- ur, barnalífeyrir og meðlög eigi að standa undir að greiða fyrir þarfir þeirra. Ríkið greiðir barna- bætur til barnafjölskyldna. Sam- kvæmt samanburði BSRB á þróun verðlags og barnabóta sem fjallað var um í grein sem birtist á Vísi 11. desember, hefur kaupmáttur barnabóta lækkað um 22,5 prósent frá árinu 2007. Er á grunni þeirra upplýsinga hægt að halda því fram að ríkið sé eftir fremsta megni að tryggja að börn á Íslandi megi lifa og þroskast? Barnaheill – Save the Children á Íslandi skora á ríkisstjórn Íslands og þingheim allan að forgangsraða með hag barna fyrir brjósti við gerð fjárlaga ársins 2014. Réttarstaða fátækra barna á Íslandi RÉTTINDI BARNA Þóra Jónsdóttir lögfræðingur Barna- heilla– Save the Children á Íslandi ➜ Í Barnasáttmála Sam- einuðu þjóðanna sem nýverið hefur verið lögfestur á Íslandi, segir að aðildarríki skuli eftir fremsta megni tryggja að börn megi lifa og þroskast. ORKUMÁL Sif Konráðsdóttir lögfræðingur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.