Fréttablaðið - 20.12.2013, Side 28
20. desember 2013 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 28
H U G V E K J A
S T Y R K T A R F É L A G L A M A Ð R A O G F A T L A Ð R A
Sölutímabil 5. – 21. desember
Casa - Kringlunni og Skeifunni
Epal - Skeifunni, Hörpu og Leifsstöð
Gallerí i8 – Tryggvagötu
Hafnarborg - Hafnarfirði
Kokka - Laugavegi
Kraum - Aðalstræti og Garðatorgi
Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhúsinu
Líf og list - Smáralind
Módern - Hlíðarsmára
Þjóðminjasafnið - Suðurgötu
Around Iceland – Laugavegi
Blómaval - um allt land
Blóma- og gjafabúðin - Sauðárkróki
Póley - Vestmannaeyjum
Valrós - Akureyri
Netverslun - www.kaerleikskulan.is
Markmiðið með sölu Kærleikskúlunnar er að auðga líf fatlaðra
barna og ungmenna og rennur allur ágóði til starfs í þágu þeirra.
Mitt nafn er Jakob S. Jóns-
son og ég er leikstjóri og
leiðsögumaður. Ég legg það
ekki í vana minn að skrifa
opin bréf til þingmanna og
ríkisstjórnar. En nú bið ég
þingmenn og ráðherra að
gefa mér tvær mínútur, og
lesa þetta bréf – og aðrar
tvær til að hugleiða efni
þess. Fjórar mínútur alls.
Ok?
Að lokinni 2. umræðu
Alþingis um fjárlög 2014
er ljóst að skorin hafa verið niður
framlög til Kvikmyndasjóðs og
Kvikmyndaskóla Íslands. Auðvitað
ríkir skilningur á að niður þurfi að
skera til að ná hallalausum fjár-
lögum. En það er óskynsamlegt að
skera niður til þeirra málaflokka
sem hér um ræðir.
Skal hér rætt og rökstutt eitt af
mörgum sjónarhornum:
Öflugur Kvikmyndasjóður trygg-
ir að framleiðsla kvikmynda á sér
stað á Íslandi. Kvikmyndaskóli
Íslands tryggir að til sé fólk með
menntun og þekkingu til að fram-
leiða kvikmyndir.
Af hverju er það mikilvægt? Jú –
Ísland laðar að erlenda kvikmynda-
gerðarmenn, sem nýta landið sem
leiksvið og íslenska kvikmynda-
gerðarmenn til starfa. Íslendingar
endurgreiða erlendum kvikmynda-
framleiðendum 20% af greiddum
söluskatti þeirra hér, sem er hlið-
stætt endurgreiðslu af seldum
vörum í Fríhöfninni í Leifsstöð.
Endurgreiðslan hvetur erlenda
kvikmyndagerðarmenn til að koma
til Íslands og tekjur af kvikmynda-
gerð þeirra hér lenda í ríkissjóði,
okkur til gleði. En jafnan
verður ekki jákvæð nema
til komi annars vegar fram-
lag okkar í Kvikmyndasjóð
og hins vegar framlag til
Kvikmyndaskólans. Hvort
tveggja tryggir nefni-
lega að nauðsynleg þekk-
ing sé til staðar. Til að fá
milljarðana, þurfum við
að kosta til nokkrum millj-
ónum.
Ég hef starfað sem leið-
sögumaður í nokkur ár og
hitt þúsundir ferðamanna. Þeir
heillast af landi okkar, náttúru og
sögu. Erlendar myndir – James
Bond, Oblivion, Prometheus – eru
eins og gps-hnit í huga þeirra og
færa hið magnaða landslag Íslands
nær þeim. Og þá nær Íslandi.
Allir glaðir
Ein væntanleg mynd mun þó hafa
sérstöðu: The Secret Life of Walt-
er Mitty. Ef marka má kynningar-
myndbönd skapar myndin óvenju
sterka tilfinningu fyrir landi og
náttúru og talar til nýrrar kyn-
slóðar bíógesta.
Kynningarmynd um The Sec-
ret Life of Walter Mitty segir
frá hjálparstarfi á Filippseyjum.
Ótrúlegt, en satt. Mynd Bens Still-
ers fjallar um mann, sem lætur
drauma sína rætast – og hjálpar-
starf á Filippseyjum snýst um
sömu þrár og óskir.
Tengingin í huga kvikmynda-
áhorfandans verður því „Walter
Mitty – Ísland – hjálparstarf á
Filippseyjum – draumar rætast!“
Þetta er snilldarleg tenging, sem
við Íslendingar ættum að notfæra
okkur. Ekki síst í ferðaþjónustunni!
Hvernig? Jú, dæmi: Íslensk
ferðaþjónustufyrirtæki gætu
látið 100 krónur af hverjum seld-
um miða í Gullna hringinn renna
til svipaðrar þróunaraðstoðar og
kynningarband The Secret Life
of Walter Mitty sýnir. Og auglýsa
það. Þar með festir Ísland í sessi
ákveðna ímynd, sem tengist mann-
úð og þrá okkar manna til að láta
drauma rætast. Það er til þess fall-
ið að hvetja fólk út um allan heim
til að heimsækja Ísland. Af hverju?
Jú, hér rætast draumarnir!
En þá verða okkar ágætu alþing-
ismenn að gera þrennt fyrir 3.
umræðu um fjárlög:
■ tryggja óskert (helst aukið) fé til
Kvikmyndasjóðs,
■ tryggja óskert (helst aukið) fé til
Kvikmyndaskóla Íslands, og
■ tryggja (og helst auka) fé til þró-
unarhjálpar til móts við ferðaþjón-
ustuna.
Þar með skapast forsendur fyrir
fjölgun ferðamanna á Íslandi, sem
þýðir tekjuauka til kvikmynda-
gerðar, ferðaþjónustu og ríkis-
sjóðs. Allir glaðir!
Getur það betra orðið?
Þeirri spurningu geta þingmenn
svarað – í verki! Fyrir 3. umræðu
og lokaafgreiðslu fjárlaga.
Hér rætast draumarnir!
Fyrir nokkrum áratugum
bentu vísindamenn á að
reykingar valda lungna-
krabbameini og öðrum
alvarlegum fylgikvillum.
Þá réðu tóbaksframleið-
endur til sín áróðurs-
meistara til að sannfæra
almenning um að reyk-
ingar væru ekki skað-
legar.
Í dag benda vísinda-
menn á að brennsla jarð-
efnaeldsneytis, svo sem olíu,
veldur loftslagsbreytingum. Það
má líkja loftslagsbreytingum við
krabbamein sem leggst á heim-
inn. Aftur fer hagsmunaáróður
í gang. Nú til að gæta hagsmuna
olíuframleiðenda sem fengu til
sín áróðursmeistara, m.a. gamla
reynslubolta úr tóbaksáróðri til að
sannfæra almenning um að lofts-
lagsbreytingar og olíunotkun séu
í lagi.
Það reynist hins vegar æ erfið-
ara að leyna meininu því þess er
víða þegar farið að gæta og fleiri
einstaklingar hafa vaknað til vit-
undar um skaðleg áhrif loftslags-
breytinga.
Ísland var í fararbroddi varð-
andi bann við reykingum. Reyk-
ingabann gekk í gildi í íslensk-
um skólum árið 1996. Ég bjó þá í
útlöndum og man að þetta vakti
mikla athygli fjölmiðla og forvitni
almennings. Gagnrýni, hneykslan,
furðu og aðdáun. Mikið umtal og
fleiri áttuðu sig á samhengi milli
reykinga og skaðsemi þeirra og
vildu feta í fótspor Íslands – sem
var ítrekað tekið sem dæmi í fjöl-
miðlum. Nú sjá allir að reyking-
ar eru skaðlegar og þykir bannið
sjálfsagt. Þetta er að skara fram
úr.
Líkja má olíunotkun við reyk-
ingar og loftslagsbreytingum
af þeirra völdum má líkja við
krabbamein sem herjar á heim-
inn. Þá kemur að siðferðislegri
samviskuspurningu til
okkar Íslendinga: viljum
við vera olíuþjóð? Nokkrir
fjársterkir aðilar hvetja
Íslendinga til olíuleitar. Ef
við stígum það skref þá
samþykkjum við um leið
að að verða olíuþjóð. Hér
er gott að staldra við því
nú fáum við Íslendingar
aftur tækifæri til að skara
fram úr, vekja athygli
heimsins á skaðlegu sam-
hengi, stöðva það og um leið að
vekja athygli á Íslandi. Það er
tækifæri.
Tækifæri og áhrif þess að neita
að leita:
Skilaboð til heimsins. Með því að
neita að leita segjum við um leið
að okkur er ekki sama um heim-
inn sem við búum í. Við öxlum
ábyrgð og þess vegna neitum
við að leita. Slík skilaboð mundu
vekja heimsathygli. Í byrjun
væru eflaust einhverjir á móti –
rétt eins og með reykingarnar.
Þegar fleiri sjá samhengið milli
olíunotkunar og loftslagsbreyt-
inga mundi það gagnast Íslandi
á jákvæðan hátt að vera þekkt
fyrir að neita að leita. Til fram-
tíðar geta slík skilaboð skapað
virðingu á alþjóðlegum vettvangi
og í því felast óendanleg tæki-
færi.
Neyðarhjálp. Veljum við að vera
olíuþjóð þá samþykkjum við um
leið að auka áhrif loftslagsbreyt-
inga. Loftslagsbreytingar valda til
dæmis sterkari fellibyljum, öfgum
í veðurfari og öðrum náttúruham-
förum sem valda neyð. Viljum við
það? Mikilvægasta neyðarhjálp-
in nú á tímum er fyrirbyggjandi,
minnka áhrif loftslagsbreytinga
og um leið líkur á slíkri neyð. Hér
höfum við tækifæri til að standa
okkur.
Hreinleiki íslenskra orkugjafa
– olía úr tísku. Til að draga úr
mengun og um leið áhrifum lofts-
lagsbreytinga er nú leitað logandi
ljósi að umhverfisvænni orkugjöf-
um. Með því að neita að leita gefst
Íslendingum frábært tækifæri til
að vekja heimsathygli á hreinleika
íslenskra orkugjafa. Olía er að fara
úr tísku og er þá ekki efnahagsleg-
ur ávinningur olíuvinnslu orðin
spurning?
Íslenskt vinsælt – með allt á tæru.
Vegna loftslagsbreytinga hafa
þjóðir heims skrifað undir yfir-
lýsingar þess efnis að draga úr
losun gróðurhúsalofttegunda og
þá um leið minnka brennslu jarð-
efnaeldsneytis. Í framtíðinni má
jafnvel búast við að alþjóðasamfé-
lagið beiti þrýstingi, t.d. viðskipta-
þvingunum, til að ná settu marki.
Slíkt gæti haft alvarlegar afleið-
ingar fyrir efnahagslíf okkar. Við
erum vön því að íslenskt sé vin-
sælt, s.s. sjávar- og landbúnaðaraf-
urðir, hönnun, tónlist, tölvuleikir,
hestar, hátíðir, ferðir, hugvit o.fl.
Við höfum öll hagsmuna að gæta
– hugsum dæmið til enda. Stoltið
okkar, lambakjötið, fiskurinn, tón-
listin, hesturinn, vatnið – þannig
mætti lengi telja – allt birtist þetta
kaupandanum hreinna og tærara
komandi frá landi sem neitar að
leita.
Ímynd. Hver erum við? Hver vilj-
um við vera? Ímynd er dýrmæt.
Að neita að leita gefur Íslandi stór-
merka og jákvæða ímynd til fram-
tíðar. Þorum að skara fram úr.
Tækifæri á Norðurslóðum
- neita að leita
- arðbærast til framtíðar
KVIKMYNDIR
Jakob S.
Jónsson
leikstjóri/leiðsögu-
maður
ORKUMÁL
Bergljót Rist
sjálfstæður atvinnu-
rekandi
➜ Neyðarhjálp. Veljum við
að vera olíuþjóð þá sam-
þykkjum við um leið að
auka áhrif loftslagsbreyt-
inga. Loftslagsbreytingar
valda til dæmis sterkari
fellibyljum, öfgum í veður-
fari og öðrum náttúruham-
förum sem valda neyð.
Viljum við það?
➜ Tengingin í huga kvik-
myndaáhorfandans verður
því „Walter Mitty – Ísland –
hjálparstarf á Filippseyjum
– draumar rætast!“ Þetta
er snilldarleg tenging, sem
við Íslendingar ættum að
notfæra okkur.
Slagorðin um krónuna
Orða má sannleikann misjafnt og ná aðeins hluta
hans í hverju tilviki. Segja má, að krónan hafi bjargað
þjóðarbúinu frá hruni. Einnig segja, að hruninu hafi verið
velt yfir á almenning með gengishruni krónunnar. Hún er
í senn hluti af vanda og hluti af lausn.
Á Írlandi var ekki hægt að velta kreppunni yfir á al-
menning, því evran lætur ekki rokka sér. Leiðir Íslendinga
og Íra frá hruninu voru misjafnar, en leiddu báðar til nýs
misvægis.
Við sitjum uppi með misþróun launa og skulda, sem kallað er for-
sendubrestur. Írar sitja uppi með önnur vandamál. Einföld slagorð um
krónuna leysa engan ágreining.
http://www.jonas.is/
Jónas Kristjánsson
AF NETINU