Fréttablaðið - 20.12.2013, Page 32

Fréttablaðið - 20.12.2013, Page 32
20. desember 2013 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 32 Kjóll kr. 11.990. Lýst er eftir manni. Eða konu, það skiptir ekki máli. Ég lýsi eftir menn- ingarsinnuðum hægri- manni. Nú er ég ekki að tala til vinstrimanna held- ur er auglýsingunni beint til hægrimanna og ég er ekki að gantast með að menningarsinnaði hægri- maðurinn sé ekki til. Málið er að ég hef sáralítið orðið var við manninn að undan- förnu og sakna hans. Hann þarf að vera allavega undir sextugu, kunna að meta bókmenntir, tónlist, myndlist og leiklist og hafa póli- tíska trú á því að flokkurinn sem hann tilheyrir, Sjálfstæðisflokkur eða Framsóknarflokkur, geti sótt þangað gildi og innblástur, í allra minnsta lagi til þess að skreyta sig með á tyllidögum. Síðast sást til mannsins á árun- um fyrir hrun. Síðan hefur lítið til hans spurst og enn minna heyrst. Hinn týndi hefur skáld eins og Matthías Johannessen í metum en forsmáir ekki höfunda vegna stjórnmálaskoðana, enda lítur hann á skoðanafrelsi sem grunn- stoð vestrænna gilda. Honum þykir sem oftar mættu hægri- menn njóta sannmælis í sam- félagsumræðu og ekki síst í skáld- skap, því hann trúir á eilífðina. Hann er aðdáandi Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands og á stórt bókasafn. Hann aðhyllist gamaldags mann- úðarstefnu og hefur skilyrðislausa óbeit á rasisma og öðrum haturs- stefnum. Hann er hófsamur í skoð- unum, hæverskur og orðvar og hefur óbeit á upphrópunum. Senni- lega er hann í þjóðkirkjunni. Hann hlustar á Rás 1 og harmar af heil- um hug uppsagnirnar á Ríkisút- varpinu sem hann lítur á sem árás á eina af grunnstoðum íslenskrar menningar. Hann eða hún kann mjög illa við allan smásálarhátt og nánas- arskap. Það er klassi yfir þessari manneskju. Aurasálir þykja henni auvirðilegar. Ekkert getur hún hugsað sér lítilmót- legra en sparða tíning. Hún setur manngildi ofar auð- gildi og tekur það alvar- lega. Endurreisn íslenskrar menningar í sjálfstæðis- baráttunni finnst henni mögnuð, þar var svo sann- arlega reisn, hugsar hún. Henni er slétt sama um sölutölur og skammast sín ekki fyrir snobb sitt, raun- verulega virðingu fyrir raunveru- legum gildum og raunverulegum kúltúr. Á hverju ári hlustar hún undrandi á umræðuna um lista- mannalaun, heyrir samflokksmenn sína punda á rithöfunda sem búi í miðbænum og séu afætur. Síðan hlustar hún á svör vinstrimanna um að hagræn áhrif listarinnar séu slík að allt fé til þeirra skili sér margfalt til baka. Vafalaust rétt, hugsar týndi hægrimaðurinn með sér, en þó skyldi ekki gleyma raun- verulegu gildi listarinnar þegar leitað er raka og réttlætinga fyrir tilvist hennar. Af hverju tala menn ekki um innihald? Ekkert heyrist í menningarlega hægrinu Hægrimaðurinn lítur ekki svo á að heilbrigðiskerfi og menning séu náttúrulegar andstæður, frem- ur en heilbrigðiskerfi og eitthvað annað. Honum þykir niðurskurður ríkisstjórnarinnar til menningar- mála hæpinn sparnaður og vafa- söm sú þróun að auður safnist á fárra hendur meðan heilbrigðis- kerfið drattist niður, það var ekki hans hugmynd þegar hann gerðist íhaldsmaður. Honum þykir sorgleg þróun að hægrimenn eru hættir að taka til máls um menningu öðru- vísi en til að hæðast að henni af peningaástæðum eins og kúltúr- lausir nurlarar. Ekkert heyrist í menningar- lega hægrinu. Það heyrist bara í einhverjum bæjarstjóra í Vest- mannaeyjum, þeim annars merka menningarstað, í Vigdísi Hauks- dóttur, í sólbrúnum lögfræðingum og athugasemdaskrifurum á net- inu sem eru einhuga um að hatast við alla menningu, hægristefna sé menntahatur. Rökin eru alltaf þau sömu, peningamælikvarðinn, hægrimaður dagsins í dag lætur sig hafa þá smæð að margtelja smáaurana sem til lista renna. Hann er sífellt eitthvað að reikna, aldrei að hugsa, og hefur ekki einu sinni skynsamlega afstöðu til valda, því það er gömul saga og ný að hlutdeild í menningu er einhver árangursríkasta aðferðin við að festa völd í sessi og veita þeim áru lögmætis. Nýja hægrið virðist ekki trúa á nokkurn skap- aðan hlut nema peninga. Það notar hvert tækifæri til að fjargviðr- ast út í listamenn og byrjar strax og einhver úr þess röðum lætur gera skoðanakönnun sem sýnir að landsmenn séu andsnúnir listum. Nú er ég ekki hægrimaður né reyndar í neinum stjórnmála- flokki. En ég held að það séu til nýjar kynslóðir af menningarlegu hægri. Ég held að manneskjan sem ég auglýsi eftir sé til en þegi þunnu hljóði. Ég held að þótt hún þegi sárni henni mjög að láta háværa samflokksmenn sína tjá fyrir sig hatursfullar skoðanir á menningu eins og um almenna stefnu sé að ræða. Ég lýsi eftir manni, ég bið hann um að fara að tjá sig. Því það er verið að hafa hann að erkifífli. Lýst er eftir manni Þann 21. mars 2013 sam- þykkti Alþingi Íslendinga, með öllum atkvæðum nema einu, ályktun um alþjóðlega þróunarsam- vinnu Íslands 2013-2016. Í upphafsorðum þessarar ályktunar segir m.a.: „Markmið Íslendinga með alþjóðlegri þróunar- samvinnu sé að leggja íslensk lóð á vogarskálar baráttunnar gegn fátækt og fyrir bættum lífskjör- um í fátækustu hlutum heims. Með virkri þátt- töku á þessu sviði leitist Ísland við að uppfylla pólitískar og siðferðislegar skyldur sínar sem ábyrg þjóð í samfélagi þjóð- anna. Alþjóðleg þróunarsamvinna sé ein af meginstoðum íslenskrar utanríkisstefnu. Slegið er föstu að barátta gegn fátækt, félagslegu ranglæti, mis- skiptingu lífsgæða og hungri í heiminum sé áfram þungamiðja í stefnu Íslands á sviði alþjóðlegr- ar þróunarsamvinnu. Jafnframt verði lögð rík áhersla á mannrétt- indi, jafnrétti kynjanna, réttindi barna, frið og öryggi. Íslensk þróunarsamvinna end- urspegli þannig þau gildi sem íslenskt samfélag stendur fyrir, virðingu fyrir lýðræði og mann- réttindum, fjölbreytni mann- lífs, umburðarlyndi, réttlæti og samstöðu. Í ljósi þessa verði lögð áhersla á.“ Í aðdraganda jólahátíðar sam- þykkti Alþingi mikinn niðurskurð fjárveitinga til þróunarsamvinnu 2014. Í stað þeirra 4.332. milljóna króna sem ályktun Alþingis frá því í mars 2013 gerði ráð fyrir, samþykkti meirihluti þingmanna að framlag til þróunarsamvinnu verði 3.544 milljónir króna, sem er lækkun um 788 milljónir. Þar af verði framlag til Þróunarsam- vinnustofnunar ekki 1.982 milljón- ir króna, eins og fyrirhugað var, heldur 1.593 milljónir króna, sem er lækkun um 389 milljónir. Mikið fé Þetta er mikið fé, sérstaklega í Afríku þar sem unnt er að fram- kvæma mun meira fyrir tiltekna upphæð en í vest- rænum ríkjum. Þessi niðurskurð- ur mun því leiða til þess að marg- vísleg verkefni í heilsugæslu og til menntunar ungmenna eða til drykkjarvatnsöflunar og jarðhita- verkefna ná ekki fram að ganga, þrátt fyrir loforð íslenskra stjórn- valda í þessum efnum. Hvernig má það vera að jafn auðug þjóð og Íslendingar, með landsframleiðslu upp á 42 þúsund USD á mann, telur óhjákvæmi- legt að skera svo harkalega niður stuðning sinn við þjóð eins og Malaví, sem er með landsfram- leiðslu upp á um 400 USD á mann, eða um 1% af landsframleiðslu Íslendinga? Hefur orðið annað hrun? Hafa orðið stórkostlegar náttúruham- farir, t.d. gos í Kötlu, sem lagt hafa landið í auðn? Nei, slíku er víst ekki til að dreifa. Hvað með alþingismenn, sem áttu loka- ákvörðunina í þessu máli? Hafa þeir alveg gleymt einróma sam- þykkt Alþingis frá síðasta vetri? Eða hafa nýkjörnir alþingismenn að stórum hluta allt aðra sýn í málefnum þróunarsamvinnu en forverar þeirra á þingi? Fróðlegt væri að heyra meira frá þeim sjálfum um þetta mál. Ef þessi afgreiðsla Alþingis á málefnum þróunarsamvinnu er til marks um það sem koma skal, þá virðast ekki efni til að vænta mikils af nýkjörnum alþingis- mönnum í málum eins og „baráttu gegn fátækt, félagslegu ranglæti, misskiptingu lífsgæða og hungri í heiminum“. Þróunarsamvinna Íslendinga Listin er ekki köku- skraut. Hún er lyftiduft. Að skera niður til menn- ingar og lista er eins og að hætta að borga raf- magnsreikninginn en halda áskriftinni að Stöð 2. Menningin er undir- staðan. Hjarta þjóðar- líkamans. Án hjartans, ekkert líf. Ríkisstyrkt list er þyrnir í augum margra á þeim forsendum að ekki sé þörf fyrir það sem ekki stend- ur undir sér. Listir eru dýrar í framleiðslu og á fárra færi að kaupa þær á raunvirði. Segjum til dæmis bækur. Bóksala sýnir að stór hluti þjóðarinnar telur að þörf sé á nýjum, íslenskum bók- menntum. Útgáfa einnar bókar skapar fjölda afleiddra starfa og virðisauka. Sama gildir um aðrar listgreinar. Vandamálið er að listamaðurinn sjálfur ber svo lítið úr býtum. Þess vegna hefur verið komið á því kerfi að hafa hverju sinni nokkra sjálfstætt starfandi embættismenn sem sjá okkur fyrir listum. Ég held að þeir sem þiggja listamannalaun geri síst minna gagn en aðrir ríkisstarfsmenn. Íslensk list er spegill fyrir Íslendinga. Það segir mér margt um sjálfa mig og þjóð mína að horfa á nýtt, íslensk leikrit. Það segir mér meira um sjálfa mig og þjóð mína að horfa á sígildan harmleik í nýrri, íslenskri upp- setningu heldur en að hlusta á eldhúsdagsumræður. Klass- ík er ekki sett upp til að fræða okkur um forna tíma heldur til að sýna okkur gömul gildi í nútímanum. List- in er spegill nútíðar og vegvísir til framtíðar. Listin er ekki það sem var, varla það sem er, heldur það sem verður. Listin er skrefi á undan, þess vegna er oft erfitt að skilja hana. Sköpunarkraftur er sterkt afl, það getum við til dæmis séð í börnum. Listnám snýst um að virkja sköp- unarkraftinn, eignast sýn á sjálf- an sig og samfélagið og þjálfa aðferðir til að klæða hugmyndir í búning. Listnemar þurfa að til- einka sér gríðarlegan sjálfsaga, sjálfsþekkingu og samvinnu- hæfni. Kennsluaðferðir lista- skóla hafa löngum þótt einkenni- legar í öðrum skólum en eru nú að ryðja sér til rúms í allri menntun. Enn og aftur er listin í fararbroddi. Lífríki menningarinnar Eitt sinn var reynt að eitra fyrir mýflugur við stöðuvatn. Flugurnar hurfu vissulega en í kjölfarið visnaði vistkerfið allt. Menningin er lífríki. Ef eitrað er fyrir Sinfóníuhljómsveitina deyr dægurtónlistin. Í ríkis- reknum hámenningarstofnunum býr nefnilega þekking sem nærir grasrótina. Við höfum þörf fyrir hágróður jafnt sem lággróður í vistkerfi menningarinnar líkt og í vistkerfi stjórnmálanna þar sem miðstjórnarmaðurinn, ráð- herrann og barnið sem ber út bæklingana eru líffæri í sama pólitíska líkamanum. Það gæti samt verið áhugaverð tilraun að skera niður það sem Íslendingar eru þekktastir fyrir. Hætta að „halda uppi“ menn- ingu og listum. Ég held að annað tveggja myndi gerast: Að þeir sem ekki flyttu til Noregs dæju úr leiðindum – eða að sköpunar- þörf fólks fyndi sér annan far- veg. Kannski færu listamenn í auknum mæli að hafa bein áhrif á samfélagið í stað þeirra óbeinu. Reyndar er listin víða að fær- ast yfir í pólitíska gjörninga af margvíslegum toga. Ég sé fyrir mér sinfóníuna setjast á þing og Íslenska dansflokkinn skipa ríkisstjórn. Grínistarnir mega alveg eiga sveitarstjórnarmálin. Við eigum afburða listafólk sem kann að vinna saman að verk- efnum sem þarf að leysa. Eflum íslenskt listafólk til að vinna þá vinnu sem það er best í – að vera þjóðarspegill innanlands og skapa orðspor erlendis. Sinfóníuhljómsveitin settist á þing. Íslenski dansflokkurinn skipaði ríkisstjórn. Grínistarnir tækju alveg yfir sveitarstjórnar- málin. Sirkusinn í Vatnsmýrinni flyttist á Álftanes. Hmm, ekki svo vitlaus hugmynd. Þetta fólk hefur alla vega lært að vinna náið saman. 320 þúsund manna þjóð getur og verður ÞRÓUNARSAM- VINNA Ólafur Karvel Pálsson fi skifræðingur og starfaði á vegum ÞSSÍ í Malaví 1997- 1999 ➜ Eða hafa nýkjörnir alþingismenn að stórum hluta allt aðra sýn í málefnum þróunarsamvinnu en forverar þeirra á þingi? Fróðlegt væri að heyra meira frá þeim sjálfum um þetta mál. MENNING Hermann Stefánsson rithöfundur ➜ Hann eða hún kann mjög illa við allan smásálar- hátt og nánasarskap. Það er klassi yfi r þessari mann- eskju. Aurasálir þykja henni auvirðilegar. Ekkert getur hún hugsað sér lítilmótlegra en sparðatíning. Hún setur manngildi ofar auðgildi og tekur það alvarlega. MENNING Björg Árnadóttir félagi í Reykjavíkur Akademíunni ➜ Menningin er lífríki. Ef eitrað er fyrir Sinfóníu- hljómsveitina deyr dægur- tónlistin. Í ríkisreknum hámenningarstofnunum býr nefnilega þekking sem nærir grasrótina.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.