Fréttablaðið - 20.12.2013, Side 37

Fréttablaðið - 20.12.2013, Side 37
BUBBI OG JÓLIN Bubbi Morthens verður með þrenna Þorláksmessutónleika þetta árið eins og í fyrra. Hann byrjaði á Akranesi í gær, verður á Akureyri annað kvöld og í Eldborgarsal Hörpu á Þorláksmessu. Þetta er í 29. skiptið sem Bubbi er með Þorláksmessutónleika og hafa þeir alltaf verið vel sóttir. HÁTÍÐARFUGL Ljúffeng lerkisveppasósa ásamt góðu grænmeti skipar stóran sess í rétti vikunnar frá Holta. MYND/GVA Matreiðslumaðurinn Úlfar Finn-björnsson sér um sjónvarps-þáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar eldar hann ljúffenga rétti úr Holta- kjúklingi fyrir áhorfendur. Hér færir Úlfar okkur apríkósugljáðan léttreyktan hátíð- arfugl með lerkisveppasósu. Hægt er að fylgjast með Úlfari elda þessa girnilegu máltíð í kvöld klukkan 21.30 á sjónvarps- stöðinni ÍNN. Þættirnir verða svo endur- sýndir yfir helgina. Einnig er hægt að horfa á þá á heimasíðu ÍNN, inntv.is. ELDAÐ MEÐ HOLTA HOLTA KYNNIR Úlfar Finnbjörnsson er einn færasti kokkur landsins. Hann sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar fáum við að fylgjast með honum elda ljúffenga kjúklingarétti úr Holta-kjúklingi. FYRIR 4-6 1 léttreyktur hátíðarfugl, u.þ.b. 2,5 kg 3 msk. apríkósusulta 2 dl hvítvín 2 msk. apríkósusulta Setjið fuglinn í steikar- pott ásamt 3 msk. af apríkósusultu og hvít- víni. Leggið lokið á og færið í 160°C heitan ofn í 1,5 klst. Takið þá lokið af steikarpottinum og penslið fuglinn með 2 msk. af apríkósusultunni. Bakið í 10 mínútur í við- bót eða þar til kjarnhiti sýnir 70°C. LERKISVEPPASÓSA 2 msk. olía 1 askja sveppir í bátum 15 g þurrkaðir lerkisveppir, t.d. frá Holt og heiðar, lagðir í volgt vatn í 20 mínútur 1 dl brandí 2 dl púrtvín 2 dl sveppavatnið 1 msk. nautakjötkraftur 2,5 dl rjómi Sósujafnari Salt og nýmalaður pipar Hitið olíu í potti og steikið sveppina í 2 mín- útur. Kreistið þá vatnið af villisveppunum og geymið. Bætið þá villisvepp- unum í pottinn og steikið í 1 mín- útu. Þá er púrt- víni og brandíi bætt í pottinn og soðið niður í síróp. Hellið sveppavatninu í pottinn ásamt rjóma og sjóðið í 2 mínútur. Þykkið sósuna með sósujafnara og smakkið til með salti og pipar og nautakjötkrafti. Berið fuglinn fram með sósunni og t.d. sætri kartöflumús, gljáðum gulrótum, rósakáli og trönuberjasultu. APRÍKÓSUGLJÁÐUR LÉTTREYKTUR HÁTÍÐARFUGL MEÐ LERKISVEPPASÓSU JÓLAMATUR Léttreyktur hátíðarfugl er góður kostur yfir jólahátíðina. MYND/GVA ÚTSALA 40-70% AFSLÁTTUR AF NÝJUM VÖRUM Friendtex.is • Praxis.is Bonito ehf. | Friendtex | Faxafen 10 | 108 Reykjavík | Sími 568 2870 Opið mánudag - föstudag 11:00-18:00, lau. 21. des. kl. 11.00-18.00, sun. 22. des. kl. 12.00-18.00 Afgreiðslutími fram að jólum: Skipholti 29b • S. 551 0770 Laugardagur 21.des. Opið:12:00 – 17:00 Sunnudagur 22.des. Opið:12:00 – 15:00 Þorláksmessa 23.des. Opið:11:00 – 20:00 Aðfangadagur 24.des. Lokað Gleðileg jól og farsælt komandi nýtt ár. Þökkum fyrir veittan hlýhug og viðskiptin á árinu. Vertu vinur okkar á facebook www.facebook.com/Parisartizkan.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.