Fréttablaðið - 20.12.2013, Qupperneq 40
FÓLK|| FÓ K | HELGIN4
GAMAN Haraldur Marinó, 4 ára, og Andri Marinó, 14 mánaða, voru hugfangnir á
Jólahátíð Skoppu og Skrítlu og fengu mynd af sér á eftir með þeim stöllum.
Jólasveinninn er ekki langt undan og óvæntir gestir koma í heimsókn.
Sýning fer fram á Nýja-sviði Borgarleikhússins í dag og á morgun
klukkan 13, 14.30 og 16.
Höfundur verksins er Hrefna Hallgrímsdóttir, leikstjóri er Þórhallur
Sigurðsson en leikarar eru þau Linda Ásgeirsdóttir, Hrefna Hallgríms-
dóttir, Vigdís Gunnarsdóttir og Viktor Már Bjarnason en auk þess
koma fram fimleikastúlkur og ungar ballerínur auk annarra barna.
Skoppa og Skrítla ná einstaklega vel til barna í þessari sýningu en
foreldrarnir eru ekki síður agndofa. Þannig sagði eitt foreldri að þarna
tækist að sýna börnum töfra leikhússins í fallegri umgjörð. Börnin eru
agndofa yfir ýmsum brellum eins og þegar kviknar á jólatré einungis
með því að pota í það. Í sýningunni eru dansandi dádýr, svífandi
stjörnur, englar og nýfallinn snjór. Sýningin hentar börnum allt niður
í níu mánaða.
Skoppa og Skrítla taka á móti börnum og ræða við þau fyrir og eftir
sýningu. Einnig er hægt að fá mynd af sér með þeim. Sýningin verður
í gangi í Borgarleikhúsinu til áramóta.
TÖFRAHEIMUR
SKOPPU OG SKRÍTLU
Skoppa og Skrítla laða þessa dagana börn á öllum
aldri til sín á jólahátíð. Börnin eru dolfallin að sjá
þær vinkonur í hátíðarskapi.
Nú krossum við bara fingur og vonum að veðr-ið verði gott. Við vorum svo heppin með veðrið í fyrra,“ segir Elín H. Gísladóttir, for-
stöðumaður Sundlaugarinnar á Akureyri, þar sem
hún leggur lokahönd á Kertakvöld á laugarsvæðinu
fyrir kvöldið. Kveikt verður á útikertum um allt
svæðið, ljósin deyfð og ljúf jólatónlist verður leikin
í hljóðkerfinu.
„Við höfum verið að frysta ískristalla undanfarna
daga til að setja utan um kertin sem vörn, en svo
fór reyndar að hlána svo þetta er að verða mjög
spennandi. Það eru margir óvissuþættir sem þurfa
að ganga upp,“ segir hún hlæjandi.
„Kertakvöldið hefst klukkan 17 svo fólk geti
komist með börnin með sér og leyft þeim að njóta
kvöldsins líka. Við dimmum ljósin í klefunum og
kveikjum á kertum þar. Svo bjóðum við öllum upp á
kökur og kaffi og spilum jólalög. Þetta tókst frábær-
lega vel í fyrra og fólk fór héðan alsælt eftir nota-
lega stund,“ segir Elín og bætir við að jólastressið
líði úr fólki um leið í laugunum.
„Kertakvöldið er til þess gert. Við hvetjum auð-
vitað alla til að passa vel upp á börnin og hvert ann-
að, þar sem við höfum minni lýsingu á svæðinu en
annars og varlega þarf að fara kringum útikertin.“
Er kertakvöldið jafnvel orðið að árvissum við-
burði í sundlaugunum?
„Það gæti bara vel verið. Við vorum allavega
margspurð að því í fyrra hvort kertakvöldið yrði
ekki örugglega aftur að ári, en það er auðvitað
margt sem þarf að ganga upp, til dæmis veðrið.
Við vorum einnig með Kósýkvöld í lauginni í febrú-
ar. Þá tók Purity Herbs þátt og bauð
upp á vörur í klefunum sem gestir gátu gengið
í. Eins fengum við nuddara sem nudduðu axlir
gesta. Fólk hefur verið mjög hamingjusamt með
þessi uppátæki okkar og vonandi verður þetta að
árlegum viðburði.“
LOSAÐ UM JÓLASTRESSIÐ Í SUNDI
SAMVERUSTUND Í SUNDI Kertakvöld verður haldið í Sundlaug Akureyrar í kvöld. Sundlaugargestir geta slakað á í laugunum við
kertaljós og ljúf jólalög. Kertakvöldið var fyrst haldið í fyrra og sló í gegn. Líklega er það orðið að árlegum viðburði.
SAMVERUSTUND Kertakvöldið hefst klukkan 17 í dag svo fjölskyldan geti átt notalega
stund saman.
EKKERT STRESS Jólastressið líður úr sundlaugargestum á Kertakvöldi. Kertakvöld í Sundlaug Akureyrar er nú haldið í annað sinn en það tókst með eindæmum vel í fyrra.