Fréttablaðið - 20.12.2013, Side 42

Fréttablaðið - 20.12.2013, Side 42
FRÉTTABLAÐIÐ Jólastemning. Jólagjöfin. Tónlist. Hafrún Alda Karlsdóttir. Ilmur. Heimili. Dagatal og kökugotterí. Helgarmaturinn og Spjörunum Úr. 2 • LÍFIÐ 20. DESEMBER 2013 HVERJIR HVAR? Umsjón blaðsins Marín Manda Magnúsdóttir marinmanda@frettabladid.is Umsjón Lífsins á Vísir.is Ellý Ármanns elly@365.is Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Helgi Ómarsson Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Lífið Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 www.visir.is/lifid Lífi ð Hamingja, fólk og annað frábært Sjá fleiri myndir á JÓLAKJÓLAR Í FLASH 20% afsláttur til jóla Þórunn Hulda Vigfúsdóttir förðunarfræðingur. Í ár ákvað ég að hafa smá gamaldags fíl- ing og nota kúlur í ýmsum litum, t.d. gull og brúnt, með blúnd- um. Ég hef aldrei verið að festa mig í einhverju ákveðnu þema, fjölskyldunni til mikillar ánægju. Á þriðja í aðventu keyptum við jólatré og spennan var svo mikil hjá dætr- um mínum að við ákváðum að skreyta snemma í ár. Þessi yndislegi jólatími er alltof stuttur svo til hvers þá að vera að bíða. Að skreyta tréð er mikil athöfn hér á heimilinu og dætur mínar taka virk- an þátt. Þá fáum við okkur eitthvað gotterí og hlustum á jólalög með Baggalút. Eva Sæland starfar hjá Kronbykronkron. B örnin mín eru fædd erlendis og fórum við ávallt til Íslands yfir hátíðarnar. Ef við hefðum haldið okkur við þær hefðir sem ég ólst upp við sem barn þá hefðum við aldrei skreytt tréð né heimilið okkar úti. Ég tók því upp á því að skreyta snemma svo að börnin upplifðu jólastemninguna heima hjá sér, ekki bara á flakki milli ættingja á Íslandi. Þemað í ár er rautt og hvítt því það er svo jóla- legt. Ég keypti fyrsta skrautið á tréð í þeim litum fyrir nokkrum árum og hef haldið mig við það. Yfirleitt bætast nokkrar nýjar kúlur í safn- ið á hverju ári. Ég setti ljósaseríuna á en börn- in allt annað skraut. Hingað til hef ég svo þurft að „laga“ eftir þau en í ár skreyttu þau af mikilli lyst og mamman ansi ánægð með árangurinn.“ JÓLIN SVONA SKREYTI ÉG Í ÁR Flestir halda í þá hefð að skreyta jólatréð á Þorláksmessu en sumir geta alls ekki beðið. Þ etta er í fyrsta sinn sem við flestöll tökum þátt í svona uppákomu en við viljum gjarnan hitta sem flesta lesend- ur okkar á markaðnum,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir, tískubloggari og annar eigandi Trendnet.is. Bloggarar síðunnar halda fata- og vörumarkað á Kexi hosteli á morgun, laugardag milli kl. 12-18 og boðið verður upp á jóladrykki og snarl. „Þetta verður sannköll- uð jólagleði og það verður eitthvað í boði fyrir alla. Við sem búum erlendis komum heim með ansi mikla yfirvigt því við vorum að losa um í fataskápunum. Svo verður Theódóra að selja nýju hárbókina sína, Hilrag verður með svokallaða Einveru PopUp verslun og Svana vöruhönnuður verður með fullt af fallegum heimilismunum,“ útskýrir Elísabet. Trendnet.is sameinar nokkra af helstu lífs- stíls-, tísku- og hönnunarbloggurum landsins undir einum hatti en það eru þau Elísabet Gunnarsdóttir, Helgi Ómarsson, Theodóra Mjöll, Ása Regins, Erna Hrund Her- mannsdóttir, Svana Lovísa, Þórhildur Þorkels- dóttir, Andrea Röfn, Pattra Sriyanonge, Hild- ur Ragnarsdóttir og Karen Lind. Á markaðnum kennir ýmissa grasa en þar munu meðal ann- ars tveir lukkulegir lesendur taka við jólagjafa- bréfi frá Icelandair. Dregið verður úr Trend- net-jólapottinum í dag. „Það er svo gaman að gleðja og við vonum að fólk kíki á okkur á rölt- inu í miðbænum.“ segir Elísabet glöð í bragði. TÍSKA TRENTNET GLEÐI Á KEX Landsþekktir bloggarar halda jólalegan fata-og vörumarkað á Kexi hosteli á laugardag- inn milli kl. 12 og 18 en þar er að fi nna eitthvað fyrir alla. Andrea Röfn, Theodóra Mjöll og Elísabet Gunnarsdóttir Trend- net-bloggarar. MYND/STEFÁN Ásta Sveinsdóttir meðeigandi Roadhouse og suZushii. V ið ákváðum að skreyta tréð mjög snemma í ár vegna þess að við eyðum jólunum í Vestmannaeyjum þetta árið. Við erum með fallegt hvítt tré en ég dáðist alltaf að gulltrénu sem amma og afi áttu þegar ég var lítil en ég fann ekki gulltré. Skrautinu höfum við sankað að okkur undanfarin ár eftir að ég hóf búskap. Postulín geisur, hnetubrjótar, hreindýr, postulín-svepp- ir, gler og flauelskúlur í mismunandi litum. Við vildum hafa svolítið af andstæðum og því er þetta svolítið skipulagt kaós-þema. Dóttir mín hjálpaði mér að skreyta á meðan við hlustuð- um á James Last Christmas Album. Hún kast- aði síðan litlum stjörnum sem festast á trénu líkt og ég gerði sem lítil stelpa. Það var margt um manninn á Kalda bar á þriðjudaginn síðast- liðinn og margir sem fengu sér bjór eftir jólagjafainnkaupin. Þar voru meðal annars í miklu stuði Erna Bergmann, Hulda Hall- dóra Tryggvadóttir og Ellen Loftsdóttir, en þær starfa allar sem stílistar. Sú síð- astnefnda býr og starfar í Danmörku. Á Ölstofunni síðar um kvöldið mátti sjá Ásdísi Rán skarta nýju klippingunni og Vilhelm Anton Jónsson, útvarps- mann og höfund, betur þekktan sem Villa nagl- bít, í góðu yfirlæti.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.