Fréttablaðið - 20.12.2013, Side 46

Fréttablaðið - 20.12.2013, Side 46
FRÉTTABLAÐIÐ Tónlist. Hafrún Alda Karlsdóttir. Ilmur. Heimili. Dagatal og kökugotterí. Helgarmaturinn og Spjörunum Úr. 6 • LÍFIÐ 20. DESEMBER 2013 Í sland hefur verið vinsæll viðkomustaður meðal stjarnanna undanfarin ár, hvort sem er innan kvikmynda- eða tónlistar- iðnaðarins og færist það enn í aukana. Nú hafa pólskar stjörnur einnig kom- ist á bragðið en milli jóla og nýárs er von á tónlistartvíeyki til landsins sem hyggst taka upp tónlistarmyndband fyrir verk- efnið „1000 places“. Söngkonan Ada Szulc og Dj Adamus eru dúett sem njóta gífur- legra vinsælda í Póllandi um þessar mund- ir. Szulc vann X-Faktorkeppnina í Póllandi en hefur einnig sungið inn á pólskar kvik- myndir og pólska Disney-framleiðslu. Dj Adamus er best þekktur fyrir danstónlist sína en hann hefur samið tónlist síðastliðin tíu ár fyrir sjónvarp, leikhús og kvikmynd- ir. Lífið ræddi við Dj Adamus um væntan- lega heimsókn. Segðu örlítið frá verkefninu „1000 plac es“ eða 1000 staðir. „Hugmyndin að verkefninu tengist ósk okkar um að heimsækja þúsund staði áður en við deyjum. Forsendan fyrir verkefninu er ekki aðeins tengd tón- listinni heldur einnig sjónrænni upplif- un og þess vegna viljum við ferðast með tónlist okkar á áhugaverða og ótrúlega staði. Tónlistin er að vissu leyti innblás- in af þeim stöðum sem sýndir eru í mynd- böndunum en sem dúett eru persónuleik- ar okkar og tónlistarbakgrunnur mismun- andi.“ Um hvað fjallar lagið í myndbandinu sem tekið verður upp hér á landi? „Titill pólsku útgáfunnar er „Allt eða ekk- ert“ og lýsir því örlítið að stundum miss- um við eitthvað allt of hratt. Stundum erum við of blind til að sjá smáu hlutina í kringum okkur og svo þegar við missum þá er of seint í rassinn gripið. Lagið minn- ir okkur á að gera eitthvað mikilvægt á hverjum degi þrátt fyrir að það sé lítið, því tíminn hleypur frá okkur öllum. Enska útgáfan heitir Ocean og hefur annan texta. Hann tengist meira Íslandi og fegurð landsins. Þetta eru í raun tvö sjálfstæð verk.“ Hvenær er nýja platan væntanleg? „Platan kom út 11. nóvember í Póllandi en við erum einnig að gera enska útgáfu af öllum lögunum og myndbönd á tveimur tungumálum svo að heimsfrumsýning er áætluð í byrjun 2014. Hafið þið ekki hugsað ykkur að vera hér yfir áramótin? „Hluti af hópnum vill vera áfram á Ís- landi þegar nýja árið gengur í garð en við hin verðum að fara til baka til Var- sjár eftir tökurnar. Það er án efa mögn- uð tilfinning að vera á svona köldum og fallegum stað þegar nýja árið færist yfir en á þessari stundu einbeitum við okkur að myndbandinu, sem er algjörlega að gleypa okkur.“ Hvers vegna varð Ísland fyrir valinu? „Áætlun okkar var að sýna ótrúlega hríf- andi og skemmtilega staði í heiminum í okkar fyrsta myndbandi en við völdum fyrst Kúbu. Síðan fórum við til Japans og nú er komið að Íslandi en þar er hægt að að ná skotum af magnþrungnum tilfinn- ingum, spennandi menningu og landslagi. Á Kúbu vildum við fanga tilfinninguna af hlýju loftslagi og í Tókýó náðum við að sýna framúrstefnulega tæknimenninguna. Á Íslandi viljum við tengja betur við nátt- úruna en tónlistin okkar býður upp á allan þennan fjölbreytileika. Við höfum feng- ið mikinn stuðning frá góðum Íslending- um en án umboðsmannsins okkar, Magdal- enu Dybka, og fleiri á borð við Gunnhildi Gunnars, Söru McMahon, Andra Frey, Alexander Zaklynsky og Boston-fólk- ið væri þetta ekki framkvæmanlegt. Við erum mjög spennt og hlökkum til að upp- lifa þetta ævintýri því þetta myndband er okkur afar mikilvægt,“ segir Dj Adamus. TÓNLIST PÓLSKUR DÚETT TIL LANDSINS Söngkonan Ada Szulc og Dj Adamus njóta gífurlegra vinsælda í heimalandi sínu, Póllandi, fyrir tónlist sína. Milli jóla og nýárs koma þau til Íslands. Dj Adamus og Ada Szulc stefna á að ferðast um allan heim og upplifa framandi staði. Ísland varð fyrir valinu að þessu sinni. Verslunin hefur verið í Kringlunni frá 1998. Hún hefur verið í eigu Ara Steinþórssonar og Oddnýj- ar Teitsdóttur frá upphafi. „Það hefur alltaf geng- ið mjög vel hjá okkur og við eigum marga trygga viðskiptavini sem þekkja vörurnar okkar,“ segir Ari. „Búðin er troðfull af alls kyns sokkabuxum og sokkum. Aðalmerkið sem við erum með er FALKE frá Þýskalandi. Sokkarnir og sokkabuxurnar frá þeim eru þekkt fyrir þægilegt snið og góða end- ingu. Við erum líka með Happy Socks-sokka frá Svíþjóð. Einnig bjóðum við upp á mikið úrval af vörum frá Trasparenze, Bonnie Doon og fleirum. Þá má ekki gleyma vönduðum og mjúkum leð- urskóm á ungbörn á mjög góðu verði,“ segir Ari. Starfsfólk Cobru leggur áherslu á að veita góða þjónustu og viðskiptavininum er leiðbeint við að finna réttu stærðirnar. „Það hefur verið draumur okkar í mörg ár að láta framleiða fyrir okkur glaðlega og litríka grínsokka. Í lok nóvember kom fyrsta sendingin af nýrri vöru- línu okkar sem heitir KIKK. Þetta eru sokkar úr bómull í stærðum 36-40 og 41-46 og eru með myndum, texta eða grafísku mynstri. Sokkarn- ir henta vel sem tækifærisgjöf og það er sniðugt að stinga þeim í jólapakkann til að skapa smá gleði á aðfangadagskvöld,“ segir Ari. „Það er líka bara svo gaman að byrja daginn á að klæða sig í svona djók sem getur skapað skemmtilegar samræður við vini eða vinnufélaga. Móttökurnar eru frábærar og sokkarnir hafa selst eins og brakandi laufabrauð. Við kynntumst þremur mjög góðum hönnuðum í Bretlandi sem hafa hannað sokkana eftir okkar hugmyndum. Við völdum að framleiða þá í S-Kór- eu þar sem við höfum góða reynslu af sokkum þaðan. Nú þegar höfum við fengið pöntun frá aðila í Singapúr sem ætlar að dreifa sokkunum okkar þar, þannig að við vonum að það sé bara byrj- unin á að við getum selt þá víðar. Eins og er selj- um við sokkana í Sokkabúðinni Cobru Kringlunni, Iðu í Lækjargötu og versluninni Konur og menn á Ísafirði.“ Sokkabúðin er virk á samfélagsmiðlinum Face book þar sem myndir af nýjum vörum eru birt- ar en þar er einnig hægt að fylgjast með afslætti og tilboðum. Hægt er að skoða og panta á www.cobra.is. FLOTTIR GRÍNSOKKAR Í JÓLAPAKKANN Sokkabúðin Cobra er sérverslun með sokka og sokkabuxur af öllum gerðum og stærðum fyrir alla fjölskylduna. Cobra býður meðal annars upp á alls kyns grínsokka sem eru íslensk/bresk hönnun. Frábært starfs- fólk er í Cobru, Katla Hlöðversdótt- ir og Andrea Lilja Sigurðar- dóttir. Verslun- in er á fyrstu hæð Kringl- unnar. MYND/DANÍEL Mjúkir og þægilegir ung- barnaskór fyrir stelpur og stráka. AUGLÝSING: COBRA KYNNIR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.