Fréttablaðið - 20.12.2013, Side 48
FRÉTTABLAÐIÐ Hafrún Alda Karlsdóttir. Ilmur. Heimili. Dagatal og kökugotterí. Helgarmaturinn og Spjörunum Úr.
8 • LÍFIÐ 20. DESEMBER 2013
H
afrún Alda ólst upp á
Borðeyri við Hrúta-
fjörð hjá ömmu sinni
og afa en flutti til
borgarinnar átta ára
gömul. Hafrún Alda segist hafa
átt fullt af draumum þegar hún
var yngri en einna helst lang-
aði hana að bjarga heiminum eða
að verða bóndi. Hún var mikið
náttúrubarn sem erfitt var að
ná úr stígvélunum, því best leið
henni þegar hún var skítug upp
fyrir haus. Tímarnir hafa breyst
til muna og í dag býr hún í stór-
borginni Kaupmannahöfn, starf-
ar með þekktum hönnuðum og
stýrir sínu eigin tískuveftímariti,
BAST Magazine.
Hvenær fluttir þú til Dan-
merkur og hvers vegna? „Í janú-
ar árið 2007 flutti ég til Parísar.
Ég var orðin leið á því að vera á
Íslandi og langaði að prófa eitt-
hvað nýtt. París þekkti ég reynd-
ar ágætlega þar sem ég hafði
búið þar í skamman tíma árið
2004. París er æðisleg borg og
ég sakna þess oft að búa þar. Ég
flutti svo til Kaupmannahafnar í
júní 2007 þegar ég fékk atvinnu-
tilboð hjá dönskum fatahönnuði.
Rúmlega sex árum seinna er ég
enn þá hér.
Danski hönnuðurinn reynd-
ist vera Henrik Vibskov, ekki
satt? Hvernig kom það til? „Ég
datt eiginlega alveg óvart þar
inn. Ég prófaði að sækja um og
var boðin „intern“-staða í þrjá
mánuði í sölu- og markaðsdeild-
inni hjá Henrik Vibskov. Ég var
svo fastráðin í kjölfarið. Þetta
var ótrúlega lærdómsríkur tími.
Ég kynntist fullt af frábæru fólki
og ég held enn þá góðu sambandi
við gömlu vinnufélagana. Henrik
Vibskov er einstaklega klár og
mikill fagmaður þannig að það
var frábært að fá að fylgjast með
og taka þátt frá innsta hring. Ég
hef samt aldrei lært neitt í fata-
hönnun en hafði þó nokkra sölu-
reynslu frá fyrri störfum sem
nýttust mér vel.“
Fyrirsætuferillinn ekki glamúr
Hafrún Alda bjó bæði í París og
New York nokkrum árum fyrir
Kaupmannahafnarævintýrið og
starfaði sem fyrirsæta á vegum
Eskimó Módels þegar hún var að-
eins 19 ára gömul. „Það var ótrú-
lega skemmtilegur tími, Eski-
mó Módels reyndust mér vel og
ég kynntist fullt af skemmtilegu
fólki. Annars var þetta nú aldrei
neitt fyrir mig, ég hafði alltaf
miklu meiri áhuga á því sem var
að gerast bak við myndavélina og
öllu ferlinu sem því fylgdi.
Ég var því ekki lengi í mód-
elbransanum. Ég var eitt sumar
í New York sem ég fílaði strax
rosalega vel en flutti svo aftur
heim til að fara í skólann. Þegar
ég flutti fyrst til Parísar leigði ég
ásamt nokkrum íslenskum vin-
konum mínum hrikalega íbúð
á fyrstu hæð. Rakalyktin yfir-
gnæfði allt og það eina sem við
borðuðum var baguette með tóm-
ötum og mozzarella. Þegar ég
kom til baka til Íslands þurfti ég
að henda töskunum mínum og
megninu af fötunum mínum sem
lyktuðu af fúkkalykt. Það var því
ekki mikill glamúr í þeirri ferð.
Hins vegar notaði ég tímann vel
í að skoða borgina og kynnast
frönsku menningunni sem hefur
alltaf heillað mig.“
Hvernig líkar þér þá að búa
í Kaupmannahöfn? „Borgin er
æðisleg. Hún er ekki of stór og
maður kemst allra sinna ferða
á hjóli. Það er alltaf eitthvað
spennandi að gerast hér innan
tónlistar og tísku og svo er stutt
að fara héðan til að ferðast um
Evrópu. Helsti galli við Kaup-
mannahöfn er kannski að maður
hefur ekki fjölskylduna sína ná-
lægt sér og því þarf maður að
reiða sig á sjálfan sig. Það er
til dæmis ekkert hlaupið að því
að fá pössun. Ég hef þó kynnst
fullt af frábæru fólki hér sem er
ómetanlegt.“
Skipstjórinn á BASTi
Hafrún Alda stofnaði bloggsíðu
og veftímaritið BAST Magazine
árið 2011 ásamt Írisi Dögg Ein-
arsdóttur og Sif Kröyer en stýr-
ir blaðinu ein í dag með hjálp ým-
issa samstarfsaðila í bransanum.
Hvaða áherslur eru í blaðinu
og hvert eruð þið að stefna með
vefútgáfunni? „Helstu áherslur
BAST Magazine eru að kynna
skandinavíska tísku, tónlist, list-
ir og menningu og við munum
halda því áfram. BAST hefur
fengið frábærar móttökur og við
erum með stóran fastan lesenda-
hóp. Fram undan eru spennandi
samstarfsverkefni þannig að það
er nóg að gera á næstunni. Þetta
er harður bransi og maður þarf
að hafa bein í nefinu. Það er gríð-
arleg samkeppni á þessum mark-
aði og margir að gera flotta hluti.
Blaðið er rekið með auglýsing-
NAFN
Hafrún Alda Karlsdóttir
ALDUR 30
STARF
Ritstjóri og eigandi Bast
Magazine
HJÚSKAPARSTAÐA
Í sambúð með Hjalta Þór
Sverrissyni
BÖRN
Erpur Hjaltason 5 ára
Uppáhalds
MATUR Sushi.
DRYKKUR Vatn, kaffi og
TOKYO á Boutique Elise á
Istedgade.
VEITINGAHÚS Sticks and
Sushi og Grái Kötturinn.
VEFSÍÐA
www.bast-magazine.com.
VERSLUN Spútnik, Kiosk,
Weekday, Dover Street
Mark et.
HÖNNUÐUR Alexander
Wang, ACNE, KALDA, Asger
Juel Larsen, Henrik Vibskov.
HREYFING Ég hjóla allra
minna ferða.
DEKUR Kíkja í búðir, setjast
niður með kaffibolla og lesa
tímarit.
HAFRÚN ALDA MAÐUR ÞARF AÐ
HAFA BEIN Í NEFINU Í HÖRÐUM BRANSA
Hafrún Alda Karlsdóttir lifi r og hrærist í tískubransanum í Kaupmannahöfn en hún rekur veftískutímaritið BAST Magazine. Blaðið þykir sérstaklega áhugavert
og hefur lesendur í yfi r fi mmtíu löndum. Lífi ð ræddi við Hafrúnu um búsetuna erlendis, módel- og tískubransann og hvers vegna hún var skírð átta ára. gömul.
um og svo fékk BAST styrk þegar
það var stofnað. Með nýrri heim-
síðu sem fer í loftið í nýju ári
verður möguleiki á að hafa aug-
lýsingar á síðunni. Ég þéna ekki
fullt af peningum á þessu enn þá
en það lítur vel út fyrir að BAST
Magazine geti rúllað vel með
hækkandi lesendatölum.“
Hefurðu velt fyrir þér að gefa
út blaðið á prenti? „Ég hef oft
hugsað um að setja BAST í prent,
það væri mjög gaman. Tíunda
tölublaðið kemur út í febrúar,
hver veit nema að maður geri eitt-
hvað skemmtilegt í tilefni þess.“
Hvers vegna skrifið þið á
ensku? „Við vildum alltaf skrifa
á ensku svo blaðið væri aðgengi-
legt sem flestum, og þar af leið-
andi höfum við lesendur um allan
heim eða í yfir 50 löndum.Við
höfum meðal annars lesendur
frá Sádi-Arabíu, Brasilíu og Úkr-
aínu svo eitthvað sé nefnt. Það
er gaman að sjá hvað það er mik-
ill áhugi utan að frá í því sem er
að gerast hérna í litlu Skandi-
navíu. Ég er með stórt teymi á
bak við BAST. Það er meðal ann-
ars Ellen Lofts sem er tískurit-
stjóri, Kristín Larsdóttir Dahl
sem er tónlistarritstjóri, Arnar
Freyr sem er grafískur hönnuður,
Snjólaug Lúðvíksdóttir sem les
prófarkir og svo er ég með „free-
lance“ penna sem skrifa fyrir
bæði heimasíðuna og sjálft blaðið.
Við erum því mörg sem stöndum
á bak við hvert tölublað. Það má
kannski segja að ég sé skipstjór-
inn en BAST væri ekki það sem
það er í dag ef ég væri ekki með
allt þetta frábæra fólk með mér.“
Þú hlýtur að vera með gott
tengslanet með alla þessa fögru
tískuþætti frá Evrópu, er það
ekki? „Okkur berst mjög mikið
af tískuþáttum og færri kom-
ast að en vilja. Við erum með
gott tengslanet en mest af efn-
inu berst frá fólki sem hefur verið
að lesa tölublöðin okkar og fylg-
ist með okkur á heimasíðunni
og telur að BAST sé góður vett-
vangur til að koma sinni vinnu á
framfæri. Margir hafa svo feng-
ið ný og spennandi verkefni í kjöl-
farið þannig það er alltaf mjög
gaman að fylgjast með fólki vaxa
og dafna í bransanum. Við erum
í samstarfi við ljósmyndara og
MYND/HELGI ÓMARSSON
IÐA-bókakaffi Vesturgata 2a 101 Rvk.
opið til 22 alla daga.