Fréttablaðið - 20.12.2013, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 20.12.2013, Blaðsíða 49
FRÉTTABLAÐIÐ LÍFIÐ 20. DESEMBER 2013 • 9 Henrik Vibskov er einstaklega klár og mikill fagmaður þannig að það var frábært að fá að fylgjast með og taka þátt frá innsta hring. Ýmis tölublöð Bast Magazine. Myndaalbúmið stílista, einnig tónlistar- og listafólk víðs vegar að. Oftast eru það nýir aðilar í hverju tölublaði.“ Nýlega frumsýnduð þið tísku- stuttmynd í samstarfi við Narvi Creative. Í hvaða tilgangi var stuttmyndin gerð? „Narvi Creat- ive hefur unnið að mörgum skemmtilegum verkefnum og okkur hjá BASTi langaði til að gera verkefni með þeim en úr varð tískumyndin Beat Street. Okkur langaði að taka nýjan vink- il á tískuþætti, hafa hann í lifandi formi því það eru margir mögu- leikar á að kynna tísku í öðru en hefðbundnum tískuþætti. Við fengum herramódelið Zakaria Khiare til að leika aðalhlutverkið en hann hefur unnið fyrir marga stóra hönnuði. Þetta var ótrú- lega skemmtilegt verkefni og við erum mjög ánægð með útkomuna. BAST á pottþétt eftir að vinna fleiri verkefni í svipuðum dúr.“ Var skírð 8 ára gömul Hefur þú alltaf verið meðvituð um tísku og hönnun? „Ég hef alltaf verið með það á hreinu í hverju ég vil vera, þó ég hafi nú kannski ekki alltaf verið mjög smart. Mín fyrsta minn- ing um það er þegar ég var skírð. Ég var 8 ára gömul og mamma fór með mig til Reykjavíkur að velja skírnarföt. Ég féll alveg fyrir rauðri pilsdragt með hvít- um doppum og hárspöng með risastórri rós og mér varð ekki haggað, alveg sama hvað mamma reyndi að sýna mér, það var bara þessi dragt. Ég fékk hana að sjálfsögðu og ég man vel enn í dag hvað mér fannst ég ótrúlega flott í henni.“ Af hverju heillar tískubrans- inn svona mikið? „Ég hef alltaf heillast mikið af tískubransanum frá því að ég var ung, ég byrjaði að vinna í Morgan í Kringlunni 18 ára gömul. Svo vann ég sem verslunarstjóri í Spútnik í þrjú ár en þar sinnti ég líka innkaup- um. Það er alltaf áhugavert að sjá hvað hönnuðir sækja mikinn inn- blástur í „vintage“ sem sést oft svo greinilega. Tískubransinn hér í Kaupmannahöfn er frekar stór og er fatnaður stór útflutn- ingsvara hér í Danmörku. Danska ríkið passar upp á að styðja vel við bakið á tísku- og menningar- heimunum sem hefur skilað sér. Danir státa af þekktum hönn- uðum sem selja í fleiri hundr- uð búðir úti um allan heim. Ég hef alltaf haft gaman af tísku og öllu sem henni fylgir og einhvern veginn þá er allur vinahópur- inn meira og minna á kafi í þess- um bransa á einn eða annan hátt. Engir tveir dagar eru eins og það er alltaf eitthvað nýtt og spenn- andi að gerast. Það hefur verið mikil gróska í íslenskri fatahönnun, áttu ein- hverja uppáhaldshönnuði, ís- lenska og erlenda? „Það eru margir hönnuðir að gera frá- bæra hluti bæði heima á Íslandi og hérna erlendis. Ég fylgist mjög vel með hvað er að gerast og sér- staklega í Skandinavíu. Af ís- lensku hönnuðunum verð ég að nefna Kalda, Rey og Jör og hérna úti eru það Anne Sofie Madsen, Henrik Vibskov, Asger Juel Lar- sen og Freya Dalsjö sem eru öll að gera frábæra hluti. Ég er líka alltaf mjög hrifin af tískurisan- um ACNE og Alexander Wang klikkar seint.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.