Fréttablaðið - 20.12.2013, Síða 50
FRÉTTABLAÐIÐ Hafrún Alda Karlsdóttir. Ilmur. Heimili. Dagatal og kökugotterí. Helgarmaturinn og Spjörunum Úr.
10 • LÍFIÐ 20. DESEMBER 2013
Lyktin af greni, kanil og mandarínum segir nefi nu að
jólin séu fram undan. Skemmtileg og ódýr leið til þess að
heimilið ilmi hátíðlega er að búa til jólablöndu í pott sem
þú hitar upp aftur og aftur og jólalegur ilmur dreifi st um
heimilið og vekur góðar minningar og stemningu. Einnig
er hægt að setja það sem til þarf í krukku eða fallegan
poka ásamt leiðbeiningum og gefa sem gjöf.
Blandaðu öllu saman í lítinn pott og helltu vatni yfir svo að það fljóti yfir.
Stilltu helluna á lágan hita og leyfðu blöndunni að malla og þá mun ilm-
urinn dreifast um heimilið. Svona blanda dugar í viku og er hægt að hita
upp aftur og aftur, en muna þarf að bæta vatni í blönduna í hvert skipti.
Appelsínu- og trönuberja-
ilmur
1 appelsína, skorin í þunnar sneið-
ar
½ bolli af ferskum trönuberjum
3 kanilstangir
1 matskeið af heilum negul
Kryddaður eplailmur
1 epli, skorin í sneiðar
5 kanilstangir
2 matskeiðar af heilum negul
2 matskeiðar af nýmöluðu múskati
appelsínubörkur eftir smekk
Hafrún Alda klárar stúdentinn um jólin og segist tilbúin að takast á við hvað sem er í framtíðinni.
Ég get vel eins og hinir
Hafrún Alda situr á skólabekk
ásamt því að ritstýra BAST Mag-
azine. Hún lauk ekki stúdents-
prófi á tilsettum tíma en segir
að skólakerfið í Danmörku bjóði
upp á námstækifæri sem ekki
voru í boði á Íslandi.
„Ég er að ljúka stúdentsprófi
núna um jólin og svo er stefn-
an tekin á markaðsfræði í febrú-
ar. Ég er að klára stúdentinn
svona meira fyrir sjálfstraust-
ið til að sanna fyrir sjálfri mér
að ég geti það eins og allir hinir.
Ég var aldrei mikill lærdóms-
hestur þegar ég bjó á Íslandi og
skólakerfið í Danmörku er svo-
lítið ólíkt og virðist henta mér
betur. Það eru til að mynda yfir-
leitt bara munnleg próf en ekki
þessi týpísku skriflegu próf sem
maður þurfti að þreyta heima á
Íslandi. Það hefur gengið ótrú-
lega vel að klára stúdentinn og
ég á bara eitt próf eftir. Það
verður klárlega skálað í kampa-
víni og dansað fram á rauðanótt
þegar þessum áfanga lýkur loks-
ins. Ég hugsa að markaðsfræði
geti nýst mér í allt mögulegt og
hún er spennandi og praktískt
nám. Ef mér snýst einhvern dag-
inn hugur og ég nenni ekki leng-
ur að vera að vinna við tísku-
bransann þá get ég snúið mér að
næstum hverju sem er.“
Hvar verðið þið fjölskyld-
an um jólin og hvernig eru jólin
þín? „Mamma, fósturpabbi minn
og tvö yngri systkini mín búa í
Kolding á Jótlandi sem er voða
kósý. Við höfum oft verið hjá
þeim á jólunum og þar sem við
erum öll íslensk þá eru þetta allt-
af mjög týpísk íslensk jól, með
Rás 1 á fóninum og rjúpu eða önd
í matinn með öllu tilheyrandi.
Þau eru reyndar örugglega að
flytja heim í sumar eftir níu ár í
Danmörku, þannig að það verð-
ur eflaust svolítið skrítið að hafa
þau ekki. Við ætlum að vera á Ís-
landi yfir jól og áramót og erum
mjög spennt því við við náum
að slappa af og hitta alla fjöl-
skylduna. Svo förum við alltaf í
Hrútafjörðinn þar sem amma og
afi búa. Ég verð reyndar í próf-
lestri svo það setur eitthvert
strik í reikninginn þar sem ég
er að fara í próf í janúar. Annars
er ég voða lítið að stressa mig á
jólunum, það er svona happa og
glappa ef ég næ að skrifa jóla-
kort. Við Erpur skelltum reyndar
í piparkökur um daginn sem er
mikið afrek út af fyrir sig.“
Við vildum allt-
af skrifa á ensku
svo blaðið væri
aðgengilegt sem
flestum, og þar
af leiðandi höfum
við lesendur um
allan heim eða í
yfir 50 löndum.
ILMANDI HEIMILI
Eitt best geymda leyndarmál náttúrunnar, Aloe Ferox, er
uppistaðan í virkum innihaldsefnum EyeSlices gelpúðanna.
Augnpúðarnir eru ofnæmisprófaðir og í þeim er hvorki
paraben né latex. EyeSlices augnpúðar sameina öflugar
jurtir úr náttúrunni annars vegar og margverðlaunaða
nýsköpun hins vegar.
Klínískar rannsóknir hafa sýnt að EyeSlices augnayndi
vinnur á hrukkum, þrota, baugum, ummerkjum þreytu og
rauðum augum. Gelpúðana þarf aðeins að nota í 5 mínútur
í hvert sinn en þá má nota í 10 skipti.
ferskleiki & fegurð
án fyrirhafnar
Nýtt á Ís landi
EyeSlices augnayndi er tilvalin jólagjöf
Lyfja, Lyf og heilsa, Hagkaup, Fríhöfnin, Fjarðarkaup, Garðsapótek, Akureyrarapótek, Árbæjarapótek, Apótekið Setbergi,
Lyfjaver, Reykjavíkur apótek, Apótek Garðabæjar, Apótek Hafnarfjarðar, Reykjavík SPA, Sóley natura spa, Snyrtistofa Ásdísar,
Snyrtistofan Dimmalimm, Snyrtistofan Mizú, Snyrti- og nuddstofan Paradís, Snyrtistofan Þema, Snyrtistofa Grafarvogs,
Torfhildur Theodórs - Snyrtistofa Reykholti, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ, Snyrtistofan Abaco Akureyri.