Fréttablaðið - 20.12.2013, Page 54

Fréttablaðið - 20.12.2013, Page 54
FRÉTTABLAÐIÐ Dagatal og kökugotterí . Helgarmaturinn og Spjörunum Úr. 14 • LÍFIÐ 20. DESEMBER 2013 S trákarnir vildu ekki vera á drottningarspilinu svo við plötuðum Evu Sveins- dóttur fitnessdrottn- ingu til að sitja fyrir á nokkrum myndum. Hún vann með okkar í allt sumar í sumar- afleysingum en hún er hjúkrun- arfræðinemi sem vildi fá smá reynslu á sjúkrabílinn,“ segir Gunnar Steinþórsson slökkvi- liðsmaður. Gunnar segir að ein önnur kona starfi með Slökkvi- liðinu en hún hafi ekki tekið vel í það að sitja fyrir fáklædd á myndum fyrir spilastokkinn sem nú er fáanlegur í sölubás- um bæði í Smáralind og Kringl- unni á vegum Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er sniðug smápakkagjöf sem inni- heldur myndir af slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum sem hafa setið fyrir á dagatölunum okkar í gegnum tíðina. Þetta er eins konar „The Greatest Hits“ úr dagatölunum. Þetta er í sjöunda sinn sem Slökkviliðið gefur út daga- tal en útgáfan er liður í fjár- öflun vegna þátttöku á heims- leikum slökkviliðs-og lögreglu- manna. Heimsleikarnir eru íþróttaviðburður sem hald- inn er annað hvert ár en næst verða þeir haldnir í Fairfax árið 2015. Gunnar segir dagatal- ið hafa fengið frábær viðbrögð og sé mjög vinsælt. Sérstak- lega hafi spilastokkurinn hitt beint í mark. Við erum einnig að selja reykskynjara, slökkvi- tæki og eldvarnarteppi fyrir jólin og förum yfir eldvarnirn- ar á heimilinu með fólki svo við stöndum ekki bara með dagatal- ið í höndunum á sölubásunum,“ segir Gunnar hlæjandi. Nánar um dagatalið á Facebook-síðunni Heimsleikafarar slökkviliðs- manna höfuðborgarsvæðisins. DAGATALIÐ FÁKLÆDDIR SLÖKKVILIÐSMENN HEILLA Dagatalið er fjáröfl un slökkviliðsmanna á höfuðborgarsvæðinu fyrir heimsleika lögreglu og slökkviliðsmanna. Spilastokkurinn sem inniheldur myndir af slökkviliðsmönnunum. JÓLATRÉ 3 msk. smjör 1 poki sykurpúðar (um 40 stk.) 6 bollar Rice Krispies Grænn matarlitur Skraut Hvítt súkkulaði (um 100-150g) Kökuskraut að eigin vali/ nammi Íspinnaprik Annað sem þarf Bökunarpappír Matarolía/sprey Piparkökumót (jólatré) - Bræðið smjör í stórum potti við lágan hita. - Bætið sykurpúðunum út í og hrærið þar til þeir hafa bráðnað alveg saman við smjörið. - Setjið nokkra dropa af græn- um matarlit í blönduna og hrær- ið vel, bætið við eftir því hversu dökk þið viljið hafa trén. - Bætið Rice Krispies út í, einum bolla í einu og hrærið vel. - Setjið bökunarpappír á plötu/ bakka og hellið blöndunni þar á. - Spreyið/berið matarolíu á sleif og dreifið úr blöndunni á bökunarpappírnum. Notið þykktina á piparkökumótinu ykkar til að áætla þykktina (betra að hafa aðeins þykkari en þynnri til að koma prikinu í) - Þegar þykktin er um það bil sú sama er gott að leggja bök- unarpappír ofan á blönduna og pressa létt með stórri bók til að trén muni verða sem sléttust þegar stungið er út. - Kælið, berið matarolíu á pip- arkökumótið (svo það klístr- ist ekki við) og stingið síðan út eins mörg jólatré og þið getið og stingið pinnanum svo í, sé þess óskað. - Bræðið hvítt súkkulaði (má líka vera flórsykursblanda/ icing), klippið lítið gat á zip- lock poka (eða notið brúsa með litlu gati/kökuskreyting- arpoka m. stút) og skreytið að vild. - Munið að setja kökuskrautið á hvert tré jafnóðum því súkku- laðið harðnar fljótt. JÓLAKÖKU GOTTERÍ Nánar um uppskriftirnar á gotteri.is Á gotteri.is er að finna einfalda og litríka uppskrift af Rice Krispies jólatrjám fyrir gotterísdaga. Hjá Gotterí og gersem- um er einnig 3 fyrir 2 tilboð á gjafabréfum á kökunámskeið fram til 24. desember. Jólagjafir hestamannsins fást í Líf landi 17.990.- 5.990.- 13.990.- 79.900.-

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.