Fréttablaðið - 20.12.2013, Síða 56

Fréttablaðið - 20.12.2013, Síða 56
Lífi ð FRÉTTABLAÐIÐ Helgarmaturinn og Spjörunum Úr HELGAR MATURINN KJÚKLINGARISOTTO Sandra Fairbairn er hér með mjög ljúffengan og sparilegan rétt sem passar vel undir lok að- ventunnar rétt fyrir jólahátíðina sjálfa. Hvern faðmaðir þú síð- ast? Móður mína. En kysstir? Sigmund Davíð, í öllum mínum villtustu draumum. Hver kom þér síðast á óvart og hvernig? Sam- býlismenn mínir, Oddur og Birkir, með því að vera bara ferlega flinkar og fallegar manneskjur sem spila fyrir mig fallega tónlist, borða með mér dýrindis morgun- mat og faðma mig þegar ég kem heim. Hvaða galla í eigin fari ertu búin að umbera allt of lengi? Það að ég smjatta og hvað ég er óþol- inmóð og tapsár. Ertu hörundsár? Já, því miður. Ég er stöðugt að glíma við hörundsæri mitt og ég er oft hörundsár fyrir hönd dýra. Ég er hins vegar alltaf að æfa mig í að verða betri og stærri manneskja og stefni á 30% lækkun á hör- undsæri á næsta ári. Dansarðu þegar enginn sér til? Já, og líka þegar allir sjá til. Ég er ekki mjög klár í því en eftir að ég komst að því að hopp er gjald- gengt dansspor og að dans er mjög teygjanlegt hugtak vil ég meina að ég dansi í gegnum lífið. Hvenær gerðirðu þig síð- ast að fífli og hvernig? Hugmynd mín um fíflaskap er loðin. Allt svona að sulla niður á sig, prumpa í fjöl- menni og fara óvart ber að neðan í virðulega veislu er bara fyndið og skemmtilegt. Og þannig fíflalegheitum á að fagna. Svo er til annar fíflaskapur eins og að skera niður til þróunarmála, upp- hefja vini sína á kostnað ann- arra og ljúga. Þannig fífla- skapur er mér ekki að skapi. Ég varð síðast uppvís að skrökvi þegar ég sagði sam- býlismönnum mínum að ég gæti ekki vaskað upp af því að ég væri nýbúin að tatt úa á mig sleeves. Þeir sáu fljótt í gegnum mig. Tekurðu strætó? Nei, sem er óvenjulegt því ég er ekki með bílpróf. Ég hleyp og hjóla milli staða og reiði mig á góðmennsku vina minna og ókunnugra bílstjóra sem stundum taka mig upp í. Hvað ætlarðu alls ekki að gera um helgina? Prófa „christal meth”, lenda í slag og missa auga. Það færi alveg með mömmu svona rétt fyrir jólin. Saga Garðars- og Sigrúnardóttir ALDUR: 26 STARF: leikkona, pistlahöf- undur og grínkúnstner ...SPJÖRUNUM ÚR Fyrir 4-6 3 kjúklingabringur 2 l kjúklingasoð (vatn og teningar) 2 sellerístilkar 2 laukar 2 gulrætur Ólífuolía til steikingar 2 dl þurrt hvítvín 1 dós hakkaðir tómatar 500 g Arborio-risotto- grjón (ekki venjuleg hrís- grjón) 75 g smjör 100 g parmesan-ostur, rifinn Salt og pipar eftir smekk Útbúið soðið. Sker- ið niður 1 sellerístilk, 1 gulrót og 1 lauk og bætið í soðið. Látið sjóða stutta stund og haldið svo heitu. Skerið kjúklingabring- urnar í litla bita og steikið vel á stórri pönnu þar til kjúkling- urinn er brúnaður. Sker- ið niður afganginn af grænmetinu og blandið saman við. Steikið í nokkrar mín- útur til viðbótar. Bætið síðan hvítvíninu saman við og látið það gufa upp. Bætið tómötunum saman við og saltið og piprið eftir smekk. Látið malla í 8-10 mínútur og vökvið með soðinu ef blandan verður þurr. Bætið risotto-grjónunum út á pönnuna ásamt um 200 ml af soðinu. Eldið í 20 mínútur á meðal- hita. Hrærið og vökv- ið með soðinu ef bland- an er að þorna, passa þarf vel að hún þorni ekki og brenni. Takið pönnuna af hellunni og blandið smjörinu og parmesan- ostinum varlega saman við. Gott er að pipra létt yfir réttinn áður en hann er bor- inn fram. Skreyta má með litlum tóm- ötum eða öðru fíner- íi. Ljósmyndabækur FALLEGAR JÓLAGJAFIR Þvottabjörn 14.900,- Bréfapressa 3.900,- Loftbelgur Verð frá 3.900,- Dýraljós í miklu úrvali Glerbox 4.900,- Silfurrefur trefill 14.900,- Plötuspilari 39.900,- Skúta Verð frá 34.900,- Hnöttur 19.900,- Hljómplötur Hauskúpupúði 8.900,- Plötuspilari 59.900,-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.