Fréttablaðið - 20.12.2013, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 20.12.2013, Blaðsíða 66
20. desember 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 42 „Ég er mjög þakklátur. Styrkur- inn kemur sér ákaflega vel því ég er á leiðinni út til Vínar í janúar en skólinn byrjar ekki fyrr en í febrú- ar og ég þarf að taka þátt í verk- efni áður, launalaust.“ Þetta segir Kristján Jóhannesson söngvari um 500 þúsund króna styrk sem hann tók við í gær úr styrktarsjóði Önnu K. Nordal. Kristján upplýsir að verkefnið sé nemendauppfærsla á barnaóper- unni Hans og Grétu eftir Engelbert Humperdinck sem sett verður upp við skólann sem hann er að hefja nám í. „Ég hef engan rétt á náms- lánum fyrr en ég byrja fyrir alvöru í skólanum í febrúar og þess vegna er styrkurinn eins kærkomið happ og hugsast getur.“ Skólinn sem Kristján talar um er Konservatoríið í Vínarborg. Þar hyggst hann dvelja við BA-nám í fjögur ár. „Svo er það bundið því hvernig gengur hvað ég geri.“ Kristján lauk burtfararprófi í vor frá Söngskóla Sigurðar Demetz. Kennarar hans voru Sigrún Hjálm- týsdóttir, Kristján Jóhannsson og Keith Reed. Nú í haust þreytti hann frumraun sína sem einsöngvari hjá Íslensku óperunni í Carmen. Hann hefur líka verið í fastakór óper- unnar og sungið með honum í La bohème og Il trovatore. Kristján er tuttugu og eins árs og kveðst vita um fleiri íslenska nem- endur við Konservatoríið. Meðal þeirra sem stunda þar nám er kær- astan hans, Fjóla Kristín Nikulás- dóttir, sem er í mastersnámi. Hann kveðst hafa dvalið hjá henni tvo mánuði síðastliðið vor. „Það var þá sem ég sótti um,“ segir hann. Eins kærkomið happ og hugsast getur Kristján Jóhannesson söngvari hlaut í gær viðurkenningu og hálfa milljón króna úr styrktarsjóði Önnu K. Nordal. Hann er á leið í framhaldsnám í Vínarborg. Styrktarsjóðurinn sem Kristjáni var veitt úr er stofnaður af Önnu Karólínu Nordal sem fæddist í Vesturheimi árið 1902 og lést árið 1998. Hún bjó alla tíð í Kanada og kom aldrei til Íslands. Hún hafði engu að síður sterkar taugar til landsins og sýndi ættlandi sínu og Íslendingum mikla ræktarsemi eins og sjóðurinn er fagur vitnisburður um. Anna var alþýðukona og mikill unnandi tónlistar og vildi styrkja ungt tónlistarfólk í námi og hvetja til frekari árangurs. Styrktarsjóður Önnu Nordal Blásarakvintett Reykjavíkur og félagar flytja árlega aðventutón- leika sína undir heitinu Kvöldlokk- ur á jólaföstu sunnudaginn 22. des- ember klukkan 20 í Fríkirkjunni í Reykjavík. Þessi gamla hefð blásarakvint- ettsins þar sem boðið er upp á unaðslegar blásaraserenöður eða kvöldlokkur, sem eiga ekkert skylt við hárlokk heldur sögnina að lokka, hefur glatt eyru borgar- búa í áratugi og á sinn fasta aðdá- endahóp. Fríkirkjan í Reykja- vík er afar falleg og hljómfögur umgjörð um þessa áhrifamiklu blásaratóna sem að þessu sinni eru eftir tónskáldin Mozart, Krommer og Blasé. Tónleikarn- ir standa yfir í eina klukkustund. Fagrar kvöldlokkur blásara í Fríkirkjunni Árlegir aðventutónleikar Blásarakvintetts Reykja- víkur, Kvöldlokkur, verða á sunnudagskvöldið. KVÖLDLOKKUR Blásarakvintett Reykjavíkur heldur sína árlegu aðventutónleika á sunnudagskvöldið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VIÐ AFHENDINGUNA Jónas Ingimundarson, Aino Freyja Järvelä, Kristján Jóhannesson og Þórður Júlíusson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.