Fréttablaðið - 20.12.2013, Síða 68

Fréttablaðið - 20.12.2013, Síða 68
20. desember 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 44 BÆKUR ★★★★★ Brosbókin Jóna Valborg Árnadóttir og Elsa Nielsen SALKA Brosbókin eftir Jónu Valborgu Árnadóttur fjallar um litla stúlku í fjarlægu ríki, hana Sólu, sem hefur það einstaka persónueinkenni að vera alltaf brosandi. Gleði hennar er smitandi, eins og gjarn- an er raunin, og hún er hvers manns hugljúfi. Einn daginn ger ist nokk- uð sem engan hafði órað fyrir en þann dag vaknar Sóla og brosið hennar er horfið. Það sem áður veitti henni hina mestu gleði hefur engin áhrif á þessa skyndilegu fýlu. Þetta veldur uppnámi í ríkinu og allir hjálpast að við að leita að bros- inu úti um allan bæ. Í ljós kemur að þau hafa leitað langt yfir skammt, því bros- ið leynist auðvitað dulbúið á andliti Sólu. Boðskapur sögunnar er einfaldur: Allir fara einhvern tímann í vont skap og þá þarf maður sjálfur að „finna brosið sitt aftur“. Bókin er sniðug að því leyti að börn halda gjarnan að heimurinn snúist um þau ein – enda gerir hann það að mörgu leyti. Þess vegna er hreint ekki skrýtið að gleði Sólu sé svo mikilvæg fyrir þegna ríkisins að þeir verði allir miður sín þegar brosið hverfur. Auk þess er ágætt að hafa í huga að lundarfar er gjarnan smit- andi, hvort sem það er jákvætt eða neikvætt. Það gildir bæði um börn og fullorðna. Hugmyndin er góð en hugsanlega hefði mátt verja meiri tíma í að fínpússa söguþráðinn. Hann gengur þó ágætlega upp og bókin ætti að höfða vel til yngstu kynslóðarinnar. Auk þess er sagan kjörin til þess að skapa umræður um skapsveiflur og áhrif þeirra á annað fólk. Bókin skartar litríkum og fjölbreytilegum myndlýsing- um eftir Elsu Nielsen. Þær eru blanda af tölvuunnum klippi- myndum og teikningum. Að því leyti minna þær á bækurn- ar um Einar Áskel. Á hverri opnu er margt að skoða og myndirnar eru ekki hugsaðar sem einfaldar myndskreyt- ingar heldur bæta þær við söguþráðinn. Uppsetningin er skemmti- leg og letrið er nógu stórt fyrir börn sem eru að læra að lesa. Aftur á móti eru setningarnar margar hverjar í lengri kantinum fyrir þessi sömu börn. Halla Þórlaug Óskarsdóttir NIÐURSTAÐA: Skemmti- lega myndlýst bók fyrir unga krakka með áhuga- verðum boðskap sem ætti að vekja umræður. Brosið sem hvarf Kammersveit Reykjavíkur heldur sína árlegu jólatónleika í Norður- ljósasal Hörpu á sunnudaginn, en sveitin fagnar um þessar mundir 40 ára starfsafmæli sínu. Á tón- leikunum mun hinn margróm- aði Jóhann Már Nardeau leika á trompet en konsertmeistari verð- ur Una Sveinbjarnardóttir. Verk tónskáldanna Händels og Tele- manns munu óma um Norður- ljósasalinn í flutningi strengja- sveitar, sembals, óbóa, fagotts og trompets. Kammersveitin hefur í gegnum tíðina sinnt flutningi tónlistar frá barokktímabilinu við góðar undir- tektir, en í huga margra eru jóla- tónleikar sveitarinnar ómissandi hluti af aðventunni. Tónleikarnir hefjast klukkan 17, en miðasalan fer fram á midi.is og í Hörpu. Jólatónleikar í Norðurljósasal KAMMERSVEIT REYKJAVÍKUR árlegir jólatónleikar fara fram á sunnudag Barmahlíðarkórinn flytur ljúfar söng- perlur á Kaffi Kompaníinu á Kjar- valsstöðum á morgun klukkan 13. Kórinn hefur komið fram við hin ýmsu tækifæri síðustu ár við góðar undirtektir. Kórstjóri er Örlygur Benediktsson. Ókeypis kakó og kleinur fyrir 12 ára og yngri og aldrei að vita nema jólasveinar láti sjá sig á svæðinu. Jólastemning á Kjarvalsstöðum „Þetta er skrítinn tími því nú slokknar á öllu fyrir okkur,“ segir Guðrún Vilmundardóttir, útgáfu- stjóri Bjarts, spurð hvernig bóka- útgefendum líði þegar allar bækur eru komnar út og ekkert hægt að gera nema bíða eftir viðtökunum. „Í byrjun þessarar viku var enn hægt að vera andvaka og liggja yfir kúrv- unum og tölunum til að sjá hvort þyrfti að endurprenta, en núna er mjög fátt sem við getum gert nema bíða. Við erum með fullt af góðu fólki úti í búðunum sem fylgist með hreyfingunni þar og lagerinn verð- ur að tæmast í dag og á morgun.“ Guðrún segir mikilvægt að fylgj- ast með því að réttar bækur séu í réttum búðum, því það sé misjafnt hvar einstakar bækur seljist mest. „Nú eru tveir metsölulistar í gangi, því Eymundsson, og nokkrir bók- salar til, eru því miður ekki með í bóksölulista Félags bókaútgefenda. Með því að skoða muninn á þessum tveimur listum fæst smjörþefur af því að það selst ekki allt jafnt á ólík- um stöðum.“ Salan hefur farið vel af stað, að sögn Guðrúnar, og hún er feiki- ánægð með sína höfunda. Þriðja prentun af skáldsögu Jóns Kalmans Stefánssonar, Fiskarnir hafa enga fætur, var sett í gang á mánudag- inn og Guðrún segir henni verða dreift í búðirnar í dag. „Skáldsög- urnar okkar tvær, Fiskarnir hans Jóns Kalman og 1983 Eiríks Guð- mundssonar, eru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og hafa verið endurprentaðar. Þeir eru báðir að seljast reglulega vel. Hlustað eftir Jón Óttar Ólafsson er að taka góðan kipp og í heild ligg- ur þetta ár hjá Bjarti, og samsteyp- unni Bjarti & Veröld, á milli þess að vera mjög gott eða frábært, þar liggur eini efinn. Því er ég auðvitað mun rólegri og afslappaðri núna en oft áður á þessum tíma.“ Þú vilt væntanlega helst fá eitt- hvað annað en bækur í jólagjöf? „Nei, svo sannarlega ekki. Mig langar alltaf í bækur í jólagjöf! Það er auðvitað auðveldara að koma mér á óvart með erlendum bókum í jólapakkanum, en það verða að vera bækur undir jólatrénu, annað eru ekki jól.“ fridrikab@frettabladid.is Verða að vera bækur undir jólatrénu Hvernig líður bókaútgefendum þessa síðustu daga fyrir jól? Of seint að endur- prenta og lítið að gera nema bíða eft ir sölutölum. Guðrún Vilmundardóttir, út- gáfustjóri Bjarts, segist vera í ljómandi skapi enda líti út fyrir frábært útgáfuár. Í JÓLASKAPI Guðrún Vilmundardóttir segist vera mun afslappaðri í ár en oft áður á þessum tíma, enda hafi útgáfuárið verið gott. Fréttablaðið/Valli
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.