Fréttablaðið - 20.12.2013, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 20.12.2013, Blaðsíða 72
20. desember 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 48 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Tónleikar 17.00 Aukatónleikar Baggalúts fara fram. Um er að ræða jólatónleika hópsins. 19.30 Boðið verður til óvenjulegra jóla- tónleika á Jólatónlistarhátíð Hallgríms- kirkju. Þýsku jazztónlistarmennirnir Markus Burger og Jan von Klewist flytja mörg þekkt sálma- og jólalög á píanó og saxófón. Aðgangur er ókeypis. 20.00 Sigríður Thorlacius heldur tónleika á Græna hattinum. Á þessum jólatónleik- um flytur Sigríður m.a. lög af nýútkom- inni jólapötu ásamt hljóðfæraleikurunum Guðmundi Óskari Guðmundssyni (bassi), Bjarna Frímanni Bjarnasyni (píanó og fiðla), Ómari Guðjónssyni (gítar) og Helga Svavari Helgasyni (trommur). 20.00 KK og Ellen halda aðventutónleika í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Aðventu- tónleikarnir eru orðnir ómissandi þáttur í aðdraganda jóla og koma gestum ávallt í hátíðarskap. Í mörg ár hafa þau haldið í hefðina og komið saman, ýmist þau tvö eða ásamt hljómsveit sem spilað hefur með þeim. 20.00 Fjölskyldujólatónleikar sem haldnir eru fimmta árið í röð. Þar fer Regína Ósk fremst í flokki frábærra tónlistarmanna. Þar munu þau flytja lög af jólaplötu Reg- ínu ásamt flottum klassískum jólaperlum. Kærleikur, gleði og gospel verða við völd þetta kvöld í kirkjunni. 20.00 Í tilefni útgáfu á annarri breiðskífu sinni blæs hljómsveitin JOHNNY AND THE REST til veglegrar tónleikaveislu í Tjarnarbíói. Nýja afurðin ber heitið Wolves in the Night og hefur að geyma lög á borð við Mama Ganja sem fengið hefur afbragðs viðtökur á öldum ljós- vakans síðan í sumar. 20.00 Jólatónleikar X-ins, Xmas fara fram. Miðaverð er 1977 krónur og rennur óskipt í minningarsjóð Lofts Gunnars- sonar, sem vinnur að því að bæta hag útigangsmanna í Reykjavík. Tónleikarnir fara fram í Austurbæ og margir helstu rokkarar landsins skemmta. 21.00 Hin einlægu og líflegu söngva- skáld Kristjana Stefáns, Ragga Gröndal og Svavar Knútur blása til tónleika í jólatónleikaröð- inni Eitthvað fallegt á Café Rosenberg í kvöld. 23.00 Áratugalöng hefð er fyrir Jólasöngvum Kórs Langholtskirkju. Ein- söngvarar eru Andri Björn Róbertsson, Guðrún Matthildur Sigurbergsdóttir, Jóna G. Kolbrúnardóttir, Ólöf Kolbrún Harð- ardóttir og Þóra Einarsdóttir. Þetta verða þrítugustu og sjöttu jóla- söngvarnir við kertaljós og að vanda er boðið upp á rjúkandi jólasúkkulaði og piparkökur í hléi. Mikill jólaandi ríkir á tónleikunum og geta fjölmargir gesta vart hugsað sér upphaf jólahátíðarinnar án þess að mæta á jólasöngva. 23.00 Hljómsveitin Steed Lord mun koma fram á hörkutónleikum á Harlem og trylla lýðinn í Reykjavík! Hljómsveitin heldur ekki oft tónleika á Íslandi og þess vegna er um að gera að tryggja sér miða til að sjá sveitina spila. Steed Lord hefur verið við upptökur í Los Angeles. Söngskemmtun 21.00 Tónlistarverkefnið Lonewolf mun standa fyrir útgáfu/frumsýn- ingarpartíi á Bar 11. Lonewolf var að gefa út plötuna It Was My Mind og hefur nú gert myndbönd við þrjú lög sem finna má á plötunni. Á laugar- daginn verða myndböndin spiluð auk þess sem platan verður spiluð í heild sinni. Tónlist 23.00 Lifandi tónlist verður á Ob-La-Dí-Ob- La-Da, Frakkastíg 8. Upplýsingar um við- burði sendist á hvar@ frettabladid.is „Það verður alveg mökkur af fólki þarna,“ segir Logi Bergmann Eiðs- son sjónvarpsmaður um sérstak- an jólaþátt sem verður á dagskrá á Stöð 2 í kvöld klukkan fimm mín- útur í átta. Þátturinn heitir ein- faldlega Risastóri jólaþátturinn og mun Logi taka á móti ófáum góðum gestum. „Ég held að þátturinn hafi aldrei verið svona stór, það eru einhver sjö, átta tónlistaratriði og nóg að gera,“ segir hann, en meðal þeirra sem flytja munu lög í þættinum má nefna Jón Jónsson, KK og Ellen, Lay Low og Ragga Bjarna ásamt fleirum. „Hápunkturinn verður svo þegar Helgi Björns kemur og tekur Ef ég nenni,“ bætir Logi við. Að sögn Loga mun þátturinn standa í um einn og hálfan tíma, þó að erfitt sé að segja til um það með vissu. „Við reynum alltaf að gera aðeins meira en við ráðum við,“ segir Logi. „Það verða allavega mikil læti og mikið vesen.“ - bá Mikil læti og vesen Logi Bergmann stýrir risastórum jólaþætti í kvöld. Hrífandi saga eistaraverk eftir M a Maria Matute An ábærri þýðingu í fr s R. Ólafssonar. Kristin málabók - hver Tví opna er bæði á íslensku og spænsku. FIMMUND NÓG AÐ GERA Logi Bergmann lofar fjöri í kvöld. Lög, kvæði og þjóðlegan fróðleik er að finna á nýútkomna DVD-diskn- um Íslensku jólasveinarnir okkar. Það er framleiðslufyrirtækið Sítr- us sem gefur diskinn út og er ætl- unin með honum að fræða börn um gömlu jólasiðina. „Þetta er svona kynning á íslensku jólasveinunum,“ segir Stefán Sigurjónsson hjá Sítrus. Allir þrettán jólasveinarnir eru kynntir með leik, söng og þekkt- um vísum Jóhannesar úr Kötlum, en þær eru lesnar af Ólafi Darra Ólafssyni leikara. Einnig fylgir með alls konar fróðleikur tengdur hverjum jólasveini. „Til dæmis má nefna að Hurða- skellir hét einnig Faldafeykir,“ segir Stefán. „Þá er ekki átt við faldinn á pilsum, heldur faldið á höfuðbúnaði skautbúningsins.“ Að sögn Stefáns verður haldið í það eftir jól að taka upp enska tal- setningu á efninu og kynna alþjóða- markaðinn fyrir íslensku jólunum. „Við höfum reyndar lögin ramm- íslensk og leyfum útlendingunum bara að svitna,“ segir hann, en jóla- sveinarnir syngja meðal annars lög á borð við Jólasveinar ganga um gólf og Á jóladaginn fyrsta. Stefán segir gott að gleyma ekki þjóðlegum siðum þó börn í dag þekki frekar hinn alþjóðlega „Coca-Cola-jólasvein“. „Þetta er bara til að minna á gömlu, góðu, íslensku jólin.“ - bá Leyfum útlendingum að svitna á jólunum Nýtt barnaefni kynnir gömlu, íslensku jólahefðirnar fyrir yngstu kynslóðinni. Íslenskir jólasveinar hafa alltaf verið hrifnir af hinum ýmsu mjólkurafurðum. Ásamt Skyrgámi voru eitt sinn til jólasveinirnir Smjörhákur og Rjómasleikir, en þeir hafa fallið í gleymsku. Kertasníkir lagði sér kerti til munns hvenær sem færi gafst. Kerti voru áður fyrr ekki gerð úr vaxi heldur úr tólg, harðri fitu af nautgripum eða sauðfé. Tólgur var meðal annars notaður til að geyma kjötmeti. Askur er tréílát með loki sem fólk borðaði úr á árum áður. Hver átti sinn ask sem var geymdur undir rúmi þar sem heimilisdýrin sleiktu hann hreinan, eða uppi á hillu fyrir ofan rúm eigandans. Askasleikir var fljótur að ná í askana áður en þeir voru settir fyrir hundana og kettina til að sleikja úr þeim afgangana. Stekkjarstaur dregur EKKI nafn sitt af staurfótum sínum, þrátt fyrir það sem stendur í kvæði Jóhannesar frá Kötlum. Sérstök gerð fjárréttar kallaðist stekkur, og þar faldi fyrsti jólasveinninn sig eins og staur ef einhver kom í fjárhúsið þegar hann var að sjúga mjólk úr kindunum. ➜ Nokkrir fróðleiksmolar af disknum SPRÆKUR Giljagaur bregður á leik ásamt bræðrum sínum á nýja disknum. Þetta er bara til að minna á gömlu, góðu, íslensku jólin. Stefán Sigurjónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.