Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.12.2013, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 20.12.2013, Qupperneq 74
20. desember 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 50 ÓKEYPIS Tónleikar Barmahlíðarkórsins Barmahlíðarkórinn flytur söngperlur á Kaffikompaníinu á Kjarvalsstöðum laugardaginn 21. desember klukkan 13. Ókeypis kakó og kleinur fyrir 12 ára og yngri, aldrei að vita nema jólasveinar láti sjá sig á svæðinu. Vertu fyrirmyndar- foreldri um jólin Ýmislegt er hægt að gera með yngstu börnunum í aðdraganda jólanna og yfi r sjálfa jólahátíðina. Skemmtanirnar eru á ýmsu verði og því ætti hver að geta fundið eitthvað við sitt hæfi – hvort sem pyngjan er þung eða létt. Hörður Sveinsson ljósmyndari fékk kartöflu í skóinn þegar hann var fjögurra ára gamall. „Ég man mjög vel eftir því, þetta var mjög trámatískt í þeim skilningi að ég man þetta enn þó að ég muni fátt annað frá því að ég var fjögurra ára. Ég man ekki hvað ég gerði af mér, en ég vaknaði og mér brá rosalega þegar ég sá að ég hafði fengið kartöflu. Ég henti henni út um gluggann á kjallaraíbúðinni sem við fjölskyldan bjuggum í við Laugateig. Þegar mamma spurði mig hvað ég hefði fengið í skóinn sagðist ég hafa fengið mandarínu og að ég væri búinn að borða hana. Svo gekk mamma eitthvað á mig til að fá mig til að segja satt en ég þrjóskaðist við og laug, enda var ég mjög þrjóskt barn. Ég er ekki jafn þrjóskur í dag. Ætli þetta hafi ekki orðið til þess að ég varð þessi herramað- ur og þetta prúðmenni sem ég er í dag. Reyndar fékk ég líka kartöflu í skóinn í fyrra. Þá vildu börnin mín að ég setti skóinn út í glugga. Svo fékk ég innpakkaða kartöflu með skilaboðum frá Stekkjar- staur þar sem stóð að ég myndi ekki fá neitt í skóinn af því að ég færi alltaf svo seint að sofa. „Hvað ertu eiginlega að pæla að setja skóinn út í glugga,“ stóð í skilaboðunum. Börnunum mínum fannst þetta mjög fyndið. Börnin mín hafa aldrei fengið kartöflu frá jólasveininum, enda einstak- lega prúð börn. Þau fá bara kart- öflur í matinn.“ - ue Herramaður og prúðmenni í dag Hörður Sveinsson ljósmyndari fékk kartöfl u í skóinn þegar hann var barn og reyndar líka á jólum í fyrra. HENTI KARTÖFLUNNI ÚT Þrjóskan eltist af Herði Sveinssyni. ÓKEYPIS Jólasveinar á Þjóðminjasafni Jólasveinarnir mæta á Þjóðminjasafnið klukkan 11 á hverjum degi til jóla og hafa gert það í 25 ár. ÓKEYPIS FYRIR BÖRN Jólasýning Árbæjarsafns Ungir sem aldnir geta rölt á milli húsanna og fylgst með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla daga. Hrekkjóttir jólasveinar gægjast á glugga og kíkja í potta, börn og fullorðnir fá að föndra og syngja jólalög. Sýningin er opin sunnudag- inn 22. desember frá klukkan 13 til 17 og er aðgangseyrir 1.200 krónur fyrir fullorðna. ÓKEYPIS Jóladagatal Norræna hússins Á hverjum degi klukkan 12.34 frá 1. til 23. desember er opnaður nýr gluggi og gestir fá að njóta atriðis í sal Norræna hússins. Aldrei er tilkynnt hvaða skemmtiatriði verður hvern dag og en uppákomurnar fjalla ekki endilega allar um jólin. 200 KR./1.000 KR. Skautaferð Leikskólabörn borga 200 krónur fyrir aðgang að Skautahöllinni í Laugardal en sextán ára og yngri borga 1.000 krónur. ÓKEYPIS/550 KR./750 KR. Jólakötturinn Hægt er að heimsækja Jólaköttinn í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum, og auðvitað öll hin dýrin líka. Ókeypis er fyrir börn til fjögurra ára aldurs, börn 5 til 12 ára borga 550 krónur og unglingar 750 krónur. 750 KR./1.200 KR. Bíóferð Nóg er um að vera í kvikmyndahúsum og meðal annars hægt að bjóða börnunum á teiknimyndirnar Frosinn, Risaeðlur og Furðufugla. Verð fyrir börn að átta ára aldri er 750 krónur og fyrir 9 til 12 ára 1.200 krónur. 1.900 KR. Leitin að Jólunum Tveir skrítnir og skemmtilegir náungar taka á móti litlum leikhúsgestum í anddyri Þjóðleikhússins. Með þeim í för eru tveir hljóðfæraleikarar og þessi fjörugi hópur leiðir börnin með leik og söng um leik- húsið. Börnin ferðast inn í ævintýraveröld jólanna og sjá leikþætti um jólin í gamla daga og á okkar tímum. 2.700 KR. Jólahátíð Skoppu og Skrítlu Í aðdraganda jóla halda Skoppa og Skrítla mikla hátíð í Borgarleikhúsinu til að bjóða sjálfan jólasveininn velkominn til byggða. 2.900 KR. Horn á Höfði Fjölskyldusöngleikur í Tjarnarbíói sem fjallar um Björn sem vaknar einn morguninn með horn á höfði og fær Jórunni vinkonu sína til að hjálpa sér við að rannsaka málið. 3.950 KR. Óvitar Leikrit Guðrúnar Helgadóttur er sýnt í Þjóðleikhúsinu en í því fæðast börnin stór en minnka með aldrinum. 5.950 KR. Mary Poppins Ein vinsælasta sýning ársins í Borgarleik- húsinu þar sem Mary Poppins lífgar upp á heimilislífið í Kirsutrjárunni og breytir grárri Lundúnaborg í litríkt ævintýri þar sem sótarar dansa upp um veggi og loft. Saga SPRON er saga vaxandi veldis, velgengni og að síðustu umdeildra endaloka. Verkið varpar nýju ljósi á fjármálasögu Íslands og mun vafalítið vekja umtal. Ókeypis 6.000 kr. 1.000 kr. 2.000 kr. 3.000 kr. 4.000 kr. 5.000 kr. VIÐBURÐIR FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.