Fréttablaðið - 20.12.2013, Síða 84

Fréttablaðið - 20.12.2013, Síða 84
20. desember 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 60 BAKÞANKAR Lilju Katrínar Gunnarsdóttur „Við erum svo miklir listunnend- ur á Bast,“ segir Dóra Takefusa, eigandi Basts, en á föstudaginn hyggst hún opna myndlistargall- erí inni á einu af salernum kaffi- hússins Bast á Hverfisgötu. Hugmyndin er fengin frá listakonun- um Rakel McMahon, Jóhönnu Krist- björgu og Ragnheiði Káradóttur, en þær stöllur ráku hið nýstárlega sýn- ingarými Gallerí Klósett við Hverf- isgötu 61 sem lokaði fyrir tæpu ári. „Mér finnst þetta svo mikil snilld- arhugmynd og algjör synd að væri ekki virkt. Þess vegna ákvað ég með þeirra samþykki að endur- vekja þetta óhefðbundna sýning- arrými og opna hjá mér Studio Salerni,“ segir Dóra, sem hlakkar til að takast á við gallerírekstur. „Eins og nafnið gefur til kynna er sýningarrýmið inni á salerni, eða í sal þar sem maður gengur örna sinna,“ segir Dóra, kímin. Í dag verður fyrsta myndlistar- sýning Studio Salernis. „Okkur fannst tilvalið að Rakel McMahon vígði galleríið,“ útskýr- ir Dóra. Rakel hefur getið sér gott orð sem myndlistarkona undanfarin misseri. „Rakel hefur haldið einkasýningar út um víðan völl og tekið þátt í fjölda samsýninga, og rekstri alls kyns verkefna á sviði menningar og lista. Hún er stjórnarmeðlimur Nýlista- safnsins og annar hluti tvíeykisins Wunderkind Collective,” segir Dóra. Viðfangsefni Rakelar einkennast gjarnan af tvíræðni, myndlíkingu og endurmati á viðteknum sam- félagsnormum. „Mér finnst Rakel svo dásamlegur myndlistarmaður því það er líka svo mikill húmor í verkunum hennar sem snúast oft um kyn, kynhlutverk, kynhneigð, klisjur og staðalímyndir!“ segir Dóra að lokum og hvetur sem flesta til að kíkja við á opnunina á föstu- daginn kl. 17.00. olof@frettabladid.is Myndlist á klósettinu Dóra Takefusa opnar Studio Salerni á Bast á Hverfi sgötu klukkan fi mm í dag. RAKEL VÍGIR Rakel McMahon verður með fyrstu sýninguna á Studio Salerni, en hún rak áður Gallerí Klósett ofar á Hverfisgötu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STUDIO SALERNI Galleríið verður á salerninu á kaffi húsinu Bast. Ég varð fyrst ástfangin þegar ég var fimm ára. Hélt ég hefði fundið drauma- prinsinn. Hann var íðilfagur á velli, söng eins og engill og brosið hans bræddi mann og annan. Eini gallinn var að hann var ívið of gamall fyrir mig. Þetta var sjálfur Helgi Pé í Ríó tríó. Guð, hvað ég tilbað manninn. DRAUMAPRINSINN bankaði aftur á dyrnar þegar ég var ellefu ára. Þá sá ég Pál Óskar syngja í Perlunni og varð agn- dofa. Hvernig gat einn maður verið svona guðdómlegur? Sú ást dó hraðar en hún kviknaði þegar ég heyrði að ég ætti engan séns. STUTTU seinna varð ég yfir mig ástfangin af strák með mér í bekk. Sá leit út eins og Robbie Williams í Take That. Hann bjó yfir eiginleika sem hafði ekki prýtt draumaprinsinn minn hingað til – hann var nefnilega sjúklega fyndinn. Í FRAMHALDSSKÓLA kom draumaprinsinn til mín í enn ann- arri mynd. Hann var rauðhærður, ekki sá myndarlegasti í bransanum en svo fyndinn að ég pissaði næstum því í mig í hvert sinn sem hann opnaði munn- inn. Hann er háttvirtur borgarstjóri í dag en í mínum huga var hann hinn eini sanni draumaprins. Á FULLORÐINSÁRUNUM reyndi ég að búa mér til nýjan draumaprins. Hann ætti að vera hávaxinn, dökkhærður og fárán- lega myndarlegur. Hann ætti að vera af erlendu bergi brotinn – helst frá framandi landi. Ekki skemmdi fyrir ef hann gengi í jakkafötum og væri talsvert eldri en ég. ÞESSA tilbúnu draumaprinsa fann ég vissulega. En þessi eldheita ást kviknaði aldrei. Rauðhærða hárið og húmorinn tog- aði alltaf í mig. NÚ er árið næstum liðið. Einn af hápunkt- unum var þegar draumaprinsinn kom inn í líf mitt algjörlega óvænt og henti Jóni Gnarr af toppnum. Rauðhærður, pissfynd- inn og óstjórnlega fagur. SORRÍ, Jón Gnarr – það hlaut að koma að þessu. Sorrí, Jón Gnarr ANCHORMAN 2 8, 10.30 RISAEÐLUNAR 3D 4, 6 FROSINN 3D 3:45, 6 FROSINN 2D 3:45 HUNGER GAMES 2 7, 8, 10 Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu. S.B. - FBL T.V. - Bíóvefurinn.is 5% NATIONAL LAMPOON’S CHRISTMAS VACATION SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI KEFLAVÍK SPARBÍÓ AKUREYRI VARIETY USA TODAY LOS ANGELES TIMES THE PLAYLIST RISAEÐLURNAR 3D KL. 6 - 8 PIONEER KL 10 . MANDELA KL. 6 THE HUNGER GAMES 2 KL. 9 Miðasala á: og ANCHORMAN 2 LÚXUS RISAEÐLURNAR 3D ÍSL. TAL RISAEÐLURNAR 2D ÍSL. TAL FROSINN 2D ÍSL. TAL FROSINN 3D ÍSL. TAL THE HUNGER GAMES 2 THE COUNCELOR KL. 5.20 - 8 - 10.35 KL. 5.20 - 8 - 10.35 KL. 3.30 - 8 KL. 3.20 - 6 KL. 3.30 - 5.40 KL. 3.30 KL. 6 - 8 - 9 KL. 10 RISAEÐLURNAR 3D Í SL. TAL RISAEÐLURNAR 2D ÍSL. TAL PIONEER THE HUNGER GAMES ÍHROSS OSS KL. 6 - 8 - 10 KL. 6 KL. 9 KL. 6 - 9 KL. 6 - 9 TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG YFIR 35.000 MANNS Í AÐSÓ KN! JÓLAMYNDIN Í ÁR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.