Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.12.2013, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 20.12.2013, Qupperneq 86
20. desember 2013 FÖSTUDAGUR| SPORT | 62 FÓTBOLTI Andre Villas-Boas, sem rekinn var úr starfi knattspyrnustjóra Tottenham á dögunum, var mótfall- inn því að fá fjóra af leikmönnunum sjö sem komu til Lundúnaliðsins í sumar. Portúgalinn mótmælti kaupunum á Erik Lamela, Nacer Chadli, Vlad Chiriches og Christian Eriksen sem kostuðu samanlagt 56 milljónir punda. Villas-Boas vildi fá Hulk, Joao Moutinho og David Villa á White Hart Lane en á það var ekki hlustað. Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, er þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir. Villas-Boas sóttist eftir því að fá Paulinho, Etienne Capoue og Roberto Soldado en hinir fjórir komu að frumkvæði Levy og Franco Baldini, yfirmanns knatt- spyrnumála. Les Ferdinand, einn af aðstoðarmönnum Villas-Boas og hluti af núverandi þjálfarateymi, sagði síðar í gær að Villas-Boas hefði ekki verið þvingaður. Eftir því sem hann vissi best hefði stjórinn verið ánægður með þá leikmenn sem komu til félagsins. „Það var stungið upp á flestum þessum leikmönnum við hann en hann gaf samþykki sitt fyrir þeim. Miðað við okkar samtöl þá var hann ekki mótfallinn því að fá þessa stráka,“ sagði gamla kempan Ferdinand sem vonast eftir því að fá meira að gera hjá félaginu. - ktd Leikmenn keyptir í óþökk Villas-Boas? ANDRE VILLAS-BOAS Helena Sverrisdóttir hefur verið sjóðheit fyrir utan þriggja stiga línuna í Evrópukeppninni í vetur en hún spilar nú með ungverska liðinu Aluinvent Miskolc í EuroCup. Helena hitti úr 12 af 20 þriggja stiga skotum sínum í sex leikjum sínum í riðlakeppninni sem gerir sextíu prósent nýtingu og kom henni í 5. sætið á lista yfir bestu skyttur keppninnar. Helena átti meðal annars tvo leiki þar sem hún hitti úr öllum þremur þriggja stiga skotum sínum. Helena skoraði 14,8 stig að meðaltali á 24,0 mínútum í leik og var sú nítjánda stigahæsta. Helena skoraði 31 stig og hitti úr 5 af 8 þriggja stiga skotum sínum þegar Miskolc tapaði í Mið-Evrópu-deild- inni í gærkvöldi. Stórleikur hennar dugði því miður ekki til sigurs en Miskolc tapaði 63-66. Með sextíu prósent þriggja stiga nýtingu í Evrópukeppninni SPORT FÓTBOLTI Hinn 23 ára gamli Sel- fyssingur, Viðar Örn Kjartans- son, mun reyna fyrir sér í atvinnu- mennsku á nýju ári. Hann sló í gegn í Pepsi-deildinni síðasta sumar með Fylki þar sem hann skoraði þrettán mörk rétt eins og Atli Viðar Björnsson og Gary Martin. Viðar fékk að launum silfurskó- inn en Atli Viðar fékk gullskóinn þar sem hann lék færri leiki en Viðar og Martin. Þessi flotta frammistaða hans síðasta sumar fór ekki fram hjá erlendum félögum enda verð- ur Viðar búinn að skrifa undir atvinnumannasamning síðar í dag. „Við höfum náð saman um þriggja ára samning og ég er virkilega spenntur fyrir þessu,“ segir Viðar en hann fór til reynslu til félagsins í október og allt síðan þá var mjög líklegt að hann færi til félagsins. Hafa mikla trú á mér „Ég var hjá þeim í tíu daga og gekk mjög vel. Þeir vildu samt ekki gera neitt fyrr en þeir væru búnir að tryggja sér úrvalsdeildarsæti. Það gekk sem betur fer og ég vissi allt- af að þá yrði af þessu.“ Þjálfari liðsins er gamla kemp- an Kjetil Rekdal. Hann ætlar Við- ari Erni stórt hlutverk í liðinu en hann mun leysa Torgeir Børven af hólmi en sá er á leið til Twente í Hollandi. „Menn hafa mikla trú á mér hérna. Þetta er flottur klúbbur og sá eini í Ósló. Það er mikil stemn- ing í kringum félagið. Rekdal er flottur. Svolítið sérstakur sem er alls ekki verra. Hann hefur trú á mér og það er það jákvæðasta við þetta.“ Viðar Örn segir að sitt mark- mið hafi verið að komast út eftir sumarið. Það hafi gengið upp enda skoraði hann 13 af 33 mörkum Fylkis. „Það þarf að skora mörg mörk til þess að komast frá Íslandi. Ég vildi komast út fyrr en var bjart- sýnn á að það tækist núna,“ segir Viðar en uppgangur hans síðustu ár hefur verið hraður. Átti frábært tímabil í fyrra en var ekki eins áberandi hjá Selfossi sumarið þar á undan þó svo að hann hafi sýnt lipra spretti. „Fyrri umferðin síðasta sumar var erfið en ég skoraði níu mörk í seinni umferðinni er liðið komst í gang. Það var minna að gera í framlínunni fyrri umferðinni.“ Hann lenti í erfiðum meiðslum þegar hann var 19 ára en hann sleit þá krossband. Þau héldu honum frá vellinum í nánast tvö tímabil. „Ég hef lent í ýmsu á ferlinum og það hefur styrkt mig mikið. Ég er meira tilbúinn núna en fyrir fjórum til fimm árum. Þetta er rétti tíminn fyrir mig. Ég hef fulla trú á sjálfum mér og ætla að sýna að ég eigi vel heima í þessari deild,“ segir Viðar Örn Kjartans- son. henry@frettabladid.is Rétti tíminn fyrir mig Framherjinn Viðar Örn Kjartansson mun í dag skrifa undir þriggja ára samning við norska úrvalsdeildarfélagið Vålerenga. Hann kemur til félagsins frá Fylki. NÝ ÆVINTÝRI Viðar Örn er að uppskera eftir frábært sumar með Fylki og verður gaman að fylgjast með honum í Noregi. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR HANDBOLTI Dragana Cvijic átti stórkostlegan leik með Serbum þegar liðið skellti Norðmönnum á HM kvenna á miðvikudagskvöldið. Átta sinnum skaut hún á markið og alltaf hafnaði boltinn í netinu. Þá tók hún hraustlega á því í vörninni gegn norsku stelpum sem áttu fá svör. Lýsandi leiksins, Harald Bred- eli, á TV 2 hefur verið gagnrýnd- ur fyrir orðaval sitt á meðan leik stóð. Cvijic er stór og stæðileg, 185 cm á hæð og 95 kíló. Varð honum tíðrætt um líkamsbyggingu Serb- ans. „Við sjáum að hún hefur ekki misst úr kvöldverð síðan hún fæddist fyrir 23 árum,“ sagði Bred eli þegar Cvijic nældi í víta- kast. Else-Marthe Sörlie Lybekk, sem spilaði 215 landsleiki fyrir Noreg, sagði lýsandann líklega hafa tjáð sig án þess að hugsa. Minnti hún á átta ára gamalt atvik þegar Bred- eli sagði í beinni útsendingu að handboltakonan Gro Hammerseng væri glæsilegasta lesbía sem Nor- egur hefði alið. Lýsandinn gerði sér ekki grein fyrir að kveikt væri á hljóðnemanum. Fyrir vikið var Hammerseng komin opinberlega út úr skápnum gegn vilja sínum. Eftir leikinn gerði Bredeli tap- leikinn upp á samfélagsmiðlinum Twitter í nokkrum orðum. „Okkar leikmenn og liðið hafa átt betri daga. Serbar eiga mikið hrós skilið og spiluðu sinn besta leik frá upphafi. Cvijic sýndi fram á mikilvægi kvöldverðar.“ Lybekk segir handboltafólk af öllum stærðum blómstra í íþrótt- inni. „Hún er einn besti línumaður í heimi og leiðtogi bæði í félagsliði sínu og landsliði. Svona ummæli eiga ekki heima í norsku sjónvarpi. Það eru til aðrar leiðir til þess að vera fyndinn.“ - ktd Kvöldverðurinn er mikilvægur Norskur lýsandi hefur verið gagnrýndur fyrir orðaval í tapleiknum gegn Serbíu. BAR LIÐIÐ Á HERÐUM SÉR Dragana Cvijic var frábær með Serbum á móti Noregi. Hér fagnar hún sigrinum með liðsfélaga sínum. MYND/AFP Mörk Viðars Arnar í Pepsi-deild karla sumarið 2013 TÖLFRÆÐIN Í DEILDINNI Leikir 22 Mörk 13 Stoðsendingar 3 Fráköst af hans skotum sem gáfu mark 1 Fiskuð víti sem gáfu mark 3 Þáttur í mörkum 20 TÖLFRÆÐIN Í DEILD OG BIKAR Leikir 25 (3 í bikar) Mörk 18 (5 í bikar) MÖRK EFTIR AÐSTÆÐUM Á heimavelli 6 mörk Á útivelli 7 Í fyrri hálfleik 4 Í seinni hálfleik 9 Á fyrsta hálftímanum 3 Á síðasta hálftímanum 7 Á móti fjórum efstu liðunum 3 Á móti efri hluta (lið í 1. til 6. sæti) 6 Á móti neðri hluta (lið í 7. til 12. sæti) 7 MÖRK EFTIR MÁNUÐUM Maí 3 mörk (5 leikir) Júni 1 (4) Júlí 3 (5) Ágúst 2 (3) September 4 (5) MÖRK EFTIR AÐFERÐUM Með hægri fæti 11 mörk Með vinstri fæti 0 Með skalla 1 Úr víti 1 MÖRK EFTIR AÐSTÖÐU Úr markteig 2 mörk Úr vítateig utan markteigs 9 Utan teigs 1 MÖRK EFTIR SNERTINGUM Úr föstu leikatriði 1 mark úr víti Eftir eina snertingu 6 Eftir tvær snertingar 2 Eftir þrjár til fjórar snertingar 3 Eftir fimm eða fleiri snertingar 1 MÖRK EFTIR AÐDRAGANDA Eftir stungusendingar 4 mörk Eftir langar sendingar 3 Eftir fyrirgjafir 2 Eftir föst leikatriði 3 Annar undirbúningur 1 FÓTBOLTI Íslenska karlalands- liðið í knattspyrnu er í 49. sæti á nýuppfærðum styrkleikalista FIFA en desemberlistinn var gef- inn út í gær. Strákarnir okkar fara upp um eitt sæti á listanum. Litlar hreyfingar eru á honum enda fáir leikir farið fram síðan hann var uppfærður fyrir mánuði. Ísland hóf árið í 89. sæti og fór því upp um 40 sæti á árinu 2013. - óój, - ktd Ísland upp um 40 sæti á árinu UPP, UPP, UPP Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði landsliðsins. NORDICPHOTOS/GETTY HANDBOLTI Drífa Þorvaldsdóttir, hægri skytta ÍBV í Olísdeild kvenna í handbolta, leikur ekki meira með liðinu í vetur. Drífa er ófrísk og tilkynnti liðsfélögum sínum gleðitíðindin á dögunum en hún hefur skorað 4 mörk í leik í vetur og var valin í A-landsliðið á dögunum. Svavar Vignisson, þjálfari ÍBV, sagði í samtali við Eyjafréttir að Drífa sé fimmti leikmaðurinn sem tilkynni honum að hún sé ófrísk síðan hann tók við ÍBV-liðinu. - ktd Barnalán í tíð Svavars DRÍFA ÞOR- VALDSDÓTTIR.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.