Fréttablaðið - 20.12.2013, Qupperneq 94
20. desember 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 70
„Einn leikari sleit liðþófa á æfingu
svo ég þurfti að stökkva inn í sýn-
inguna í hlutverk Much Miller. Ég
frumsýndi því líka sem leikari.
Aldrei dauð stund hjá mér,“ segir
leikarinn og leikstjórinn Gísli Örn
Garðarsson. Hann er búinn að
dvelja vestan hafs meirihlutann af
árinu og frumsýndi á miðvikudag-
inn sýninguna The Heart of Robin
Hood sem hann leikstýrir í leikhús-
inu American Repertoire í Boston.
Gísli Örn frumsýndi líka sem leikari
því hann þurfti að taka við hlutverki
leikarans Andy Grotelueschen á síð-
ustu stundu.
Andy leikur Much Miller sem
er eitt af aðalhlutverkunum í sýn-
ingunni. Hann er einn af útlög-
um Hróa Hattar og þarf að sýna
ýmsar kúnstir á sviðinu, svo sem
loftfimleika og sviðsslagsmál.
Andy þessi hefur leikið í ýmsum
þekktum leikritum í Bandaríkjun-
um, þar á meðal Cyrano de Berg-
erac og Roundabout á Broadway. Þá
lék hann lítið hlutverk í sjónvarps-
þáttunum Elementary. - lkg
Einn
leikari sleit
liðþófa á
æfingu svo ég
þurfti að
stökkva inn í
sýninguna í
hlutverk
Much Miller.
Gísli Örn Garðarsson
Stökk inn í sýningu fyrir slasaðan leikara
Gísli Örn frumsýndi The Heart of Robin Hood í Boston á miðvikudaginn sem bæði leikari og leikstjóri.
FJÖLHÆFUR Gísla er margt til lista lagt. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
(Eftir minni)
Undan vindi vondar sendi,
óskir ferskar raski þrjóskum,
eitrið ljóta bíti hann skeytið
holdið grenni, kenni og innan brenni
Allur fyllist illum sullum,
eyði snauðum bráður dauði.
Ágústa Eva Erlendsdóttir, leikkona.
BESTA NÍÐVÍSAN
„Ég vann fyrir Victoriu Beckham í
síðustu viku og það var mjög magn-
að að hitta hana,“ segir fyrirsætan
Eydís Helena Evensen sem hefur
búið í London í haust.
Hún hefur unnið sem Elite-fyrir-
sæta þar undanfarið og tekist á við
ýmis áhugaverð verkefni. „Verk-
efnið fyrir Victoriu Beckham var
svokallað „showroom“ fyrir nýju
línuna hennar, sem virkar þannig
að nokkrar fyrirsætur gengu um
salinn og sýndu línuna hennar. Sal-
urinn var fullur af kúnnum alls
staðar að úr heiminum,“ útskýr-
ir Eydís Helena, sem tók meira
að segja lagið með frú Beckham
baksviðs. „Það var mjög gaman,
enda er ég dyggur aðdáandi Spice
Girls,“ bætir Eydís Helena bros-
andi við.
Hún hefur setið fyrir hjá Top
Shop, Urban Outfitters og ELLE
UK-vefsíðunni, fyrir utan Victoriu
Beckham-verkefnið. „Þetta hefur
verið virkilega áhugavert og ég
hef öðlast mikla reynslu þarna úti.
Fyrir Top Shop gerði ég sex tísku-
myndbönd sem munu birtast á
vefsíðu Top Shop innan skamms,“
segir Eydís Helena.
Verk hennar má einnig sjá á
hinni vinsælu og virtu vefsíðu
Urban Outfitters og einnig á vef-
síðu Elle UK.
„Ég fæ yfirleitt bara sms á
kvöldin frá skrifstofunni sem
segir til um hvað ég sé að fara að
gera daginn eftir. Það er spenn-
andi og skemmtilegt,“ segir Eydís
Helena aðspurð um hvernig verk-
efnin verði til.
Fyrir utan fyrirsætustörfin,
spilar Eydís Helena á píanó og
var hún ekki í vandræðum með
að finna sér stað í London til þess
að æfa sig á píanóið. „Einn dag-
inn, þegar var ég að labba heim
úr vinnu, heyrði ég píanóhljóm úr
einni íbúð. Ég bankaði upp á og þar
kom áttræður maður til dyra og ég
spurði hann hvort ég mætti æfa
mig á píanóið hjá honum. Hann
svaraði játandi og fór ég til hans
nokkrum sinnum í viku og æfði
mig,“ útskýrir Eydís Helena.
Eydís Helena er stödd heima á
Íslandi yfir hátíðarnar og er óviss
um hvert stefnan
verði sett á næsta
ári. „Mig lang-
ar að klára tón-
listarnámið mitt
á Íslandi eftir
áramót en mér
stendur til boða
að fara að
vinna í Míl-
anó í janúar,
hjá Fashion
Milan,“
útskýrir
Eydís Hel-
ena.
Ef hún held-
ur áfram í fyrir-
sætugeiranum eru
næstu stoppistöðv-
arnar líklega París
eða New York. „Það
er auðvitað mjög
spennandi og freist-
andi að halda áfram en
mig langar að stoppa
aðeins á Íslandi í
bili.“
gunnarleo@frettabladid.is
Vann fyrir Victoriu
Beckham í London
Eydís Helena hefur unnið sem fyrirsæta Elite í London og er að gera góða hluti. Hún
hefur meðal annars setið fyrir hjá Top Shop, Urban Outfi tters og Elle UK.
VINKONA VICTORIU Eydís Helena Evensen er að gera góða hluti í fyrirsætugeiranum í London. Hún vann meðal annars fyrir
Victoriu Beckham og tók lagið með henni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Eydís Helena
tók meira að segja
lagið með Victoriu
Beckham baksviðs.
Það var mjög gam-
an, enda er ég
dyggur aðdáandi
Spice Girls.