Fréttablaðið - 27.12.2013, Síða 24

Fréttablaðið - 27.12.2013, Síða 24
27. desember 2013 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 24 Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025. Svæði norðan Ásbrautar. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 27.11.2013 að tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnar- fjarðar 2005-2025 hvað varðar svæði norðan Ásbrautar milli Selhellu og Tjarnarvalla dags. 07.10.2013 verði sett í auglýsingu skv. 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Í breytingartillögunni felst að landnotkun meginhluta svæðisins er breytt úr blöndu af stofnanasvæði og opnu svæði til sérstakra nota í athafnasvæði, og verður svæðið hluti af athafnasvæðinu Selhraun norður. Vesturhluti svæðisins fer að örlitlum hluta yfir svæði sem skilgreint er sem óbyggt svæði í gildandi aðalskipulagi, en austurhlutinn yfir á jaðar miðsvæðis Valla, sem nær eftir breytingu að göngu- og hjólreiðastíg sem skilur það frá miðsvæði Valla. Landnotkun svæðisins breytist þannig í athafnasvæði úr miðsvæði á austasta hlutanum, óbyggðu svæði á vestasta hlutanum og blandaðri notkun þjónustusvæði/opin svæði til sérstakra nota annars staðar. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðisins Selhraun norður í Hafnarfirði. Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 04.12.2013 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðisins Selhraun norður í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að svæðið er stækkað til norðurs með nýrri lóð norðan Ásbrautar, sbr. jafnframt auglýsta breytingu á aðalskipulagi. Í samræmi við aðalskipulag er nýtingarhlut- fall á lóðinni 0,33 og byggingar allt að 4 hæðir, sem er í samræmi við aðliggjandi lóð í Selhrauni norður og skipulag miðsvæðis Valla. Mesta hæð bygginga verði 17 m. Að öðru leyti gilda sömu skilmálar og fyrir svæðið Selhraun norður í heild. Skipulagstillögurnar verða til sýnis hjá skipulags- og byggingarsviði á Norðurhellu 2 og í þjónustuveri Hafnar- fjarðarbæjar Strandgötu 6, frá 27. desember til 8. febrúar 2014. Hægt er að skoða aðalskipulagstillöguna á forsíðu vefs Hafnarfjarðarbæjar www.hafnarfjordur.is Nánari upplýsingar eru veittar á skipulags- og byggingarsviði. Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til skipulags- og byggingarsviðs Hafnarfjarðar- bæjar, eigi síðar en 8. febrúar 2014. Þeir sem eigi gera athugasemdir við breytinguna innan tilskilins frests, teljast samþykkir henni. Skipulags-og byggingarsvið Hafnarfjarðar. Þú kannski starfar líka í ferðaþjónustu? Kannski á gististað eða í afþrey- ingu, leigir út bíla eða selur veitingar, já eða olíu á bílinn? Ef þú svar- ar framangreindum spurningum jákvætt er það líka þitt hlutverk að gefa þeim ferðamönnum sem þú talar við upplýs- ingar. Ekki eingöngu um náttúruperlur sem fram undan eru eða mögulega veitinga- og gististaði heldur líka um aðstæður á svæð- inu. Í september komu rúmlega 70.000 ferðamenn til lands- ins sem var um 13% aukning frá fyrra ári samkvæmt tölum Ferðamálastofu. Ekkert bendir til annars en að einhver, jafnvel álíka, aukning verði á komandi vetrarmánuðum. Það merkir að tugir þúsunda ferðamenn verða á ferðinni í hverjum mánuði að njóta þess sem landið hefur upp á að bjóða. Við Íslendingar þekkjum ágæt- lega aðstæður hér á landi, hálku sem getur myndast að kvöldlagi eftir rakan dag, skafrenning sem fýkur yfir veginn sem annars er auður og vindhviður sem hrista bílinn þegar ekið er meðfram fjöllum. Svo ekki sé nú talað um rok og rigningu, slagveður sem getur verið svo kraftmikið að ekki er stætt. Við þekkjum líka þá staðreynd að þó veður sé skap- legt á láglendi getur geisað ofsa- veður þúsund metrum hærra þegar til fjalla er komið. En þessu gera erlendir ferða- menn sér ekkert endilega grein fyrir né þeirri staðreynd að veður getur breyst úr blíðu í ofsa- veður á örfáum klukkustundum. Þar kemur þú inn, þú sem talar við ferðamenn og hefur tækifæri á að upplýsa um hálkuna eða hvassviðrið sem er spáð á næstu klukkundum. Enn frekar hefur þú tækifæri á að upplýsa um stað- bundnar aðstæður sem þú sem heimamaður þekkir betur en nokkur annar. Hlutverk allra Það verður að vera hlut- verk allra þeirra sem starfa í og koma að ferðaþjón- ustu að upplýsa ferðamenn um aðstæður hverju sinni. Taka sér eina mínútu og ræða sérstaklega við ferðamanninn um hvert för- inni er heitið og benda á hvað þarf að hafa í huga ef aðstæð- ur gætu verið annað en eðlileg- ar. Mikilvægt er þá að setja sig í spor ferðamannsins sem kannski hefur enga reynslu af snjó, hálku eða íslensku votviðri, svo ekki sé nú talað um sandstorma. Það er því miður svo að fjár- magn er ekki til staðar til að halda uppi nauðsynlegri þjónustu við sívaxandi fjölda ferðamanna sem hingað koma. Má þar nefna að ekki er rutt nema fimm daga í viku að Gullfossi, merkingum er víða ábótavant og fleira mætti tína til. Vilji allra sem að þess- um málaflokki koma er þó mikill í þá átt að bæta úr því sem þarf. En þetta setur enn meiri kröfur á þá sem upplýsa ferðamenn. Það verða allir að vita að Gullfoss- vegur og bílastæði við Gullfoss eru ekki rudd á þriðjudögum og laugardögum. Ef færð er erfið eða slæm þarf að benda ferðamönnum á að fara ekki á þær slóðir svo eitt dæmi sé tekið. Á vefsíðunni safetravel.is sem rekin er af Slysavarnafélaginu Landsbjörg með stuðningi ýmissa aðila má finna helstu upplýsingar sé eitthvað athugavert við færð og veður hér á landi. Á vefsíðu Vegagerðarinnar vegagerdin.is má finna upplýsingar um færð á vegum og á vedur.is, vefsíðu Veðurstofunnar, má finna grein- argott yfirlit yfir veðurspár kom- andi daga. Viðbragðsaðilar eins og lög- regla og björgunarsveitir hafa að vetrarlagi síðustu árin sinnt hundruðum ferðamanna sem lent hafa í vandræðum, fest bíla í ófærð, villst af leið eða lent í hrakningum utan alfaraleiða. Réttar og góðar upplýsingar um aðstæður hverju sinni eru lykil- þáttur í því að fækka þeim tilfell- um. Þá upplýsingagjöf þurfa allir sem koma að ferðaþjónustu að til- einka sér. Talar þú við ferðamenn? Ég fagna því að fram- kvæmdastjórar lækninga og hjúkrunar LSH viður- kenna í Fréttablaðinu 20. desember að úrvinnsla mistaka hafi ekki verið í lagi og vonandi nota þau tækifærið núna til að stíga skrefið til fulls. Þau sýna virðingarverða auðmýkt og hugrekki sem þarf til að opna þessi mál upp á gátt. Aðrir heilbrigðis- starfsmenn sjá hér góða fyrirmynd. Þau nefna að vatna- skil hafi orðið á spítalanum fyrir tveimur árum og gefa í skyn að umrætt mál á gjörgæsludeildinni hafi komið upp í kerfisbundnu umbótastarfi sem allur spítal- inn taki þátt í. Mér þykir leitt að þurfa að benda á að ekki er allt sem sýnist í málflutningi þeirra. Svo ég skýri mál mitt betur er best er að vitna í ráðstefnuna í Hörpu 3. september sl. Þar hélt Alma D. Möller, yfirlæknir gjör- gæsludeildarinnar, erindi um til- raunaverkefni í atvikaskráningu á deildinni. Engin merki eru um að þetta verkefni sé í gangi á öðrum deildum. Þess skal geta að innleið- ing atvikaskráningar hófst á spít- alanum árið 2002. Það hefur sem sagt tekið tæp 12 ár að koma á til- raunaverkefni í innleiðingunni á einni deild. Skyldi landlæknir vera sáttur við þennan hraða á málefninu? Ég tel ekki ástæðu til að draga stórar ályktanir af yfir- lýsingum framkvæmdastjóranna eða gefa mér að allur spítalinn hafi varpað af sér gervi guðanna. Það er langt í frá að þetta sé trú- verðug innleiðing. Umrætt mál á gjörgæslunni þar sem hjúkrun- arfræðingur liggur undir grun hefur komið upp í þessu tilrauna- verkefni en ekki í kerfisbundnu átaki á öllum spítalanum eins og gefið er í skyn. Heiðarleg úrvinnsla Ég er sammála framkvæmda- stjórunum um að ákæra (dóms- m á l) get i skem mt traustið. Fari svo að hjúkrunarfræðingur- inn verði ákærður sé ég samt ekki hvernig þau geta leyft sér að réttlæta þöggun. Það er á ábyrgð stjórnenda að tryggja heiðarlega úrvinnslu mála hvort sem ákært verður eða ekki. Fari svo verður það vissulega áskorun. Þá þarf bara að laga það sem upp á vantar og halda áfram á réttri braut. Lausnina er ekki að finna í áframhaldandi þöggun. Hún á ekki heima í heilbrigðiskerfinu, þar er kaldur raunveruleikinn besti vinurinn. Annað sem ég vil benda á í málflutningi framkvæmdastjór- anna eru verkferlarnir sem farið er eftir þegar mistök eru rann- sökuð. Hefur þú séð þessa verk- ferla? Ekki ég heldur. Hvernig getum við þá metið hvort rann- sókn sé heiðarleg og að gætt sé hagsmuna þolandans? Mér skilst að spítalinn hafi sjálfur sett saman þessa (leyni)verkferla og í ofanálag rannsakar hann sjálf- ur eigin mistök og endurskoðar eigin verkferla. Óháð nefnd Þetta minnir mig svolítið á aðskilnaðarstefnuna í Suður- Afríku. Því langar mig að stinga upp á að stofnuð verði óháð sann- leiks- eða rannsóknarnefnd sem hefur það eina hlutverk að kom- ast að sannleikanum. Rannsókn- arreglur og niðurstöður verða að vera opinberar og grundvallaðar á samvinnu almennings, stjórn- enda og stjórnvalda. Það er stór hópur sem á um mjög sárt að binda vegna mistaka sem voru þögguð og illa unnið úr. Í þján- ingu þeirra og baráttu eru gríð- arleg verðmæti sem heimska væri að hunsa. Þetta fólk hefur reynslu og þekkingu á hvernig á og á ekki að taka á mistökum. Margir slíkir hafa bundist sam- tökunum Viljaspor sem bjóða fram aðstoð til að koma þessum málum í betri farveg, öllum til heilla. Nú er tækifæri til að koma með allt upp á borðið og tala um hlutina umbúðalaust og byggja farsælli framtíð heilbrigðisþjón- ustunnar. Ég fagna einnig viðtali við verkefnastjóra gæða og eftirlits hjá landlækni, Lauru Scheving Thorsteinsson, í Fréttablaðinu 21. desember þar sem fram kemur að allt bendi til að fjöldi mistaka hér á landi sé sambærilegur við það sem gerist erlendis. Það þýðir að á LSH gerast 2.500 mistök á ári, þar af verða 600 fyrir varanlegu tjóni og 170 láta lífið. Við þurfum að tala um þennan fjölda í stað þess að vona að svona sé þetta ekki. Í sama blaði segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, að hann leyfi sér að draga þessar tölur í efa. Hvaða tölum vill hann trúa? Ég skora á allar fagstéttir í heilbrigðisþjónustu að leggja málinu liðsinni sitt. Hér er um líf og dauða að tefla og við getum ekki leyft okkur neinn slóðahátt. Viljaspor stend- ur fyrir traust, virðingu og rétt- læti í þessum málum til fram- tíðar. Fortíðina getum við ekki lagfært þótt mögulegt sé að gera hana bærilegri. Kaldi raunveruleikinn Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is HEILBRIGÐIS- MÁL Auðbjörg Reynisdóttir formaður Viljaspora FERÐA- ÞJÓNUSTA Jónas Guðmundsson verkefnisstjóri hjá Landsbjörgu ➜ Því langar mig að stinga upp á að stofnuð verði óháð sannleiks- eða rann- sóknarnefnd sem hefur það eina hlutverk að komast að sannleikanum. Rann- sóknarreglur og niðurstöður verða að vera opinberar og grundvallaðar á samvinnu almennings, stjórnenda og stjórnvalda. ➜ Það er því miður svo að fjármagn er ekki til staðar til að halda uppi nauðsynlegri þjónustu við sívaxandi fjölda ferðamanna sem hingað koma. Má þar nefna að ekki er rutt nema fi mm daga í viku að Gull- fossi, merkingum er víða ábótavant og fl eira mætti tína til. Vilji allra sem að þessum málafl okki koma er þó mikill í þá átt að bæta úr því sem þarf. En þetta setur enn meiri kröfur á þá sem upplýsa ferðamenn.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.