Fréttablaðið - 27.12.2013, Page 32
FRÉTTABLAÐIÐ
4 • LÍFIÐ 27. DESEMBER 2013
Fólk og Tíska. Kjarnakonur Lífsins árið 2013. Heilsumoli . Helgarmaturinn og Spjörunum úr.
IÐA-bókakaffi Vesturgata 2a 101 Rvk.
opið til 22 alla daga.
Nú þegar árið er að líða undir lok er vert að líta til baka og skoða brot úr forsíðuviðtölum Lífsins á árinu. Sorgir,
sigrar, ást, brúðkaup, barneignir, ringulreið, tækifæri, fl utningar, hamingja, tíska og fl eira er meðal þess sem við-
mælendur deildu með lesendum Lífsins. Lífi ð þakkar þeim kjarnakonum sem prýddu blaðið á árinu.
LÍFIÐ KJARNAKONUR SEM PRÝDDU
FORSÍÐU LÍFSINS ÁRIÐ 2013
ÞETTA ER
SKEMMTI-
LEGASTA
STARF Í HEIMI
ÞÚ VERÐUR AÐ
VERA ANDLEGA STERK
Margrét Gnarr 20. SEPTEMBER
„Maður finnur rosalega mikið fyrir því. Það verða alltaf neikvæð-
ar raddir en þetta er orðið svolítið þreytt. Maður reynir að einbeita
sér að jákvæðri gagnrýni og hafa húmor fyrir þessu. Þegar ég set inn
mynd á Facebook fæ ég kannski 500 athugasemdir á myndina og þá
eru kannski tíu neikvæð. Ég passa mig á að láta ekki draga mig inn í
þetta drama.“
ALLT VIRTIST
VERA AÐ
FARA TIL AND-
SKOTANS
Nanna Bryndís
Hilmarsdóttir
8. NÓVEMBER
„Nei, ég er ábyggilega
alveg jafn slæm og þeir, ef
ekki verri. Við túruðum nán-
ast samfleytt í 18 mánuði en
við höfum það voðalega fínt.
Við erum með mjög góða rútu
með öllum helstu þægindum.
Ég get ekki ímyndað mér að
túra í sendibíl og reyna að
ná smákríu á öxlinni á öðrum
meðlimum eins og svo marg-
ar hljómsveitir þurfa að gera.
Við erum stundum að keyra í
sólarhring og rútan er troðfull
af fólki þannig að það er ekki
ekki mikið næði,“ segir hún
og glottir út í annað.
María Birta
Bjarnadóttir
18. JANÚAR
„Auðvitað kostaði það fúlgu
að þurfa að loka aftur og
færa mig úr Kringlunni á
ögur stundu og svo var það
bara mikið áfall. Allt gekk
þetta þó að lokum. Ég var
mjög snortin yfir því hversu
margir settu sig í samband
við mig og buðu mér hjálp
á einn eða annan hátt og
vil ég þakka þeim öllum hér
með þar sem ég komst aldrei
í gegnum öll bréfin sem ég
fékk á þessum tryllta tíma.“
FARIN AÐ
LÆRA AÐ SLÁ
AF KRÖFUNUM
Ebba Guðný Guð-
mundsdóttir 22. MARS
„Það gengur oftast ágætlega.
Við maðurinn minn vinnum hjá
sjálfum okkur og getum því stokk-
ið frá yfir daginn og sinnt því
sem þarf að sinna, sem er mikill
kostur þegar kemur að Hafliða.
Það þarf að smíða fætur, stilla
fætur og yfirfara reglulega, fara
í sjúkraþjálfun og annað slíkt.
Við erum heppin. En annars er
ég eins og allar mæður, oft eins
og útspýtt hundskinn, lafmóð og
andstutt að reyna að sjá um og
muna eftir milljón hlutum í einu.
En ég er farin að læra betur
núna að slá af kröfunum.“
Áslaug Magnúsdóttir 19. JÚLÍ
„Nei, alls ekki. Þessi frétt lak á meðan ég var í samningaviðræðum um eign-
arhlutinn eftir að ég hafði sagt upp. Svo kom þetta í blöðunum og mér fannst
jákvætt að það kom fram að ég var sú sem var með viðskiptavitið í fyrirtæk-
inu. Þessi frétt var svo fáránleg. Síðan hvenær er það krafa fyrir forstjóra
að vera hipp og kúl? Ég tek það nú ekkert nærri mér. Það er nú ekki þannig
sem ég vil láta meta minn árangur í starfi.“FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
MYND/ROBERT CAPLIN
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
MIKILVÆGT
AÐ FRUM-
KVÖÐLAR
TRÚI Á SJÁLFA
SIG