Fréttablaðið - 27.12.2013, Blaðsíða 48
27. desember 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING |
ÍS
LE
N
SK
A/
SI
A.
IS
/N
AT
6
18
85
1
1/
12
Settu hátíðarkraft í
sós una með Knorr
– kraftinum sem þú
þekkir og treystir!
...kemur með góða bragðið!
Hátíðarkrafturinn
kemur úr Knorr
Transaquania – Into thin air eftir
danshöfundana Ernu Ómarsdóttur
og Damien Jalet og myndlistarkon-
una Gabríelu Friðriksdóttur fær
mjög góða dóma í þýsku fjölmiðlun-
um Die Welt og Hamburger Abend-
blatt og er sagt einn af hápunktum
Nordwind-hátíðarinnar.
Sagt er um verkið í Die Welt: „Í
stórfenglegum dansi sameinast öfl-
ugar myndir sem eru bæði trufl-
andi, dulúðlegar, upplífgandi og
fagrar á sama tíma,“ og í Hambur-
ger Abendblatt segir: „Áhrifamiklar
myndir við angurværa tónlist sem
sitja munu lengi í minni.“
Nordwind-hátíðin fór fram frá 22.
nóvember til 14. desember í Berlín,
Hamborg og Dresden en á henni er
athyglinni beint að því helsta sem
er að gerast í sviðlistum og tónlist á
Norðurlöndunum. Aðrir Íslendingar
sem sýndu verk sín á hátíðinni í ár
voru meðal annars Ólafur Arnalds,
Margrét Sara Guðjónsdóttir, Egill
Sæbjörnsson og Sigríður Soffía
Níelsdóttir.
Shalala sá um uppsetningu verks-
ins nú en það var upphaflega samið
fyrir Íslenska dansflokkinn.
Transaquania– Into thin air
fær frábæra dóma í Þýskalandi
Dansverk Ernu Ómarsdóttur, Damiens Jalet og Gabríelu Friðriksdóttur,
Transaquania– Into thin air, hlaut rífandi dóma í þýskum fj ölmiðlum í vikunni.
UPPHAFLEG UPPFÆRSLA Úr sýningu Íslenska dansflokksins á Transaquania– Into thin air.
36