Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.01.2014, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 17.01.2014, Qupperneq 4
17. janúar 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 Özur, er þetta ekki gasalegt ástand? „Nei, þetta er frekar rafmagnað.“ Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bíl- greinasambandsins, tengir aukna sölu á rafbílum við niðurfellingu virðisaukaskatts og vörugjalda. Sala á bílum sem ganga fyrir metangasi hefur á sama tíma hrunið. „Magnið af fyrsta flokks ull sem bændur skila hefur minnkað frá ári til árs. Ég sé fram á hráefnis- skort á næsta ári ef fram fer sem horfir en við náum endum saman núna.“ Þetta segir Guðjón Krist- insson, framkvæmdastjóri Ístex. Hann segir muninn á verð- inu sem bænd- ur fá frá rík- inu fyrir fyrsta flokks og annars flokks ull lítinn. „Munurinn er ef til vill ekki nógu mikill. Þeir fá 558 krónur fyrir kíló af fyrsta flokks ull í ríkis- stuðning en 489 krónur fyrir kíló af annars flokks ull. Að mínu mati er greiðslum frá ríkinu ekki beint nægilega á bestu ullina og mögu- lega er hvatinn til þess að flokka hana ekki nægur.“ Verði skortur innanlands er ekki um annað að ræða en að flytja inn erlenda ull og blanda við þá íslensku, að því er Guðjón greinir frá. Ullin sem ekki er hægt að nýta í lopaframleiðslu innanlands er seld til Bretlands, Danmerkur og Þýskalands eða þangað þar sem besta verðið fæst. „Þar er hún fyrst og fremst nýtt í framleiðslu á gólfteppum en markaðsverðið á svona mengaðri ull er mjög lágt.“ Sigurður Eyþórsson, fram- kvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir það spurn- ingu hvort menn vilji auka mun- inn á greiðslunum samkvæmt sauðfjársamningnum og markaðs- verðinu sjálfu enn meira. „Það er allavega hvati en stundum ræðst ekki við þetta út af náttúrulegum aðstæðum. Það kemur fyrir að taka þurfi fé á hús með skömmum fyrirvara og ekki er alltaf hægt að rýja strax. Ef það er ekki gert er ullin fljót að spillast.“ Að sögn Sigurðar var gert átak fyrir tveimur árum til þess að menn sinntu betur ullargæðum. „Við héldum námskeið í ullarmati út um allt land. Það bar nokkurn árangur en það er engin patent- lausn til.“ ibs@frettabladid.is Skortur á hágæðaull þrátt fyrir ríkisstyrk Lítill munur á greiðslum frá ríkinu til bænda fyrir fyrsta og annars flokks ull. Hvatinn til að flokka mögulega ekki nægur, segir framkvæmdastjóri Ístex. Átak um allt land fyrir tveimur árum til að menn sinntu betur ullargæðum. Ullarmagnið sem kom til Ístex í fyrra nam 765 tonnum. 370 tonn voru unnin hjá Ístex. 395 tonn voru flutt úr landi. ➜ 765 tonn af ull til Ístex í fyrra ULLARFRAMLEIÐSLA Guðjón Kristinsson, framkvæmdastjóri Ístex, segir ekki um annað að ræða en að flytja inn erlenda ull og blanda við þá íslensku fáist ekki nóg af fyrsta flokks ull. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SIGURÐUR EYÞÓRSSON LÖGREGLUMÁL Sigríður Sóldal sagði í viðtali við RÚV í gær- kvöld niðurstöðu saksóknara um að fella niður rannsókn á kyn- ferðisbrotamáli á Snæfellsnesi mikil vonbrigði. Sigríður hefur sagt marga menn, bæði fósturföður sinn og þrjá bræður hans, hafa áratug- um saman misnotað móður sína, sem er þroskaskert. Í fréttum RÚV kom einnig fram að réttargæslumaður fatl- aðra vilji að málið sé rannsakað á ný. Ástæða sé til að óttast um réttaröryggi fatlaðra. - gb Dóttir þroskaheftrar konu: Segist ósátt við ríkissaksóknara STJÓRNMÁL Mikil ólga er í bæjarstjórn Kópavogs og hefur komið fram sú krafa að Gunnar Birgisson víki sem formaður framkvæmdaráðs bæjarins eftir umdeilda atkvæðagreiðslu í vikunni. Í tilkynningu frá bæjarfulltrúum Samfylkingar segir að Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, fari vísvitandi rangt með tölur um kostnað af húsnæðisaðgerðum og þannig hafi hann talað niður lánshæfismat bæjarins. Full- trúarnir harmi gífuryrði bæjarstjóra vegna málsins og að verkefnið muni ekki kosta þrjá milljarða eins og hald- ið hafi verið fram. Undir þetta tekur Gunnar Birgisson, Sjálfstæðisflokki. Hann segir það ekki koma til greina að hann víki úr framkvæmdaráði. „Það eru hreinar línur að bæjarstóri fer með rangt mál í fjölmiðlum. Það er ekki hægt að stilla þessu upp á versta veg og taka ekki inn í reikninginn væntanlegar tekjur af lóðasölu bæjarins,“ segir Gunnar. Ómar Stefánsson, oddviti framsóknarmanna, segir sök- ina hins vegar þeirra sem stóðu að tillögunni. „Tillagan er skýr frá þeim, hún segir „nú þegar“. „Nú þegar“ er ekki teygjanlegt hugtak og þegar þú ætlar að gera eitthvað nú þegar, sem kallar á milljarðakostnað, þá geturðu ekki kennt bæjarstjóra um það,“ segir Ómar. - eh Samfylking og Gunnar I. Birgisson segja bæjarstjóra fara með rangt mál: Bæjarstjóri fari með gífuryrði Á SUÐUPUNKTI Eftir að Gunnar Birgisson tók stöðu með minnihlutanum hafa miklar deilur risið um stöðu hans. STJÓRNMÁL Fulltrúar Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar vilja fund í efna- hags- og viðskiptanefnd um skatt- leysismörk bankaskatts en mörk- in voru hækkuð í 50 milljarða við aðra umræðu málsins á þingi auk þess sem skatturinn var hækkaður í 0,376 prósent. Vegna þessa munu greiðslur MP banka lækka um 78 prósent, úr 241 milljón niður í 53 milljónir. Þetta gagnrýna fulltrúarnir og kalla eftir rökstuðningi. -eh Vilja fund um frítekjumark: Aðsniðin lausn fyrir MP banka SPURNING DAGSINS FERMING Aldrei hafa fleiri börn verið skráð í borgaralega ferm- ingu en þetta árið. Í fyrra fermd- ust 209 ungmenni borgaralega en í ár eru 300 ungmenni skráð sem er 44 prósent aukning frá fyrra ári. Bjarni Jónsson, varaformað- ur Siðmenntar, segir vinsæld- irnar aukast ár frá ári en aldrei hafi orðið eins mikil sprengja og núna. „Ég held að orðspor athafna okkar hafi verið að spyrjast út undanfarin ár. Fólk hefur meiri aðgang að upplýsing- um um þær og velur út frá því.“ Siðmennt fékk lögskrán- ingu sem lífs- skoðunarfélag á síðasta ári og hafa vinsældir allra athafna aukist í kjölfarið. „Þar með fengu athafnastjór- ar rétt til að gefa saman hjóna- efni í hjónaband. Í fyrra gáfum við saman 36 pör sem er meira en 300 prósent aukning frá því í fyrra.“ Tölfræðiupplýsingar um fjölda fermingarbarna hjá Þjóðkirkj- unni síðastliðin ár eru ekki til. Í samtali við nokkra presta og verkefnastjóra fræðslumála hjá Biskupsstofu kom þó fram að fjöldi fermingabarna í sóknunum virðist vera svipaður og í fyrra. - ebg Aðsókn í borgaralega fermingu Siðmenntar hefur aukist um 44 prósent í ár: 300 munu fermast borgaralega VERÐLAUN Ragnar Kjartansson myndlistarmaður hlýtur Íslensku bartsýnisverðlaunin 2013. Forseti Íslands afhenti verðlaun- in á Kjarvalsstöðum í gær, áletrað- an grip og eina milljón króna. Íslensku bjartsýnisverðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 1981. Þau eru hugsuð sem viður- kenning og hvatning til íslenskra listamanna. Verk Ragnars hafa verið sýnd við góðan orðstír á listasöfnum og listahátíðum víða um heim og hefur hann tvisvar tekið þátt í Feneyjatvíæringnum. - ebg Myndlistarmaður heiðraður: Fær verðlaun fyrir bjartsýni SKIPULAGSMÁL Mikið af íbúðarhúsnæði er nú í byggingu í Austurkór í Kópavogi. Gísli Norðdahl, byggingafulltrúi Kópavogsbæjar, segir verkin ganga vel og að eftirspurn hafi verið eftir lóðum. Búast megi við að flest verkin klárist, annaðhvort á þessu ári eða því næsta. „Verkin eru á misjöfnu stigi en ganga flest vel. Það er búið að úthluta öllum fjölbýlishúsalóðum og eru framkvæmdir hafnar á flest- um þeirra. Einbýlishúsin verða mögulega lengur í framkvæmd þar sem það eru ekki bara verktakar sem standa að byggingu þeirra,“ segir Gísli og bætir við að enn séu lausar lóðir fyrir parhús og ein- býlishús. - eh Miklar framkvæmdir eiga sér stað í Kópavogi þessa dagana: Reisa fjölbýlishús í Austurkór BJARNI JÓNSSON REISA ÍBÚÐIR Unnið er að því að reisa fjölda íbúða í Kópavogi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.