Fréttablaðið - 17.01.2014, Side 8

Fréttablaðið - 17.01.2014, Side 8
17. janúar 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 1. Í hvaða landi er fjármálaráðherr- ann sem vill fremur úrsögn úr ESB en evruna? 2. Um hversu mörg prósent jókst sala á rafbílum í fyrra? 3. Hver leikstýrði tónlistarmyndbandi Ylju við lagið Út? SVÖR: 1. Bretlandi. 2. 258 prósent. 3. Erlendur Sveinsson. Fróðleikur og frábærar uppskriftir ALÞINGI Sex þingmenn Framsókn- arflokksins hafa lagt fram frum- varp um stofnun Lagaskrifstofu Alþingis. Hlutverk hennar verði að „samræma reglur um samn- ingu lagafrumvarpa og annan undirbúning löggjafarmála“ með það að sjónarmiði að frumvörp standist til dæmis stjórnarskrá, gildandi lög og alþjóðasamninga. Auk þess að ganga úr skugga um að frumvörp séu nákvæm og skýr og gjaldtökuheimildir skýrar. Í greinargerð er tekið fram að rétt sé að komið verði upp sjálf- stæðri stofnun og mikilvægt að koma í veg fyrir að óvönduð frum- vörp verði að lögum. Í athuga- semdum segir að sum lög hafi gengið gegn stjórnarskrá, eða haft aðra „lagatæknilega galla“. Laga- skrifstofa muni auk þess efla stöðu Alþingis í stjórnskipan, styrkja lýðræði og auka virðingu ríkis- stofnana. Skrifstofan skal verða skipuð fimm lögfræðingum, þar af tveim- ur lagaprófessorum. - þj Frumvarp framsóknarþingmanna undir forystu Vígdísar Hauksdóttur: Leggja til stofnun lagaskrifstofu DANMÖRK Nokkrir félagar í sið- fræðiráði danskra lækna auk fleiri lækna skora nú á stjórn- málamenn í Danmörku að leyfa ættleiðingu frjóvgaðra eggja. Þeir segja það ekki siðfræðilega rétt að á hverju ári séu þúsund- ir frjóvgaðra eggja, sem verða afgangs við tæknifrjóvgun, eyði- lagðar. Yfirlæknirinn Jakob Ingerslev segir á vef Kristilega dagblaðsins að ættleiðing eggjanna sé í sam- ræmi við ættleiðingu barna. - ibs Áskorun danskra lækna: Frjóvguð egg verði ættleidd HÚSNÆÐISMÁL Bæjarráð Hafnarfjarðar hefur sam- þykkt að leita leiða til að tryggja framboð af hag- kvæmu og öruggu húsnæði til leigu og kaups fyrir núverandi og komandi kynslóðir ungs fólks. Forsenda þess er meðal annars að leigjendur íbúðarhúsnæðis hafi möguleika á langtímaleigu til að tryggja búsetu- öryggi sitt til langs tíma. Tilgangurinn er að stuðla að sveigjanlegum hús- næðismarkaði sem tryggi öllum öruggt íbúðarhús- næði á viðráðanlegu verði. Leita á eftir samstarfs- hugmyndum frá einkaaðilum og fjárfestum, frjálsum félagasamtökum og öðrum sem hafa það að markmiði að byggja hagkvæmt og öruggt leiguhúsnæði til fram- tíðar. Bæjarráðið samþykkti að fela skipulags- og bygg- ingaráði að leggja fram tillögur um lóðir sem henta til uppbyggingar minni og hagkvæmari leiguíbúða. Hefj- ast á handa strax og hefur bæjarstjóra verið að falið að hefja undirbúning verkefnisins og móta umgjörð þess fyrir næsta fund bæjarráðs. - jme Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkir að leita leiða til að byggja ódýrar íbúðir: Húsnæði á viðráðanlegu verði NÝJAR ÍBÚÐIR Fela á skipulags- og byggingaráði Hafnar- fjarðar að finna lóðir sem henta fyrir litlar leiguíbúðir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN IÐNAÐUR Viðskiptasmiðjan Start- up Energy Reykjavík (SER) opnaði í gær fyrir umsóknir um fjármögnun og stuðning vegna verkefna í orkutengdum iðnaði og þjónustu. Allt að sjö nýsköp- unarverkefni verða valin. Í mars hefjast tíu vikna æfingabúðir í Háskólanum í Reykjavík. Landsvirkjun, Arion Banki, klasasamstarfið GEORG og Nýsköpunarmiðstöð Íslands koma að fjármögnun verkefnisins. - hg Startup Energy Reykjavík: Opnað fyrir umsóknir í gær JARÐVARMI Íslenski jarðvarmaklasinn og Klak Innovit sjá um verkefnið. FRAMSÖGUMAÐUR Vigdís Hauksdóttir er framsögumaður frumvarpsins um stofnun Lagaskrifstofu Alþingis. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MATVÆLAIÐNAÐUR Tilmæli aðal- stöðva Pizza Hut í Bandaríkjun- um eru að vísvitandi skuli gera misfellur í útliti á pitsum sem seldar eru undir merkjum fyrir- tækisins. Fréttaveita AP segir að merki um þetta kunni að vera loft- bólur og ostslettur á skorpu, allt til þess að undirstrika að flatbök- urnar séu búnar til á staðnum. A P hefu r eftir Carrie Walsh, yfir- markaðsstjóra Pizza Hut, að nú sé hluti af þjá lfun nýs starfskrafts að innræta „aukið frelsi“ þegar flattir eru út pitsubotnar. Kökukefli hafa til dæmis verið gerð útlæg. Mark- miðið er að maturinn líti betur út og hafi ekki á sér það yfirbragð að hafa komið af færibandi ein- hvers staðar. Sums staðar í heiminum hefur þess orðið vart að fólk snúi baki við unninni matvöru og skyndi- bita sem þyki einsleitur og hafi ávallt sömu lögun. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, eig- andi og framkvæmdastjóri Pizza Hut á Íslandi og í Finnlandi, segir tilmæli markaðsdeildar höfuðstöðva Pizza Hut í Banda- ríkjunum eiga misvel við eftir markaðssvæðum. „Hjá okkur, og í báðum lönd- um, er hver einasta pitsa búin til í höndunum, en þetta eru áhyggjur sem þeir hafa haft í Bandaríkjun- um og í Kína,“ segir Þórdís Lóa og kveðst efast um að hér hafi nokkrum manni dottið í hug að pitsur fyrirtækisins kæmu frosn- ar og tilbúnar. „Hins vegar þegar koma línur um eitt og annað frá Pizza Hut þá fylgjum við því ef það á við mark- aðinn sem við erum á,“ segir Þór- dís Lóa. Pizza Hut sé gríðarlega stórt, eitt af hundrað þekktustu vörumerkjum heims og með um fimmtán þúsund sölustaði um heim allan. Í slíku umfangi geti komið upp ólíkir hlutir sem taka þurfi á. Þannig hafi Kínverj- ar þurft að taka niður salatbari og hætta með hádegishlaðborð vegna hamsturs viðskiptavina. „Þá kom kannski einhver og bjó til fjall úr salatskálunum og svo borðaði heil fjölskylda af því.“ Sem dæmi um fylgni við alþjóð- lega staðla Pizza Hut bendir Þór- dís Lóa á að núna sé verið að ljúka innleiðingu á þjálfunarkerfi sem búið sé að myndgera í tölvu. „Svo- lítið eins og verið sé að leika tölvu- leik. Þetta kemur beint frá Dallas og fer þvert yfir allan heiminn.“ Hér heima er sem stendur einn Pizza Hut-veitingastaður, en úti í Finnlandi rekur Þórdís Lóa níu staði. Hún segir þó ekki loku fyrir það skotið að stöðum fjölgi á Íslandi eftir því sem hagkerfið réttir úr kútnum. olikr@frettabladid.is Tilmæli um að pitsur séu með útlitsgöllum Tilbúnir útlitsgallar eru taldir munu ýta undir sölu á flatbökum Pizza Hut í Banda- ríkjunum og víðar. Fólk forðast í auknum mæli fjöldaframleiddan mat. Áhyggjur sem eiga við annars staðar en í Evrópu, segir framkvæmdastjóri Pizza Hut á Íslandi. PITSUSNEIÐ Sums staðar er það talið geta ýtt undir ranghugmyndir um fjöldaframleiðslu og færibönd ef skyndibiti er of eins- leitur. Pizza Hut hefur gripið til sinna ráða. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. ÞÓRDÍS LÓA ÞÓRHALLS- DÓTTIR ALÞINGI Miðað við stöðuna í fangelsismálum eru von- brigði að ekki hafi verið skoð- aðir möguleikar á að innrétta fangelsi í lausum byggingum á Ásbrú, gamla varnarsvæðinu í Reykjanesbæ. Þetta sagði Karl Garðarsson, þingmaður Fram- sóknarflokksins, á þingi í gær. Þar varpaði hann fram spurn- ingu til innanríkisráðherra hvort, í ljósi þess að 500 manns séu á biðlista eftir afplánun í fangelsum og fyrirhugað fang- elsi á Hólmsheiði muni aðeins rúma um 50 fanga, ekki hafi verið teknir út möguleikar á Ásbrú. Ráðherra sagði svo ekki vera og svaraði Karl því til að hann væri undrandi á því að svo hefði ekki verið gert. - þj Þingmaður Framsóknar: Vill láta skoða fangelsi á Ásbrú VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.