Fréttablaðið - 17.01.2014, Síða 16
17. janúar 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 16
RANGÁRVÖLLUM | 603 AKUREYRI | SÍMI 460 1300 | FAX 460 1301 | no@no.is | www.no.is
AKUREYRINGAR
Lokunin
er laugardaginn
18. janúar frá kl. 6:30
og frameftir kvöldi
Nánari upplýsingar á www.no.is
Vegna framhaldsvinnu við bilun á stofnlögn
Laugardaginn 18. janúar verður heita vatnið tekið af í hluta Giljahverfis eins
og sýnt er á myndinni.
Einnig verður heita vatnið tekið af Réttarhvammi, Rangárvöllum,
Hlíðarvöllum, Glerá, Hlíðarenda, Hálöndum, Hesjuvöllum og hesthúsahverfinu
(Safírstræti og Skjólunum).
Viðskiptavinir eru beðnir að kynna sér góð ráð komi til þjónusturofs sem
finna má á heimasíðu Norðurorku www.no.is.
Sjá stærri mynd á heimasíðu
EGYPTALAND, AP Yfirgnæfandi
meirihluti þeirra, sem mættu á
kjörstað í Egyptalandi, virðist
hafa samþykkt breytta stjórnar-
skrá.
Fyrstu tölur benda til þess að
kosningaþátttakan hafi ekki verið
nema 38 prósent, að því er fram
kemur á fréttavefnum Al Jazeera,
enda höfðu íslamistar hvatt fólk til
að mæta ekki á kjörstað.
Þetta er þó heldur meira en
þegar Mohammed Morsi, þáver-
andi forseti, efndi til þjóðarat-
kvæðagreiðslu um stjórnarskrá
fyrir rétt rúmu ári, en þá tóku tæp
33 prósent kosningabærra manna
þátt og var sú stjórnarskrá sam-
þykkt með 64 prósentum atkvæða.
Kosningin hófst á þriðjudag og
stóð í tvo daga. Fyrri daginn kom
til átaka og létu níu manns lífið, en
seinni daginn fór allt betur fram.
Mikil öryggisgæsla var í landinu
meðan á þessu stóð.
Þetta voru fyrstu kosningarnar í
Egyptalandi frá því herinn steypti
Mohammed Morsi af stóli í sumar.
Stefnt er að forseta- og þingkosn-
ingum síðar á árinu.
Margir Egyptar virðast vonast
til þess að samþykkt nýju stjórn-
arskrárinnar marki upphafið að
endalokum á þeim áhrifum sem
Bræðralag múslima hefur haft í
landinu.
Framkvæmd kosninganna hefur
verið gagnrýnd, ekki síst kosn-
ingabaráttan sem einkenndist af
nokkru offorsi stuðningsmanna
stjórnarinnar. Stjórnarandstaðan
fékk lítinn aðgang að fjölmiðlum,
sem eru flestir á bandi stjórnar-
innar.
Fastlega er reiknað með því
að herforinginn Abdel Fattah el
Sissi, sem er varnarmálaráðherra
í bráðabirgðastjórn landsins, muni
bjóða sig fram til forseta. Hann
hefur þó ekki tekið af skarið um
það opinberlega ennþá.
- gb
Kosningaþátttaka dræm samkvæmt fyrstu tölum:
Egyptar samþykkja
breytta stjórnarskrá
SPÁNN, AP Héraðsþingið í Kata-
lóníu samþykkti í gær að óska
formlega eftir því að haldin verði
héraðskosning um sjálfstæði.
Stjórnin í Madríd þarf ekki að
verða við þessari ósk, og mun
áreiðanlega ekki gera það.
Engu að síður hefur sjálfstæð-
isumræðan í Katalóníu fengið
byr undir báða vængi og mun
væntanlega verða eitt af stærstu
kosningamálunum í næstu þing-
kosningum í héraðinu.
Hópur fólks kom saman fyrir
utan þinghúsið meðan atkvæða-
greiðsla fór þar fram um til-
löguna. Flestir í hópnum voru
sjálfstæðissinnar og hvöttu þing-
mennina til þess að samþykkja,
en þarna voru einnig nokkrir
sambandssinnar, sem veifuðu
spænska fánanum og hrópuðu:
„Katalónía er Spánn!“
Víðar í Evrópu hafa sjálfstæð-
ishreyfingar komist á nokk-
uð góðan skrið. Þannig búa nú
Flæmingjar í Belgíu sig undir
kosningar í vor, þar sem þeir
munu reyna að komast til meiri
áhrifa. Í Skotlandi hefur síðan
verið boðuð þjóðaratkvæða-
greiðsla um sjálfstæði, og verð-
ur hún haldin 18. september á
þessu ári.
Mariano Rajoy, forsætisráð-
herra Spánar, hefur ítrekað lýst
yfir andstöðu sinni við héraðs-
atkvæðagreiðslu í Katalóníu um
sjálfstæði. Hann segir stjórnar-
skrá landsins, sem er frá 1978,
ekki gera ráð fyrir því að héröð
landsins geti fengið sjálfstæði.
Þá stendur hann fast á því að vilji
menn láta fara fram atkvæða-
greiðslu um sjálfstæði Katalóníu,
þá verði sú kosning að fara fram
á landsvísu þannig að allir kosn-
ingabærir Spánverjar fái tæki-
færi til að segja sína skoðun.
Artur Mas, héraðsforseti
Katalóníu, hóf baráttu sína fyrir
sjálfstæði eftir að hafa reynt, en
mistekist, árið 2012 að ná fram
hagstæðari samningum við
stjórnina í Madríd um fjármál
héraðsins.
Íbúar Katalóníu eru 7,5 millj-
ónir, en Katalónía er eitt öflug-
asta hérað Spánar. Framleiðslan
þar nemur fimmtungi af þjóðar-
framleiðslu Spánar.
Bæði Evrópusambandið og
Atlantshafsbandalagið hafa hins
vegar bent Katalóníubúum á að
nýtt ríki fengi ekki sjálfkrafa
aðild að þessum samtökum, held-
ur þurfi Katalóníuríki að leggja
fram umsókn um aðild og fara í
gegnum sams konar aðildarvið-
ræður og önnur lönd hafa þurft
að gera.
gudsteinn@frettabladid.is
Katalóníuþing fer fram
á þjóðaratkvæðagreiðslu
Engar líkur þykja til þess að ríkisstjórn Spánar samþykki kröfur Katalóníubúa um að þeir fái að kjósa um sjálf-
stæði. Sjálfstæðisumræðan hefur engu að síður fengið byr undir báða vængi og héraðsþingið vill kosningar.
MANNFJÖLDI FYRIR UTAN ÞINGHÚSIÐ Meðan héraðsþingið í Barcelona sam-
þykkti tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu safnaðist fólk saman fyrir utan þinghúsið
til að hvetja þingmenn til dáða. NORDICPHOTOS/AFP
SVISS, AP „Páfagarður áttar sig á
þessu,“ sagði Charles Scicluna,
fyrrverandi aðalsaksóknari Páfa-
garðs í kynferðisbrotamálum.
„Það eru ákveðnir hlutir sem þarf
að gera öðruvísi.“
Hann sat í gær fyrir svörum
í Sviss hjá nefnd á vegum Sam-
einuðu þjóðanna, þar sem linkind
Páfagarðs gagnvart kynferðis-
brotum gegn börnum var harð-
lega gagnrýnd.
Hann bar því reyndar við, eins
og einatt áður, að Páfagarður
hafi ekki lögsögu nema yfir því
litla svæði, sem hann nær yfir í
Rómaborg. - gb
Páfagarður gagnrýndur:
Segist þurfa að
bæta úr ýmsu
FULLTRÚAR PÁFAGARÐS Búa sig undir
yfirheyrsluna í Genf. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
ATKVÆÐATALNING Á KJÖRSTAÐ Kosningunni lauk á miðvikudagskvöld og var
strax hafist handa við að telja. NORDICPHTOSO/AFP
RÚSSLAND
Vilja aðstoð frá Íran
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rúss-
lands, segir óhjákvæmilegt að fá aðstoð
frá Íran við að stilla til friðar í Sýrlandi.
Íran hefur, rétt eins og Rússland, stutt
Sýrlandsforseta dyggilega.