Fréttablaðið - 17.01.2014, Page 22

Fréttablaðið - 17.01.2014, Page 22
FÓLK| KÓRSTJÓRINN Matti Sax stökk á tækifærið til að stjórna Vocal Project fyrir þremur árum og sér ekki eftir því. MYND/ALDÍS FJÓLA BORGFJÖRÐ MIKIL STEMNING „Stemningin á tónleikum Vocal Project er oft ansi klikkuð,“ segir kórstjór- inn. Svona var stuðið á tónleikum kórsins í Borgarleikhúsinu með Sniglabandinu í fyrra. MYND/BENT MARINÓSSON Vocal Project er óvenjulegur poppkór sem var stofnaður fyrir rúmum þremur árum. „Forsagan er þannig að nokkrir vinir voru saman í gospelkór Háskólans í Reykjavík sem lagður var niður. Þau langaði að halda áfram að syngja saman og auglýstu því eftir stjórnanda til að stjórna sönghópn- um. Ég sá þá auglýsingu og sló til,“ segir Matthías Baldursson, djass- og popptón- listarmaður, eða Matti Sax eins og hann er kallaður. ÓVENJULEGUR KÓR „Kórinn er óvenjulegur að því leyti að við syngjum á brjóströddunum, það er að segja við syngjum eins og poppsöngv- arar en flestir kórar eru klassískari og hljóma frekar eins og óperusöngvarar. Á tónleikum hjá okkur erum við líka með stóra hljómsveit með okkur og Vocal Project er eini kórinn á landinu með þá sérstöðu að hafa fastráðinn trommu- leikara í stað píanóleikara eins og er algengast í kórum.“ Kórfélagar hittast mikið utan æfinga og segir kórstjórinn það vera aðalmálið að halda góðum móral í hópnum. „Okkur finnst skemmtilegast af öllu að syngja og því er það þannig að um leið og fyrsti maður mætir í partí þá er gítarinn rifinn upp og honum er ekki pakkað niður fyrr en síðasti maður er farinn úr partíinu. Ef við svo förum í bæinn saman förum við á karókíbar og höldum áfram að syngja.“ LEYNIVERKEFNI Í VOR Vocal Project hefur haldið um það bil tvenna stórtónleika á ári síðan kór- inn var stofnaður. „Við spiluðum með Sniglabandinu síðastliðið vor þar sem við útsettum Sniglabandslög upp á nýtt. Þeir spiluðu undir hjá okkur í nokkrum lögum og svo sungum við bakraddir í öðrum. Þetta var mjög skemmtilegt og við stefnum að því að gera meira af þessu. Það stefnir í rokktónleika í vor en það eina sem ég get sagt er að þeir verða með þekktu bandi. Það er því vissara að fylgjast með okkur,“ segir Matti leyndar- dómsfullur. HAMAGANGUR Í KVÖLD Í kvöld verður Vocal Project með tón- leika sem kallast Hamagangur í Hörpu. Þar verður meðal annars boðið upp á lög eftir þekktar popp- og rokkhljóm- sveitir. „Við í Vocal Project ráðumst ekki á garðinn þar sem hann er lægst- ur. Poppkór Íslands, eins og við köllum okkur stundum, er ekki þekktur fyrir það, við erum stórhuga, djörf og bjart- sýn þótt við séum einungis þriggja ára. Í kvöld ætlum við að taka lög eins og til dæmis Africa með Toto, Celebration með Kool & The Gang og Little Talks með Of Monsters and Men. Einnig tökum við eitthvað með U2, Coldplay, ABBA, Van Halen og Stevie Wonder.“ Kórinn frumflytur tvö lög á tónleik- unum, annars vegar lag um íslensku konuna eftir Áslaugu Helgu Hálfdánar- dóttur og hins vegar lag eftir skáldkon- una Þórunni Valdimarsdóttur. „Lagið eftir Þórunni er glænýtt klögunarlag sem var sérstaklega samið fyrir kór- inn. Þetta er alþjóðleg hugmynd þar sem kórar alls staðar að úr heiminum syngja klögunarlög. Það eru meira að segja til svokallaðir klögunarkórar. Þar er þá verið að kvarta yfir þjóðfélaginu og fá útrás fyrir pirringinn. Þetta er samt sem áður furðulega skemmtilegt,“ segir Matti og skellir upp úr. ■ liljabjork@365.is SKEMMTILEGASTI KÓR LANDSINS POPPKÓR Vocal Project er skemmtilegasti kór landsins að mati kórstjórans og mikið stuð í kringum hann. Í kvöld verður kórinn með Hamagang í Hörpu. HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Bæjarlind 6 • S. 554 7030 www.rita.is Við erum á Facebook Kjólar-bolir-peysur-mussur-buxur Enn er hægt að gera góð kaup :-) Útsala Útsala 50% afsláttur Nýtt korta tímabil Opið virka daga kl . 11–18. Opið laugardaga k l. 11–16. Kí ki ð á m yn di r o g ve rð á F ac eb oo k Laugavegi 178 (Bolholtsmegin) | Sími 555 1516 Verð nú 9.030 kr. “Pleður - Bikerjakki” Nýtt kortatímabil. ORKUSTANGIR Innihald: Möndlur (gott að rista þær í 160 gráðu heitum ofni í 10 mínútur og kæla) Þurrkuð kirsuber (eða hvaða þurrkuðu ávextir sem er) Döðlur Einfalt er að skella einum bolla af hverju hráefni út í matvinnslu- vélina og mauka vel saman í nokkrar mínútur eða þar til allt er orðið að klesstum massa. Þá er massanum skóflað yfir á bökunar- pappír á borði eða ofan í form og jafnað út. Gott er að leggja aðra örk af bökunarpappír yfir massann og jafna út með höndunum eða kartöflustappara eða rúlla yfir með kökukefli. Þá er „kakan“ kæld vel undir plastfilmu í ísskáp áður en hún er skorin niður í litlar stangir í hentugri stærð. Vefjið stangirnar inn í plastfilmu og geymið í kæli. Þær ættu að geymast í nokkrar vikur í ísskápnum og allt upp í þrjá mánuði í frysti. Gott að setja út í: chia-fræ, kókosmjöl, kakóduft, rifinn sítrónu- börk, kanil eða dökkt súkkulaði. EINFALDAR ORKUSTANGIR Hollur og bragðgóður biti úr þremur hráefnum sem auðvelt er að búa til heima og eiga í frysti. Möndlur, þurrkaðir ávextir og döðlur fara afar vel saman. Skipholti 29b • S. 551 0770 NÝ sending frá Útsala í fullum gangi! Hægt að gera góð kaup á vandaðri vöru Vertu velkomin! Sjáðu myndirnar á facebook.com/Parisartizkan!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.