Fréttablaðið - 17.01.2014, Síða 42

Fréttablaðið - 17.01.2014, Síða 42
17. janúar 2014 FÖSTUDAGUR| MENNING | 26 FÖSTUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Leiklist 20.00 Gullna hliðið er eitt af þekktustu og vinsælustu leikritum sem skrifuð hafa verið á Íslandi. Það verður frumsýnt í kvöld klukkan 20.00 í samkomuhúsinu á Akureyri. Umsjón Leikfélag Akureyrar. Kostar 1.500 krónur inn. Fræðsla 20.00 Í kvöld klukkan 20.00 heldur Jón Ellert Benediktsson fyrirlestur sem hann nefnir Hversdagsvitund og frumvitund, í húsi Lífspekifélagsins að Ingólfsstræti 22. Kvikmyndir 15.30 Skýjað með kjötbollum á köflum 2 er frumsýnd á föstudaginn í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói, Sambíóunum Egilshöll og Borgarbíói á Akureyri. Myndin er sýnd með íslensku tali í leikstjórn Rósu Guð- nýjar Þórsdóttur. 20.00 Hin árlega Franska kvikmyndahátíð í Háskólabíói hefst að þessu sinni hinn 17. janúar og stendur yfir til 30. janúar. Hátíðin verður sett með pomp og prakt með sýn- ingu opnunarmyndarinnar, sem að þessu sinni er gamanmyndin Eyjafjallajökull. Tónlist 20.30 Hamagangur í Hörpunni með Vocal Project í kvöld klukkan 20.30. Meðal annars verður boðið upp á U2, Coldplay, Of Monsters and Men, ABBA, Stevie Wonder og Toto og síðast en ekki síst koma listamennirnir til með að frumflytja glænýtt klögunarlag sem var sérstaklega samið fyrir kórinn af skáldkonunni Þórunni Valdimarsdóttur. Tónleikarnir fara fram í Norðurljósa- salnum í Hörpu. 21.00 Föstudaginn 17. janúar munu Cell7, Amaba Dama, Les Ballet Barakan, Rvk Soundsystem, Kött Grá Pje og Ribb- aldarnir sjóða saman heljarinnar tón- listarveislu til að fagna nýju ári. Þeir sem vantar smá yl í kroppinn ættu ekki að láta þetta kvöld fram hjá sér fara. Dansinn mun duna og svitinn leka af veggjunum. Ef jólasteikin situr enn föst við afturendann þá er hér komið kjörið tækifæri til þess að hrista hana í burtu! Húsið verður opnað klukkan 21.00 og tónleikarnir hefjast klukkan 22.00 Aðgangseyrir 1.000 krónur. 21.00 Tónlistarmaðurinn Arnljótur held- ur á föstudaginn útgáfutónleika vegna nýrrar plötu, Línur. Hún var tekin upp í Stúdíó Verkó í Reykjavík. Tónlistinni lýsir Arnljótur sem geómetrískri raftón- list sem samanstendur af tæplega 25 mínútna löngu tónverki í 12 þáttum. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00, miðaverð er 2.000 krónur og miðar eru seldir við hurð. Þeir fara fram í menn- ingarhúsinu Mengi við Óðinsgötu 2. 22.00 Nú er lag fyrir tjúttþyrsta að koma á krána í Kringlunni um helgina, því þar mun Rokksveit Jonna Ólafs sjá um tjúttið. Hefst klukkan 22.00 og kostar 1.500 krónur inn. 23.00 Sváfnir Sigurðarson og félagar skemmta á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakka- stíg 8, í kvöld klukkan 23.00. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is 17. JANÚAR Húsið opnar kl 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00 með alíslenskum þorramat frá þorrakóngnum í Múlakaffi og flottum réttum fyrir þá sem ekki þora í þorrann. Einu sinni findni gaurinn Sveinn Waage stýrir veislunni. Skemmtiatriði og happdrætti. INGÓ og stormsveitin VEÐURGUÐIRNIR sér um að það verði rok(k) fram á nótt. Miðaverð: Matur og ball 8.500 kr. Ball 3.500 kr. Húsið opnar fyrir ballgesti kl. 23:00 Miðasala hefst 3. janúar í Hagkaup Spönginni Allar nánari upplýsingar í síma 845-8206 Þessi var findnasti maður ísla nds nítjánhundruðogeitthvað Ekki missa af balli ársins! Súrmeti Nýmeti Heitir réttir • Hrútspungar • Súr sviðasulta • Lundabaggar • Bringukollar • Lifrapylsa • Blóðmör • Hvalrengi • Hangikjöt úr læri • Harðfiskur • Hákarl • Síldarréttir, 2 tegun dir • Rúgbrauð • Flatbrauð • Smjör • Ný sviðasulta • Sviðakjammar • Köld rófustappa • Ítalskt salat • Soðið saltkjöt með uppstúf og kartöflu m • Nautapottréttur með brauði og salat i • Glóðarsteikt lambal æri transerað í sal „Við stöndum vel að vígi og tón- listarsenan er góð á Íslandi. Það eru ákveðnar pælingar í gangi hér á landi, við erum rík af góðri tón- list,“ segir tónlistarfræðingurinn Arnar Eggert Thoroddsen en hann er fulltrúi Íslands í samnorrænu dómnefndinni sem velur þær plöt- ur sem komast í úrtak til Norrænu tónlistarverðlaunanna. Norrænu tónlistarverðlaunin eða Nordic Music Prize verða veitt í fjórða sinn í febrúar í Ósló, sam- hliða by:Larm tónlistarhátíðinni. Ferli þeirra platna sem komast í úrslit er langt og strangt. „Fyrst er búinn til íslenskur 25 platna listi og svo er sá listi borinn undir tæplega hundrað manns sem tengjast hinum íslenska tónlistar- bransa með margvíslegum hætti. Hlutverk þeirra var að velja áfram tíu plötur,“ útskýrir Arnar Eggert. Allar plötur sem koma út á Íslandi á árinu eiga möguleika á að komast í pottinn. Samnorræn dómnefnd setur svo saman tólf platna heildarlista upp úr þessum fimmtíu plötum sem verður kynntur síðar í mánuðinum. Alþjóðleg dómnefnd sér svo um að velja lokasigurvegarann af tólf platna listanum. Jónsi hlaut verðlaunin þegar Norrænu tónlistarverðlaunin voru veitt árið 2010. „Þessi verðlaun eru mjög sniðug til að koma norrænni tónlist á framfæri erlendis,“ bætir Arnar Eggert við. - glp Íslensk tónlist vekur mikla lukku Norrænu tónlistarverðlaunin verða veitt í fj órða sinn í febrúar og hefur listi yfi r þær íslensku plötur sem tilnefndar eru verið birtur. OKKAR MAÐUR Arnar Eggert Thor- oddsen er fulltrúi Íslands í sam norrænu dómnefndinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Emilíana Torrini– Tookah Grísalappalísa– Ali Hjaltalín– Enter 4 Mammút– Komdu til mín svarta systir múm– Smilewound Ojba Rasta– Friður Samaris– Samaris Sigur Rós– Kveikur Sin Fang– Flowers Tilbury– Northern Comfort ➜ Íslensku plöturnar tíu

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.