Fréttablaðið - 08.04.2014, Page 4

Fréttablaðið - 08.04.2014, Page 4
8. apríl 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 4 ÁRÉTTING Í frétt í blaði gærdagsins um veiðigjöld og framlög ríkisins til hafrannsókna var aðeins miðað við veiðigjald sem lagt var á útgerðina. Við það bættist sérstakt veiðigjald síðustu tvö ár. Það var 5,1 milljarður árið 2012 og 4,8 milljarðar í fyrra. HALDIÐ TIL HAGA Í umfjöllum um Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins, á síðu 14 í blaði gær- dagsins, féllu niður nöfn í myndatexta. 160.400 gistinætur voru á hótelum í febrúar síðastliðnum. Það er 13 prósenta aukning frá sama mánuði í fyrra. Heimild: Hagstofa Íslands KOSNINGAR Samfylkingin í Reykja- vík ætlar að hækka frístundastyrk barna í fimmtíu þúsund krónur, samkvæmt málefnaskrá flokksins fyrir komandi borgarstjórnar- kosningar. Frí- stundastyrkur nemur nú þrjátíu þúsund krónum. Dagur B. Egg- ertsson, oddviti listans, segir að hækkunin muni kosta 250 millj- ónir króna til viðbótar við þær 467 milljónir sem styrkurinn kostar nú. Hækkunin rúmist innan fimm ára áætlunar borgarinnar sem samþykkt hafi verið í haust. „Við höfum fengið nóg af loforðaglöðum stjórnmálaflokkum sem geta ekki rökstutt hvaðan peningarnir eiga að koma,“ segir hann. - ssb Kynna málefnaskrá: Vilja hækka frístundastyrk DAGUR B. EGGERTSSON STJÓRNMÁL Stuðningur við ríkis- stjórnina minnkar milli kannana MMR. Í könnun sem gerð var 28. mars til 1. apríl mældist stuðning- urinn 38,7 prósent. Í mælingu sem lauk þann 28. febrúar síðastliðinn studdu stjórnina 40,9 prósent og 46,6 prósent í könnun sem lauk 15. febrúar. Fylgi Sjálfstæðisflokks mæld- ist nú 23,9 prósent, borið saman við 29 prósent í lok febrúar. Fylgi Bjartrar framtíðar mældist nú 17,1 prósent (var 16,4), Samfylkingar 15,1 prósent (var 14), Framsókn- arflokks 14,4 prósent (var 14,6) í síðustu könnun, Vinstri-grænna 11,5 prósent (var 10,4), Pírata 11 prósent (var 9,3). Fylgi annarra flokka mældist undir tveimur pró- sentum. - ibs MMR kannar fylgi flokka: Dregur úr stuðningi við Sjálfstæðisflokk AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá LITLAR BREYTINGAR Fremur rólegt verður á landinu næstu daga. Yfirleitt hæg suðlæg átt og skýjað með köflum. Stöku skúrir um sunnanvert landið. Á fimmtudag snýst í hæga norðlæga átt með éljum fyrir norðan en bjartviðri syðra. 6° 6 m/s 6° 7 m/s 7° 6 m/s 8° 8 m/s Hæg breytileg átt. 3-8 m/s. Gildistími korta er um hádegi 16° 24° 9° 14° 19° 5° 15° 12° 12° 23° 13° 23° 23° 20° 14° 18° 11° 15° 8° 3 m/s 7° 5 m/s 7° 4 m/s 8° 6 m/s 9° 4 m/s 7° 5 m/s 3° 8 m/s 8° 5° 7° 0° 10° 6° 7° 3° 9° 2° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur FIMMTUDAGUR Á MORGUN FÉLAGSMÁL Verkfall flugvallar- starfsmanna var skipulagt frá klukkan fjögur í nótt og til níu í morgun. Þeir hafa um nokkurra vikna skeið reynt að ná samningum við Isavia án árangurs. Samkvæmt heimildum blaðs- ins vildi Félag flugmálastarfs- manna ríkis- ins (FFR) fá sex prósenta launa- hækkun í samn- ingi sem gilti til eins árs. Isavia samþykkti launa- hækkunina með þeim skilyrðum að samningurinn gilti í tvö sumur eða samtals átján mánuði. Á þetta vildi samninganefnd Flugvallarstarfs- manna ekki fallast. Formaður FFR er Kristján Jóhannsson. „Þetta er eldgömul hugmynd. Það er að verða hálfur mánuður síðan við hættum að ræða hana. Við fengum þau skilaboð frá okkar félagsmönnum að breyt- ingin myndi ekki ganga í gegn.“ Samkvæmt upplýsingum blaðsins hafa flugöryggisverðir um 450 þús- und krónur í meðalheildarlaun og aðrir flugvallarstarfsmenn um 550 þúsund krónur. Kristján segir að álag á starfs- menn hafi aukist mjög með auknum ferðamannastraumi. „Sumir hafa setið eftir allt of lengi en aðrir hafa gengið í gegnum rosalegar breyting- ar. Öll fjölgun á farþegum bitnar á þessu fólki því það er meira álag. Á venjulegum degi fara fjögur þúsund manns þarna í gegn og þurfa að fá þjónustu frá okkar fólki.“ Launakröfurnar segir Kristján ekki óraunhæfar „Við ætlumst til þess að það sé komið til móts við það fólk sem vinnur þarna. Ljósi punkturinn er þó að á fundi í morg- un [í gær] fengum við í fyrsta skipti opnun á kröfugerð okkar sem við lögðum fram í desember og er byggð á margra mánaða vinnu okkar fólks. En sú opnun kemur of seint og gengur of skammt þó hún sé í þá átt sem við hefðum viljað vera byrjuð að ræða fyrir mörgum vikum.“ Félag flugmálastarfsmanna fékk meiri hækkun en almennt gerðist árið 2011. Kristján segir ekki þýða að horfa í baksýnisspegilinn. „Það er allt í lagi að skoða fortíðina á ein- hvern hátt en við mótmælum því algjörlega að við eigum að hengja okkur í það. Af hverju skyldu starfs- menn ekki fá að njóta þess að starfa hjá fyrirtæki sem er vel stætt og er greinilega á þeim stað í tilverunni að eiga „bunch of money“ eins og Megas sagði. Þetta eru ekki óraun- hæfar kröfur.“ snaeros@frettabladid.is SEGLAGERÐIN ÆGIR Þar sem ferðalagið byrjar FERÐAVAGNAR Frábært verð! FÓLKIÐ Á FLUGVELLINUM Þetta fólk er á leið í verkfall: Flugvallarstarfsmenn Slökkviliðsmenn, snjómokstursfólk, smiðir, rafeinda- virkjar og margt fleira. Fluggagnafræðingar Þeir vakta flugstjórnarkrefi í flugstjórnarmiðstöðinni. 116 18 Flugöryggisverðir Sinna vopnaeftirliti og öryggisgæslu í flugstöð og á flugvelli. 158 63 Skrifstofufólk Sinnir almennum skrifstofustörfum. Vilja meira en sex prósent sem buðust Fyrsta verkfall flugvallarstarfsmanna var skipulagt snemma í morgun. Fundað var í gær hjá ríkissáttasemjara. Þá var opnað á kröfur sem ekki höfðu verið skoðaðar áður. Fulltrúar starfsfólksins segja óánægjuna margþætta. Álag fylgi fjölgun ferðamanna. KRISTJÁN JÓHANNSSON HEILBRIGÐISMÁL Greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga Íslands vegna öryggiskallkerfa lækkar um 1.200 krónur á mánuði samkvæmt nýrri reglugerð sem tók gildi 1. janúar síðastliðinn. Öryggismiðstöðin sendi við- skiptavinum sínum bréf í gær til að benda á þessa lækkun, en hún hefur í för með sér að þeir sem notast við neyðarhnapp vaktstöðv- arinnar munu koma til með að borga 1.200 krónum meira á mán- uði fyrir aðstoðina. Í reglugerð 1155 frá því í fyrra segir að Sjúkratryggingum Íslands beri að greiða Öryggismiðstöðinni 5.500 krónur fyrir mánaðarlega þjónustu vegna notkunar neyðar- hnappsins og viðbragða við boðum. Samkvæmt fyrri reglugerð var þessi upphæð 6.700 krónur. Ómar Örn Jónsson, markaðs- stjóri Öryggismiðstöðvarinnar, segir að aldraðir og örykjar nýti sér fyrst og fremst niðurgreiðslu vegna neyðarhnappsins. „Það er ekki spurning að þetta er hækkun á aldraða og öryrkja,“ segir Ómar. „Okkur finnst þetta afskaplega óheppilegt.“ Hækkunin kemur að sögn Ómars ekki í gegn fyrr en í júlí. Mánaðarleg greiðsla hnappþega nemur um 1.350 krónum á mánuði en sú upphæð mun nánast tvöfald- ast við breytingarnar. „Við höfum ekki hækkað verð frá því að menn muna,“ segir Ómar. „Þannig að þetta er langt frá því að vera skemmtileg aðgerð.“ - bá Lækkun greiðsluþátttöku vegna öryggiskallkerfa kemur fyrst og fremst niður á öldruðum og öryrkjum: Kostnaður vegna neyðarhnapps tvöfaldast AF HRAFNISTU Margir eldri borgarar treysta á neyðarhnappinn sem niður- greiddur er að miklu leyti af Sjúkra- tryggingum Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HOLLAND, AP Réttarhöld hófust í gærmorgun við hollenskan dóm- stól þar sem ekkjur og mæður frá borginni Srebrenica í Bosníu hafa kært hollenska friðargæslumenn fyrir að hafa brugðist þegar fjölda- morðin þar voru framin árið 1995. Serbneskar hersveitir myrtu um átta þúsund karla, marga á barns- aldri, á verndarsvæði Sameinuðu þjóðanna í Srebrenica meðan Bos- níustríðið stóð sem hæst. Ekkjur og mæður hina myrtu fara nú fram á skaðabætur frá Hollandi. Þær reyndu upphaflega að sækja Sameinuðu þjóðirnar til saka, en dómstóllinn vísaði kær- unni frá á þeim forsendum að Sam- einuðu þjóðirnar nytu friðhelgi að lögum. Fallist var á að hollenska stjórnin svaraði til saka. - gb Hollendingar svara til saka: Mæður vilja skaðabætur FYRSTU VERÐLAUNAHAFARNIR Þráinn Hafsteinsson og Þórdís Lilja Gísladóttir, uppfræðarar ársins, Sigríður Björnsdóttir fyrir hönd Blátt áfram hjá UMFÍ, Alma Geirdal og Edda Ýrr Einarsdóttir fyrir hönd Forma, samtaka átröskunarsjúklinga, Tho- siki Toma, vegna atlögu gegn fordómum, Gylfi Bragi Guðlaugsson, ung hetja og Guðbjörn Magnússon hvunndagshetja. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.