Fréttablaðið - 08.04.2014, Page 11
ÞRIÐJUDAGUR 8. apríl 2014 | FRÉTTIR | 11
Stjórn Sjóvá-Almennra trygginga hf. boðar til aðalfundar í félaginu sem
haldinn verður á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík,
þriðjudaginn 29. apríl 2014 og hefst stundvíslega kl. 16.00.
Drög að dagskrá fundarins eru svohljóðandi:
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfsári.
2. Endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir síðastliðið reikningsár með athugasemdum endurskoðenda.
3. Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar eða taps félagsins á síðastliðnu
reikningsári og framlög í varasjóð.
4. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu félagsins skal lögð fram og atkvæði greidd um hana.
5. Tillögur til breytinga á samþykktum, ef borist hafa.
6. Kosning stjórnar félagsins.
7. Kosning endurskoðanda eða endurskoðunarfélags.
8. Ákvörðun um þóknun stjórnar félagsins.
9. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur mál, sem löglega eru upp borin.
Hluthafar eiga rétt á að leggja fram mál og/eða ályktunartillögur fyrir fundinn ef gerð hefur verið
skrifleg eða rafræn krafa um það eigi síðar en 10 dögum fyrir fund. Hafi hluthafar krafist þess að
tiltekið mál eða ályktun verði tekið fyrir verður endanleg dagskrá og tillögur uppfærðar á vefsíðu
félagsins eigi síðar en þremur dögum fyrir aðalfundinn. Hægt er að senda tillögur eða ályktanir
fyrir fundinn á veffangið stjorn@sjova.is.
Hluthafar geta einnig lagt fram spurningar er varða auglýsta dagskrárliði á aðalfundinum
sjálfum. Nánari upplýsingar um réttindi hluthafa er að finna á vefsíðu félagsins
www.sjova.is/fjarfestar/hluthafafundir.
Atkvæðagreiðslur á aðalfundinum verða ekki skriflegar nema ef einhver fundarmanna krefst þess.
Stjórnarkjör skal þó vera skriflegt ef fleiri eru í kjöri til stjórnar en kjósa skal. Kveðið er nánar á
um stjórnarkjör í samþykktum félagsins en kosið er eftir hlutfallskosningu. Athygli er þó vakin
á ákvæðum samþykkta um hlutfall kynja í stjórn félagsins.
Ekki verður hægt að greiða atkvæði með rafrænum hætti á fundinum. Hluthafar geta óskað eftir
því að fá atkvæðaseðla senda til sín og skal skrifleg beiðni þar um hafa borist félaginu a.m.k. fimm
dögum fyrir auglýstan aðalfund. Hluthafar geta jafnframt vitjað atkvæðaseðla í höfuðstöðvum
félagsins frá sama tíma og greitt þar atkvæði.
Aðalfundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað og mætt er fyrir helming hlutafjár í félaginu.
Frestur til að tilkynna framboð til stjórnar lýkur fimm sólarhringum fyrir upphaf aðalfundar.
Í tilkynningu um framboð til stjórnar skal gefa, auk nafns frambjóðanda, kennitölu og heimilis-
fang, upplýsingar um aðalstarf, önnur stjórnarstörf, menntun, reynslu og hlutafjáreign í félaginu.
Þá skal einnig upplýsa um hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila
félagsins, sem og hluthafa sem eiga meira en 10% hlut í félaginu. Framboðseyðublöð er hægt
að nálgast á vefsíðu félagsins. Upplýsingar um frambjóðendur verða aðgengilegar á vefsíðunni
www.sjova.is/fjarfestar/hluthafafundir að lágmarki tveimur dögum fyrir aðalfund.
Endanleg dagskrá aðalfundar og fundargögn, þ.á.m. tillögur stjórnar, sem lögð verða fyrir
aðalfund eru birt á vefsíðu félagsins www.sjova.is/fjarfestar/hluthafafundir og liggja frammi
á skrifstofu þess í Kringlunni 5, 103 Reykjavík.
Hluthafar og umboðsmenn geta skráð sig á aðalfundinn á fundarstað frá
kl. 15.30 á aðalfundardag. Fundargögn verða afhent á fundarstað.
Reykjavík 3. apríl 2014
Stjórn Sjóvá-Almennra trygginga hf.
Aðalfundur Sjóvá-Almennra trygginga hf.
verður haldinn 29. apríl 2014
SUÐUR-AFRÍKA, AP Oscar Pistorius
hóf mál sitt við réttarhöldin í gær
á því að biðja fjölskyldu Reevu
Steenkamp, unnustu sinnar sem
hann varð að bana fyrir rúmu
ári, afsökunar.
Hann sagðist vera í miklu
áfalli, þurfa að nota róandi lyf
og vakna reglulega upp við mar-
traðir.
Hann ítrekaði að hann hefði
haldið að hann væri að skjóta
innbrotsþjóf þegar hann skaut á
kærustu sína í gegnum salernis-
hurð á heimili sínu í Pretoríu.
„Ég var bara að reyna að
vernda Reevu,“ sagði hann. - gb
Pistorius biðst afsökunar:
Segist reglulega
fá martraðir
OSCAR PISTORIUS Barðist við tárin við
réttarhöldin í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SVÍÞJÓÐ Ástandið í Úkraínu hefur
leitt til þess að njósnir Rússa í Sví-
þjóð hafa aukist samkvæmt mati
sænsku öryggislögreglunnar.
Á fréttavef Dagens Nyheter
segir að þetta snúist meðal ann-
ars um undirbúning stríðs.
Rússar eru sagðir afla sér
ýmissa upplýsinga, eins og til
dæmis með því að fá fólk til liðs
við sig og með því að kaupa mikið
magn af landakortum. Þetta er
haft eftir Wilhelm Unge, sérfræð-
ingi í gagnnjósnum.
- ibs
Sænska öryggislögreglan:
Auknar njósnir
Rússa í Svíþjóð
DANMÖRK Nær eitt þúsund öku-
menn sem voru á ferð nálægt
Kristjaníu í Kaupmannahöfn frá
því í september 2012 og þar til í
mars á þessu ári reyndust vera
undir áhrifum fíkniefna, þar af
nær 700 undir áhrifum kannabis-
efna. Að þessu komst lögreglan
með aðstoð nýrra mælingatækja.
Ekki er þó hægt að dæma við-
komandi nema blóðpróf staðfesti
fíkniefnaneyslu.
Tólf lögregluumdæmi í Dan-
mörku auk Færeyja hafa nú yfir
að ráða fíkniefnamælum.
- ibs
Ökumenn afhjúpaðir:
Eitt þúsund
undir áhrifum
Í KRISTJANÍU Fíkniefnaviðskipti eru
algeng í Kristjaníu í Kaupmannahöfn.
NORDICPHOTOS/AFP
FERÐAÞJÓNUSTA
Traustið skortir
Ljóst virðist að ferðaþjónustan treystir
því ekki að tekjur af einni sameigin-
legri skattlagningu eða gjaldtöku skili
sér á rétta staði, að því er fram kemur
í Hagsjá Landsbankans. Allir viti að
útvarpsgjald fari ekki alfarið til RÚV og
að ýmis gjöld á eldsneyti skili sér ekki
á tilætlaða staði. Sé hins vegar vilji til
aukinnar skattlagningar á ferðamenn
gæti nú verið heppilegur tími til slíks.
SAMGÖNGUR Nýja upplýsingakerfið Safetravel
var formlega tekið í notkun í gær og er því
ætlað að auka upplýsingagjöf til ferðamanna
á Íslandi og bæta þannig öryggi þeirra.
Kerfið er verkefni á vegum Slysavarna-
félagsins Landsbjargar en það felst í því að
birta upplýsingar um færð og veður auk ýmiss
konar ráðlegginga um góða ferðahegðun.
„Við töldum það tímabært að færa upplýs-
ingarnar til ferðamanna,“ segir Jónas Guð-
mundsson, verkefnastjóri slysavarna ferða-
manna hjá Landsbjörgu. Félagið hefur haldið
úti vefsíðunni Safetravel undanfarin ár þar
sem áþekkar upplýsingar er að finna.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferða-
mála, kveikti á fyrsta Safetravel-skjánum í
gær hjá bensínstöð Olís í Norðlingaholti. Til
stendur að Landsbjörg setji upp skjái á allt
að þrjátíu eða fjörutíu helstu viðkomustöð-
um ferðamanna víðsvegar um landið á næstu
þremur árum.
Upplýsingar á hverjum skjá fyrir sig verða
staðbundnar og munu meðal annars sýna færð
í nágrenninu í beinni útsendingu á vefmynda-
vélum.
„Það veitir ekki af þessu á Íslandi, þar sem
aðstæður eru oft erfiðar,“ segir Jónas. „Við
teljum þetta geta komið nokkur hundruð þús-
und ferðamönnum að gagni á hverju ári.“
- bá
Slysavarnafélagið Landsbjörg kynnir nýja upplýsingakerfið Safetravel sem bæta á öryggi ferðamanna:
Sjónvarpsskjáir sýna veður og færð í beinni
TEKINN Í NOTKUN Ragnheiður Elín Árnadóttir og
Hörður Már Harðarson, forstjóri Landsbjargar, við
fyrsta Safetravel-skjáinn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI