Fréttablaðið - 08.04.2014, Side 16
8. apríl 2014 ÞRIÐJUDAGUR| TÍMAMÓT | 16TÍMAMÓT
Elskulegur eiginmaður minn,
faðir okkar, tengdafaðir og afi,
KJARTAN KJARTANSSON
málari,
Fannafold 62,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans í
Fossvogi 2. apríl sl. Útför hans verður gerð
frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 10. apríl kl. 11.00. Blóm og
kransar eru vinsamlega afþökkuð en þeir sem vilja minnast
Kjartans eru beðnir um að láta blóðlækningadeild (11G)
Landspítalans eða Karitas hjúkrunarþjónustu njóta þess.
Guðrún Guðmundsdóttir
Elísabet Kjartansdóttir Elí Sigursteinn Þorsteinsson
Halldór Sigurður Kjartansson Hildur Sveinbjörnsdóttir
Inga Björg Kjartansdóttir Jósef Heimir Guðbjörnsson
Kjartan Safír, Karítas Perla, Þorsteinn Emerald,
Sveinbjörn Þorri, Kolbeinn Jökull,
Sigrún Diljá og Guðrún Lovísa.
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi,
GEIR ZOËGA
Ægisíðu 66, Reykjavík,
andaðist 31. mars á Landspítalanum.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni 9. apríl,
kl. 15. Þeim sem vilja minnast hans er bent á
líknardeild Landspítalans í Kópavogi.
Sigríður E. Zoëga
Þórdís Zoëga Kristján Óskarsson
Ragnhildur Zoëga Ásgeir Ásgeirsson
Geir Magnús Zoëga Þóra Björg Dagfinnsdóttir
Jakobína Birna Zoëga Anton Örn Bjarnason
og barnabörn.
Ástkær móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
MARGRÉT HELENA
MAGNÚSDÓTTIR
Sauðármýri 3, Sauðárkróki,
lést fimmtudaginn 3. apríl á
Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki.
Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju
þriðjudaginn 15. apríl kl. 14.00.
Ingibjörg Sigfúsdóttir Gísli Pétursson
Magnús Sigfússon Lára Gréta Haraldsdóttir
Sjöfn Sigfúsdóttir
Sigfús Sigfússon Jóney Kristjánsdóttir
Helena Sigfúsdóttir Hermann Óli Finnsson
og fjölskyldur.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
FRIÐRIK HARALDSSON
bakarameistari,
sem lést 21. mars, verður jarðsunginn frá
Kópavogskirkju miðvikudaginn 9. apríl nk.
kl. 13.00. Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en
þeir sem vilja minnast Friðriks eru beðnir um
að láta hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi njóta þess. Friðrik
naut þar einstakrar umhyggju og alúðar starfsfólks, allt fram í
andlátið, og fyrir það erum við afar þakklát.
Steina Margrét Finnsdóttir
Haraldur Friðriksson Ásrún Davíðsdóttir
Finnur Þór Friðriksson Jóhanna Björnsdóttir
Dröfn Friðriksdóttir Arnþór Þórðarson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
DAGBJÖRT BORG ÞÓRÐARDÓTTIR
lést á krabbameinsdeild 11E mánudaginn
31. mars. Útför hennar fer fram frá
Digraneskirkju miðvikudaginn 9. apríl kl. 13.
Kristjana Guðbjörg Ágústsdóttir Skúli Hafsteinn Gíslason
Óðinn Sörli Ágústsson Ingunn Péturs
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
BIRNA ÖGMUNDSDÓTTIR
frá Flatey á Breiðafirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ
föstudaginn 4. apríl sl.
Birgir Magnússon
Þórunn Björg Birgisdóttir Konráð Ægisson
Guðlaug Halla Birgisdóttir Kristinn Nikulásson
Birgir Már Ragnarsson Silja Hrund Júlíusdóttir
Birna Hlín Káradóttir Björn Freyr Ingólfsson
Kári Snær Kárason
og barnabarnabörn.
Ragna Ingólfsdóttir, margfaldur
Íslandsmeistari og atvinnumaður í
badminton, er að næra sig þegar ég
hringi í hana. Þó ég hafi samvisku-
bit yfir að spilla matfriðnum bið ég
hana að segja mér í örfáum orðum
frá erindi sínu: Breytt mataræði –
sem leið til árangurs í íþróttum, sem
hún heldur á málþingi Náttúrulækn-
ingafélagsins í kvöld. Get heldur ekki
stillt mig um að spyrja hvað hún sé að
borða. „Ég er með grænmetissalat,“
upplýsir hún glaðlega.
„Þegar ég byrjaði að æfa sem
atvinnumaður borðaði ég yfir höfuð
hollt, en ef maður er að æfa mikið
verður maður að vera með nánast full-
komið mataræði svo að líkaminn vinni
rétt, maður haldi sér frá meiðslum og
sé alltaf 100% tilbúinn á æfingar. Ég
lenti því í því fyrst að fá álagsmeiðsli,
fór í smá vítahring á nokkrum mánuð-
um og leitaði þá til næringarfræðings.“
Hverjar voru helstu breytingarnar
sem þú gerðir?
„Ég fór að borða mest lífrænt, mikið
af grænmeti og ávöxtum, engar unnar
kjötvörur, ekkert hvítt hveiti, engan
hvítan sykur. Borða trefjaríkt fæði,
fisk og ekki mikið kjöt. Tók þetta mjög
alvarlega í eitt ár, slakaði svo kannski
aðeins á, fann jafnvægið og hvað hent-
aði mér. En ég get sagt að upp frá
þessu hafi ég borðað hollt og tel það
hafa hjálpað mér mikið á ferlinum.“
Ragna vakti athygli fyrir framgöngu
sína á Ólympíuleikunum í London. Litlu
mátti muna að hún gæti ekki tekið þátt
því ári fyrir leikana sleit hún kross-
band og var ráðlagt að gangast undir
skurðaðgerð og leggja Ólympíudraum-
inn á hilluna. Því hafnaði hún og náði
markmiðum sínum. „Ég fór ekki í
aðgerð heldur ákvað að styrkja bara
vöðvana og spila með spelku. Svo var
margt sem hafði áhrif eins og andleg
líðan og styrktaræfingar. Þá skiptir
miklu máli að næra sig þannig að þér
líði vel og þú getir æft rétt. Þannig að
mataræðið skilar manni langt.“
Málþingið á Hótel Natura hefst
klukkan 19.30. gun@frettabladid.is
Þannig að mataræðið
skilar manni langt
Máttur matarins er þema málþings Náttúrulækningafélags Íslands á Hótel Natura í kvöld
klukkan 19.30. Ragna Ingólfsdóttir badmintonkona er þar meðal frummælenda.
Axel Sigurðsson hjartalæknir kallar erindi sitt Má varast hjarta- og æðasjúkdóma
með mataræði?
Sif Garðarsdóttir, heilsumarkþjálfi frá IIN, fjallar um Réttu leiðina.
Tryggvi Þorgeirsson, læknir og lýðheilsufræðingur, fjallar um Mátt skynseminnar
í matarvali
Fundarstjóri máþingsins verður Geir Gunnar Markússon, næringarfræðingur á
Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði.
Aðrir frummælendur á málþingi NLFÍ
BADMINTONSTJARNA „Ég lenti í því fyrst að fá álagsmeiðsl, fór í smá vítahring á nokkrum mánuðum og leitaði þá til næringarfræðings,“
segir hún. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Gos hófst í Heklu aðfaranótt þessa mánaðardags árið 1981. Það
kom vísindamönnum og öðrum í opna skjöldu en nokkrir jarð-
fræðingar sem voru að störfum inni á hálendinu brugðust skjótt
við og voru komnir að hraunjaðrinum strax í morgunsárið.
Hraunið virtist eiga upptök sín nálægt tindi Heklu. Það var
þykkt og rann í tveimur kvíslum niður hlíðarnar. Tungurnar voru
þó mjóar þannig að magnið var ekki ýkja mikið og krafturinn í
gömlu Heklu með minna móti.
Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur, sem rannsakað hafði
Heklugos manna lengst og best, taldi líklegt að gosið stæði
stutt og hann reyndist sannspár því hálfum mánuði síðar var
það yfirstaðið.
ÞETTA GERÐIST: 8. MARS 1981
Eldgos hófst í Heklu
ELDGOS Hekla 2000
vetur suðurland fjöll
fjall Eldgos, Hekla, fjöll,
Heklugos, jarðhrærin-
gar, jarðvá, skjálftar,
kvikuinnskot, hraun,
kvika. ¬ Mynd úr
einkasafni má nota.
¬ Hexa
MERKISATBURÐIR
1571 Guðbrandur Þorláksson er vígður biskup á Hólum, 29 ára
gamall.
1663 Konunglega leikhúsið í London er opnað.
1783 Krímkanatið er innlimað í rússneska keisaradæmið.
1898 Stórveisla er í Reykjavík í tilefni áttræðisafmælis Kristjáns
konungs níunda.
1989 Fyrsta Bónus-verslunin er opnuð við Skútuvog í Reykjavík.