Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.04.2014, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 08.04.2014, Qupperneq 20
BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 2 8. apríl 2014 ÞRIÐJUDAGUR www.visir.is/bilar BÍLAR Umsjón blaðsins Finnur Thorlacius finnurth@365.is Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is Sími 512 5457 Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Sala á rafmagnsbílum er hvergi hlutfallslega meiri í heimin- um en í Noregi. Söluhæsta bíl- gerðin þar í marsmánuði var Tesla Model S, en hann seld- ist í 1.493 eintökum bara í þess- um eina mánuði. Er það næstum því jafn mikil sala og á fólks- bílum á Íslandi það sem af er ári. Í næsta sæti í Noregi á eftir Teslunni var Volkswagen Golf, en af honum seldist þó minna en helmingur af Tesla Model S. Í þriðja sæti var annar raf- magnsbíll, Nissan Leaf, og seld- ust af honum 425 eintök. Alls hafa selst 2.056 eintök af Tesla Model S í Noregi í ár, talsvert meira en af Golf og Leaf. Til að setja þessar tölur í enn meira samhengi þá seldust fleiri Tesla Model S en af öllum gerðum Ford-bíla. Góð sala rafmagns- bíla í Noregi skýrist að miklu leyti af þeim ívilnunum sem rafmagnsbílaeigendur njóta þar, vörugjalda- og skattleysi, fríum bílastæðum, forgangi á akrein- um fyrir strætisvagna, fríum vegtollum og fleiri þáttum. Ekki skal þó litið fram hjá því að Tesla Model S er samt dýr bíll, en efnahagur íbúa Noregs leyfir slíkan munað. Tesla Model S söluhærri en allar gerðir Ford í Noregi Bílasala hefur aukist hérlendis á þessu ári og heildarsalan vaxið um 18,1% fram til loka ný- liðins mars. Alls hafa selst 1.574 bílar. Aukning- in í mars einum var 8,9%. Þessar tölur segja þó ekki alla söguna því færri bílar hafa verið keypt- ir hlutfallslega af bílaleigum en í fyrra og salan til einstaklinga þess meiri. Ef dregnir eru frá bílar sem bílaleigurnar hafa keypt kemur í ljós að aukning í bílasölu í mars til einstaklinga er 34,1%, en í mars í ár keyptu þeir 397 bíla í sam- anburði við 296 bíla í sama mánuði í fyrra. Chevrolet seldist mest til einstaklinga Það bílamerki sem seldist mest af til einstaklinga í mars er Chevrolet með 38 bíla og 9,6% hlut- deild, en Volkswagen kemur þar rétt á eftir með 37 bíla. Næstu merki þar á eftir eru Kia með 32 bíla, Toyota með 31, Nissan 27, Skoda 26, Peugeot 24, Renault 22, Ford 21 og í tíunda sætinu er svo Mazda með tuttugu selda bíla. BL söluhæst til loka mars Ef sala hvers umboðs fyrir sig er skoðuð, bæði á seldum fólks- og sendibílum, sést að BL er nú söluhæst með 431 seldan bíl til loka mars. Það er 24,5% hlutdeild. Næst á eftir kemur Hekla með 324 selda bíla og 18,4% hlutdeild. Þriðja söluhæsta umboðið er Toyota með 296 bíla og 16,8% hlut- deild. Næst á eftir koma svo Brimborg með 218 bíla og 12,4%, Askja 191 og 10,9%, Bílabúð Benna 121 og 6,9%, Bernhard 106 og 6,0% og Suzuki með 41 seldan bíl og 2,3% hlutdeild. SALA TIL EINSTAKLINGA Í MARS JÓKST UM 34,1% BL var söluhæsta bílaumboðið með 24,5% hlutdeild. Hann er sannarlega kominn til ára sinna hinn ágæti jeppi Volvo XC90, en það þýðir ekki að fram- leiðslu hans verði hætt endan- lega. Hann mun líklega eiga framhaldslíf í Kína og fram- leiðslu hans verður haldið áfram þar. Stutt er orðið í næstu kyn- slóð Volvo XC90, sem kemur á markað seinna á þessu ári og hafa margir lengi beðið eftir þeim bíl, en kynningu hans hefur verið frestað mörgum sinnum. Það yrði núverandi eig- andi Volvo, bílaframleiðand- inn Geely í Kína, sem myndi sjá áfram um framleiðslu eldri gerðar XC90, þrátt fyrir að nýja gerðin verði einnig til sölu þar. Sá eldri verður í boði sem ódýr- ari valkostur en nýi bíllinn. Að- eins einn vélarkostur yrði í eldri XCX90-bílnum, 2,5 lítra og fimm strokka vél með for- þjöppu. Nú eru þegar liðin 12 ár frá framleiðslu fyrstu og einu kynslóðar Volvo XC90 bílsins og eru fá dæmi um slíkt á seinni árum, en árin halda áfram að telja með framleiðslunni í Kína. Lifir gamli Volvo XC90 áfram í Kína þó ný kynslóð sé á leiðinni? Sammy Wasem var aðeins 15 ára er hann stofnaði Ferrari-áhugamanna- síðu á Facebook sem varð meðal vinsælustu síðna á samfélagsvefn- um. Nú sex árum síðar hefur hann farið í mál vegna yfirtöku Ferrari- fyrirtækisins á síðunni. Wasem, sem er áhugakeppnisökumaður, fékk ótrúlegan fjölda heimsókna á síðu sína en hagnaðist ekkert á henni. Einn daginn tók Ferrari sér það vald að yfirtaka síðu hans á þeim forsendum að Wasem not- aði síðu sína til að láta vita af 18 ára afmælisdegi sínum og að aug- lýsa varning á síðunni sem ekki var framleiddur af Ferrari, þó svo hann hefði ekki haft af því neinar tekjur. Ferrari vildi meina að síða hans skaðaði merki þeirra. Ferrari fór ekki sömu leið og Coca-Cola gerði er það réði tvo stofnendur vinsællar Facebook-síðu sem greindi frá vörum þess og fóru aðdáendur þeirrar síðu úr tveim- ur milljónum aðdáenda í 80 millj- ónir fyrir vikið og bæði stofnendur hennar og Coca-Cola una nú glað- ir við sitt. Þess í stað réði Ferrari lögfræðinga til að gæta merkis síns og stendur nú í harðri baráttu gegn unga manninum og síðu hans. Ungi maðurinn og faðir hans hafa nú einnig ráðið lögfræðinga til að gæta réttar síns og vilja meina að ekkert fyrirtæki geti tekið sér það vald að taka yfir áhugamannasíður, þar sem ekkert brotlegt hefur verið gert á síðunni frá upphafi. Fara þeir fram á 11 milljón dollara bætur frá Ferrari vegna yfirtöku síðunn- ar, eða 1.240 milljóna króna. Verð- ur mál þeirra tekið fyrir nú í apríl og verður forvitnilegt að sjá hverj- ar lyktir þess verða. FERRARI KÆRT VEGNA YFIRTÖKU Á FACEBOOK-SÍÐU Fimmtán ára unglingur hélt úti geysivinsælli Ferrari-síðu. Chevrolet seldist mest allra bílamerkja. Tesla Model S rafmagnsbíllinn var söluhæstur og Nissan Leaf í þriðja sæti. Volvo XC90. Það eru ágætir tímar í þýskri bílaframleiðslu nú um stundir. Bæði hafa Audi og Mercedes Benz tilkynnt að fyrir- tækin hafi aldrei áður selt fleiri bíla í einum mánuði en í mars ný- liðnum. Sala Audi var 15% meiri en í mars í fyrra og seldi Audi 170.450 bíla. Mercedes Benz seldi 158.523 bíla í mars og á því enn nokkuð í land með að ná Audi í sölu, en Mercedes Benz stefnir að því ekki seinna en við lok þessa áratugar. Vöxtur í sölu Benz var einnig fimmtán prósent. Audi seldi 412.850 bíla á fyrsta ársfjórðungi og er það líka met hjá Audi. Mjög góð sala á Audi A3 á vænan þátt í þessu ágæta gengi Audi og jókst sala þess bíls um 53% milli ára í mars. Af Audi Q7 jeppanum seldist einnig 39% meira og af stóra A8- fólksbílnum 49% meira. Sala Audi í Kína jókst um 37 prósent milli ára, en aðeins um átta prósent í Bandaríkjunum og sjö prósent í Evrópu. Aldrei selt fleiri bíla en í mars Ferrari F430.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.