Fréttablaðið - 08.04.2014, Side 41

Fréttablaðið - 08.04.2014, Side 41
ÞRIÐJUDAGUR 8. apríl 2014 | LÍFIÐ | 25 Danski blaðamaðurinn Lars Hedebo Olsen hjá Politiken lofsamar HönnunarMars í grein sem birtist á dögun- um á vef miðilsins. Þetta er annað árið í röð sem blaða- maðurinn gerir viðburð- inum skil í danska blaðinu. Fyrirsögnin er „Íslensk hönn- un er miklu meira en lopapeys- ur“ en Olsen er yfir sig hrifinn af HönnunarMars. Hann segir efniviðinn, hlutina og hönnuð- ina vera í brennidepli á Hönn- unarMars, og það kann hann vel að meta. Sérstaklega hrifn- ingu vakti hönnunarfyrirtækið Vík Prjónsdóttir en prjónaheil- gallinn þeirra heillaði blaða- manninn sem helst vildi smygla honum með sér strax heim í ferðatöskunni. Greinin endar á þeim nótum að hönnun frá Norðurlöndunum sé á hraðri uppleið þessa dag- ana og að „Íslendingunum sé svo mikil alvara að það sé næst- um til að vera hræddur við“. Íslensk hönnun er miklu meira en lopapeysur Blaðamaður danska Politiken fer fögrum orðum um HönnunarMars. VAKTI ATHYGLI Danskur blaðamaður Politiken var hrifinn af HönnunarMars og sérstaklega af hönnun frá Vík Prjóns- dóttur. Leikstjórinn Richard Donner hefur í hyggju að gera framhald að kvikmyndinni The Goonies sem sló í gegn árið 1986. Hann stefnir á að fá alla leikara úr fyrri myndinni aftur í hlutverk sín, en meðal leikara í The Goon- ies voru Corey Feldman, Josh Brolin, Sean Astin, Jeff Cohen og Martha Plimpton. „Þetta mun gerast. Ég er þús- und prósent viss um að það verð- ur framhald. Ég legg börnin mín að veði,“ er haft eftir Richard á vefsíðunni Variety. - lkg Framhald í bígerð MARGIR GLEÐJAST The Goonies er ein af klassísku kvikmyndunum frá níunda áratugnum. Format-þátturinn Got Talent er kominn í Heimsmetabók Guinness sem vinsælasti format- þáttur allra tíma. Format-þátt- ur þýðir í raun að Got Talent er þáttur sem fylgir vissri uppskrift sem hægt er að staðfæra í hvaða landi sem er. Þátturinn fór fyrst í loftið í Bretlandi undir nafninu Britain‘s Got talent. Síðan þá hafa 58 lönd gert sína útgáfu af þáttunum, meðal annars Ísland, en sjón- varpsþátturinn Ísland Got Talent hefur átt góðu gengi að fagna síð- ustu vikur á Stöð 2. Tónlistar- og raunveruleika- sjónvarpsmógúllinn Simon Cowell á heiðurinn að formati Got Talent en þátturinn skákaði þætt- inum Strictly Come Dancing sem var hingað til talinn vinsælasti format-þáttur heims af Heims- metabók Guinnes. - lkg Got Talent í Heimsmeta- bók Guinness ÍSLAND GOT TALENT Ísland og Brasilía eru nýjustu löndin til að framleiða Got Talent. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ Tónlistarmaðurinn og verðandi Íslandsvinurinn Justin Timber- lake er búinn að bæta við þrettán tónleikum í Norður-Ameríku á tónleikaferðalagi sínu 20/20 Experience World Tour. Nýju tónleikarnir eru í nóvember og desember og fara til dæmis fram í Portland og Atlanta. Miðar fara í sölu þann 14. apríl en meðlimum í aðdáendaklúbb Justins, Tennessee Kids, gefst kostur á að kaupa miða í forsölu 8. apríl. Mikil spenna ríkir hér á landi fyrir komu Justins en hann held- ur tónleika í Kórnum þann 24. ágúst. Allir miðar á tónleikana seldust upp á svipstundu. - lkg Bætir við fl eiri tónleikum VINSÆLL Justin er einn vinsælasti tónlistarmaður heims. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY LÆKKUN HÚSNÆÐISLÁNA OG VIÐBÓTARLÍFEYRISSPARNAÐUR Fræðslufundur í Arion banka, Borgartúni 19, miðvikudaginn 9. apríl kl. 17.15. Á fundinum verður farið yfir fyrirhugaðar aðgerðir ríkis- stjórnarinnar til höfuðstólslækkunar húsnæðislána. Auk þess verða kostir viðbótarlífeyrissparnaðar kynntir. Aðgerðirnar skiptast í þrennt: · Niðurfærslu á höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána eða með sérstökum persónuafslætti. · Skattfrjálsa greiðslu viðbótarlífeyrissparnaðar inn á höfuðstól húsnæðislána. · Skattfrjálsa greiðslu viðbótarlífeyrissparnaðar upp í útborgun á íbúð. Fyrirlesari er Snædís Ögn Flosadóttir, sérfræðingur á eignastýringarsviði Arion banka. Fundurinn stendur yfir í rúmlega klukkustund. Léttar kaffiveitingar í boði. Allir velkomnir – skráning á arionbanki.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.