Fréttablaðið - 14.04.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 14.04.2014, Blaðsíða 6
14. apríl 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 6 Prófaðu Sensodyne vörurnar og finndu muninn. Sensodyne fyrir viðkvæmar tennur D Y N A M O R E Y K JA V ÍK NÝ OG BE TRI HÖNNUN ! TANNBURSTAR OG TANNKREM FYRIR VIÐKVÆM SVÆÐI AFKOMA OG ARÐGREIÐSLUR BANKANNA 2013 ÍSLANDSBANKI ARION BANKILANDSBANKINN HAGNAÐUR 12,7 milljarðar króna HAGNAÐUR 28,8 milljarðar króna ARÐGREIÐSLA 4 milljarðar króna HAGNAÐUR 23,1 milljarður króna ARÐGREIÐSLA 7,8 milljarðar króna ARÐGREIÐSLA 20 milljarðar króna 17% 60%70% VIÐSKIPTI „Þetta hefur verið gert af skynsemi,“ segir Unnur Gunnars- dóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, um arðgreiðslur viðskiptabankanna þriggja sem nema þriðjungi af sam- anlögðum hagnaði þeirra árið 2013. „Það eru engin hættumerki núna enda eru bankarnir með mjög sterka eiginfjárstöðu og eins og sakir standa hafa þeir ekki stofnað þeirri stöðu í neina hættu með þess- um arðgreiðslum,“ segir Unnur. Már Guðmundsson seðlabanka- stjóri segir í nýju riti Seðlabank- ans um fjármálastöðugleika að enn sé tilefni til að stilla arðgreiðslum bankanna í hóf. Staða bankanna sé ekki eins góð og virðist við fyrstu sýn. Ein ástæðan sé sú að erlend lausafjárstaða þeirra muni að óbreyttu versna verulega komi ekki til skilmálabreytinga á skuld nýja Landsbankans við þann gamla eða eðlilegur aðgangur nýja bankans að erlendu lánsfé hafi opnast áður. Hluti góðrar afkomu bankanna byggist á virðishækkun útlána og fleiri óreglulegum þáttum og hærri bankaskattar muni rýra afkomu bankanna. „Við höfum tekið undir að það þarf að fara varlega í þessar arð- greiðslur en það er einnig heilbrigð- ismerki að geta greitt út arð til eig- enda sinna,“ segir Unnur. Stóru viðskiptabankarnir þrír, Landsbankinn, Arion Banki og Íslandsbanki, hafa samtals greitt 31,8 milljarða króna í arð til hlut- hafa á þessu ári. Stór hluti þeirrar upphæðar rennur í ríkissjóð en ríkið á meðal annars 97,7 prósenta eignar- hlut í Landsbankanum. Guðjón Rúnarsson, framkvæmda- stjóri Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF), telur bankana hafa stigið var- lega til jarðar þegar kemur að arð- greiðslum. „Sjónarmið seðlabankastjóra eru fullrar athygli verð. Eins og hann nefnir eru tímabundnir þættir eins og endurmat eigna sem hafa haft jákvæð áhrif á afkomu bankanna en þau áhrif eru ekki viðvarandi,“ segir Guðjón og bendir á að fyrir Alþingi liggi frumvarp þar sem eig- infjárkröfur til fjármálafyrirtækja eru hertar. „Ég held að þessar arðgreiðslur séu klárlega mjög hófstilltar enda mikið eigið fé bundið í þessum fyr- irtækjum og verulegur meirihluti af þessari tölu fer í vasa ríkisins,“ segir Guðjón. haraldur@frettabladid.is Segir arðgreiðslur bankanna eðlilegar Forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir bankana ekki stofna eiginfjárstöðu sinni í hættu með arðgreiðslum upp á 32 milljarða. Seðlabankastjóri segir tilefni til að stilla arð- greiðslum í hóf. Staða bankanna sé ekki eins góð og virðist við fyrstu sýn. ATVINNUMÁL Bæjarráð Ísafjarðar- bæjar segir útilokað fyrir eigend- ur Vísis hf. að loka starfsstöðvum á Þingeyri, Húsavík og Djúpavogi, án samráðs við þá sem tengist málinu. „Í ljósi þess hvernig til starf- seminnar var stofnað er ekki rétt að Vísir hf. á Þingeyri taki þessa ákvörðun án samráðs við Ísa- fjarðarbæ og aðra hlutaðeigandi aðila. Ef fyrirtæki ætla að eiga fullan þátttökurétt í samfélaginu þá eiga þau skilyrðislaust að sýna meiri samfélagslega ábyrgð en þarna birtist,“ segir bæjarráðið sem vill breytingar svo fiskveiði- stjórnunarkerfið tryggi trausta atvinnu og byggð í landinu. - gar Ísfirðingar átelja Vísi hf.: Samfélagslega ábyrgð skortir 1. Hversu margir í skoðanakönnun Capacent sögðu öruggt eða líklegt að þeir myndu kjósa nýjan hægri fl okk? 2. Hversu mikið gátu starfsmenn Sjó- vár hagnast með kaupum á hlutabréf- um í útboði? 3. Hvað heitir tólf ára gamli strákur- inn sem leikið hefur í fi mm atvinnu- leiksýningum? SVÖR SAMGÖNGUR „Öllu tali um að ekki sé til fjármagn er hér með vísað til föðurhúsanna,“ bókuðu fulltrú- ar í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar sem krefjast þess að Isavia láti strax lagfæra Þingeyrarflugvöll. Bæjarfulltrúarnir mótmæla því sem haldið er fram af hálfu Isavia að ekki sé til fjármagn til að laga Þingeyrarflugvöll svo að hann nýtist sem varaflugvöll- ur fyrir Ísafjarðarflugvöll. „Nú nýlega var opinberað að Isavia hafi verið rekið með 3,2 milljarða króna hagnaði á síðasta rekstr- arári,“ bendir bæjarstjórn á. - gar Vilja varaflugvöll lagfærðan: Segja Isavia eiga nægt fé ALÞJÓÐASAM- SKIPTI Gunnar Bragi Sveins- son utanríkis- ráðherra flutti í gær ræðu fyrir hönd Norður- landanna og Eystrasaltsríkj- anna á fundi þróunarnefnd- ar Alþjóða- bankans og Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins. Gunnar lagði áherslu á að störf Alþjóðabankans beinist að aukn- um hagvexti, sjálfbærri nátt- úruauðlindanýtingu og jafnrétti kynjanna. Bankinn eigi að starfa að því að útrýma fátækt. Jim Kim, forseti Alþjóðabank- ans, sagði snjallsíma hafa breytt væntingum fólks í þróunar- ríkjum um lífskjör því það sjái hvernig fólk í öðrum löndum lifir. - kóh Utanríkisráðherra í ræðu: Alþjóðabanki útrými fátækt SKIPULAGSMÁL Sveitarstjórn Borgarfjarðar hefur samþykkt breytingar á deiliskipulagi í Húsafelli svo hægt sé að ráðast í byggingu hótels nærri sundlaug- inni og þjónustuhúsinu þar. Náttúrufræðistofnun kvaðst ekki geta mælt með að birkiskóg- ur yrði ruddur fyrir frístunda- byggð, hótel og aðra afþreyingu. Umhverfisstofnun sagði mikil- vægara að halda birkisvæðinu sem útivistarsvæði og mælti með að finna hótelinu stað. Sveitarstjórnin sagði breyt- inguna hins vegar í samræmi við aðalskipulag og benti á samn- ing milli Skógræktar ríkisins og landeiganda um mótvægisaðgerð- ir með plöntun birkitrjáa. - gar Áform um uppbyggingu: Nýtt hótel rís í Húsafellsskógi Við höfum tekið undir að það þarf að fara varlega í þessar arð- greiðslur en það er einnig heilbrigðismerki að geta greitt út arð til eigenda sinna, Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins ÞINGEYRI Vilja samráð um lokun fisk- vinnslu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA GUNNAR BRAGI SVEINSSON 1. 21,5 prósent. 2. Um 1,5 milljónir króna. 3. Grettir Valsson. ÚTIVIST Skíðasvæðin í Bláfjöllum, Oddsskarði, Hlíðarfjalli og döl- unum á Ísafirði, Seljalands- og Tungudal, voru opin fyrir skíða- og brettafólk í gær. Færi á flestum skíðasvæðum var mjög gott, og einnig var veður prýðilegt. Sól skein skært í skíða- brekkum um land allt, og hægir vindar léku um skíðafólk Í Bláfjöllum voru rútuferðir, skíða- og brettaleiga og veitinga- sala virk samkvæmt áætlun. Þriggja stiga frost og ágætt veður var í Hlíðarfjalli við Akur- eyri. Færi var gott, og sólin skein yfir fjallið. Veðurstofan spáir áframhaldandi sólskini um hádeg- isbil í dag á Akureyri. Í Tungudal og Seljalandsdal var nýfallinn, léttur snjór yfir svæðinu og gott færi utan brautar. Einnig féll púðursnjór á fyrrtroðnar brautir. Skíðafæri við Oddsskarð er að sögn forstöðumanns afar gott. Í gær skíðuðu menn á nýföllnum snjó. Starfsfólk svæðisins er bjart- sýnt á gott veður út vikuna. - kóh Sólin skein á öll helstu skíðasvæði landsins í gær og bjartsýni er á framhald á því næstu daga: Gott skíðafæri í aðdraganda páskanna SÓLSKIN Gaman er á skíðum í góða veðrinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.