Fréttablaðið - 14.04.2014, Blaðsíða 41
MÁNUDAGUR 14. apríl 2014 | LÍFIÐ | 21
LjóturAuður &
Auður og Ljótur kynntust í Búðardal. Þau eru mjög
sérstakt par. Auður, ljós yfirlitum, mild og góð en Ljótur
er tja … ljótur. Hann er með mikinn karakter. Frekar þurr
á manninn en samt ljúfur. Þau eiga rosalega vel saman.
Ef til væri parakeppni osta væru þau sigurstrangleg.
Auður og Ljótur - ólíklega parið frá Búðardal.
„Þetta er auðvitað mikill heiður
fyrir mig en ég vissi samt ekki af
þessu fyrr en eftir hátíðina,“ segir
raftónlistarmaðurinn Jóhann
Steinn Gunnlaugsson, en einn virt-
asti raftónlistarmaður heims, Paul
van Dyk. spilaði lag Jóhanns Steins,
Volcano á einni stærstu danstón-
listarhátíð heimsins, Ultra Music
Festival, í Miami á dögunum.
Hvorki meira né minna en
160.000 manns voru á hátíðinni
og því talsverður heiður fyrir
ungan íslenskan raftónlistarmann
að fá lag sitt spilað á svo stórum
vettvangi, þá var hátíðinni einn-
ig streymt á netinu. „Ég er mikill
aðdáandi Pauls van Dyk og það er
frábært að honum greinilega líki
við lagið mitt. Hann spilaði lagið
líka á Ultra Music-hátíðinni í Bue-
nos Aires,“ bætir Jóhann Steinn
við.
Paul van Dyk er ákaflega virt-
ur raftónlistarmaður sem hefur
meðal annars unnið Grammy-verð-
laun fyrir þátt sinn í tónlistinni í
kvikmyndinni The Dark Knight
ásamt því að hafa fengið fjölda
fleiri Grammy-tilnefninga og þá
hefur hann unnið til fjölda fleiri
verðlauna. Þá líkar tæpum fjórum
milljónum manna við Facebook
síðu kappans.
Þetta er þó ekki í fyrsta sinn
sem lag Jóhanns Steins er spilað
á stórum tónleikum. „Hollenska
stjarnan Armin van Buuren spil-
aði lagið mitt á stórum tónleikum
og svo er hann einnig með virtan
útvarpsþátt, þar sem hann hefur
spilað mörg lög sem ég á,“ segir
Jóhann Steinn léttur í lundu. - glp
Spilaður á 160.000 manna tónlistarhátíð
Lag raft ónlistarmannsins Jóhanns Steins Gunnlaugssonar var spilað af einum virtasta raft ónlistarmanni
heimsins á Ultra Music Festival í Miami. „Auðvitað mikill heiður fyrir mig,“ segir Jóhann Steinn glaður.
Á UPPLEIÐ Jóhann Steinn er afar
hæfileikaríkur.
➜ Jóhann Steinn skrifaði undir
samning við Abstractive Music,
sem er í eigu Sony, ekki alls
fyrir löngu og stefnir langt í
heimi raftónlistarinnar.
Mad Men-leikkonan Christina
Hendricks prýðir forsíðu tíma-
ritsins Health og talar um fjöl-
skyldulífið með eiginmanni
sínum, Geoffrey Arend.
„Við fengum okkur hvolp og
stofnuðum þannig fjölskyldu. Ég
er aðeins að æfa mig til að eign-
ast annan hvolp. Við erum búin að
ákveða að við höfum ekki áhuga á
að eignast börn,“ segir Christina.
Hún segist harðákveðin í því að
eignast ekki börn en útilokar þó
ekkert.
„Það er örlítill möguleiki á því
að ég skipti um skoðun,“ bætir
Christina við.
- lkg
Langar ekki
í börn
ENGIN BÖRN, TAKK Christina er
ánægð með eiginmann sinn og hvolp.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Vilhjálmur Bretaprins og eig-
inkona hans, Kate Middleton,
heilsuðu upp á konu í bænum
Cambridge á Nýja-Sjálandi á
föstudaginn. Konan gaf hjónun-
um ullarsjal sem hún hafði gert
fyrir son þeirra, George prins,
sem nú er átta mánaða gamall.
Þegar Vilhjálmur tók við gjöfinni
sagði hann einfaldlega:
„Þú gætir þurft að búa til
annað bráðlega.“
Eftir að Vilhjálmur lét þessi
orð falla hafa breskir fjölmiðlar
velt vöngum yfir því hvort annað
konunglegt barn sé á leiðinni en
það hefur ekki fengist staðfest
hjá konungsfjölskyldunni.
- lkg
Prinsinn talar
af sér
ANNAÐ BARN? Gæti verið að Kate sé
ólétt á ný? FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY