Fréttablaðið - 19.05.2014, Page 10

Fréttablaðið - 19.05.2014, Page 10
19. maí 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 10 (2.589.641 kr. án vsk) DANMÖRK Formaður Venstre í Danmörku, Lars Løkke Rasmus- sen, vill ekki greina frá því hversu miklu hann hefur haldið af fatnað- inum sem flokkurinn keypti handa honum á árunum 2010 og 2011. Á vef danska ríkisútvarpsins var haft eftir flokksformanninum að það sé einkamál hans hversu miklu hann verji í fatnað, pitsur og innkaup. Ekstra Bladet greindi frá því að flokkurinn hefði varið yfir 150 þúsundum danskra króna í fatnað á formanninn sem sam- svarar rúmlega þremur milljónum íslenskra króna. Framkvæmdastjóri Venstre, hefur greint frá því að flokkurinn hafi greitt fyrir fatnað handa for- manninum í tengslum við kosn- ingabaráttu og myndatökur. Allan fatnað sem Rasmussen hafi síðar tekið til eigin nota hafi hann sjálf- ur greitt fyrir. Þetta staðfestir for- maðurinn sem kveðst hafa verið sendur í ákveðna herrafataversl- un til fatakaupanna. Áður hafði flokkurinn greitt 110 þúsund danskar krónur, rúmar tvær milljónir íslenskra króna, fyrir reykklefa formannsins í stjórnarráðinu. - ibs Flokkurinn Venstre keypti fatnað á formanninn Lars Løkke Rasmussen: Segir fatakaup vera einkamál LARS LØKKE RASMUSSEN Kveðst hafa greitt fyrir þau föt sem hann hafi tekið til eigin nota. NORDICPHOTOS/AFP BALKANSKAGI Mikill viðbúnaður er í Serbíu þessa dagana vegna ótta við frekari flóðbylgjur. Veðurfræðingar þar í landi gera ráð fyrir því að vatnsborð einnar lengstu ár Serbíu, Sava, geti farið hækkandi og flætt yfir bakkana sökum mikillar úrkomu. Flóðið gæti þar með ógnað stærsta orkuveri landsins, Nikola Tesla, sem stendur við bakka árinnar. Orkuverið sér stórum hluta landsins fyrir rafmagni og gæti orðið gífurlegt tjón ef orku- verið yrði fyrir skemmdum. Forsætisráðherra Serbíu, Aleksandar Vucic, segir að ríkisstjórn hans leggi áherslu á að vernda orkuverið, en hann hefur einnig kallað eftir aðstoð nágrannaríkjanna. Um helgina fór fram samstöðufundur á vegum Félagasamtaka Serba á Íslandi, í séra Friðrikskapellu, þar sem rætt var hvernig best væri að koma fólkinu til aðstoðar. Flóðið á Balkanskaga hefur nú þegar kostað að minnsta kosti 35 manns lífið og þá hafa tugir þúsunda flúið heimili sín. Flóðið hefur þó ekki aðeins lagt Serbíu og Bosníu í rúst, Króatía hefur einnig fengið að kenna á hamför- unum. Yfirvöld í Serbíu og Bosníu segja úrhellið sem flóðunum veld- ur það mesta frá því að mælingar hófust. gunnarleo@frettabladid.is Óttast aðra flóðbylgju Mikill viðbúnaður er í Serbíu vegna ótta við frekari flóðbylgjur. Stærsta orkuver landsins er í hættu. ALLT Á FLOTI Maður fyrir utan heimili sitt í þorpinu Veliki Crljeni, skammt frá Belgrad, höfuðborg Serbíu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP „Það mættu margir á fundinn og hver og einn fékk verkefni að fundi loknum til að aðstoða,“ segir Jovana Pavlovic en hún mætti á samstöðuf- und á vegum Félagasamtaka Serba á Íslandi í séra Friðrikskapellu sem haldinn var um helgina. Um tuttugu manns mættu á fundinn og farið var yfir mögulegar aðgerðir til þess að aðstoða þær þúsundir manna sem hafa misst heimili sitt í Serbíu. „Talað hefur verið við yfirvöld hér á landi og við höfum einnig sóst eftir aðstoð frá stórum fyrirtækjum eins og Actavis til þess að fá lyf, því það er mikið um vírusa úti sökum óhreinlætis,“ útskýrir Jovana. Hún segist finna fyrir miklum stuðningi en á fyrsta degi höfðu safnast 630.000 krónur. „Við áttum ekki von á svona góðum stuðningi.“ SAMSTÖÐUFUNDUR HALDINN Á ÍSLANDI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.