Fréttablaðið - 19.05.2014, Síða 47

Fréttablaðið - 19.05.2014, Síða 47
MÁNUDAGUR 19. maí 2014 | MENNING | 19 E N N E M M / S ÍA / N M 6 2 8 0 3 NÝR NISSAN QASHQAI TÆKNILEGASTI NISSAN ALLRA TÍMA BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar Reykjanesbæ www.bilahusid.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 *M ið að v ið u pp ge fn ar tö lu r f ra m le ið an da u m e ld sn ey tis no tk un í bl ön du ðu m a ks tr i. / ** B lin dh or na við vö ru n er a uk ab ún að ur í Te kn a út fæ rs lu . ÖRYGGISHJÚPUR NISSAN BYGGIR Á 360° MYNDAVÉLATÆKNI Öryggishjúpstæknin í Nissan Qashqai tekur við skilaboðum frá myndavélum á öllum hliðum bílsins og miðlar þeim til 8 mismunandi öryggiskerfa sem fylgjast með öllu sem gerist. Kerfin láta ökumann vita þegar eitthvað óvænt steðjar að sem valdið getur hættu. Veglegur staðalbúnaður m.a. Nissan Connect kerfi: • 7” snertiskjár • Leiðsögukerfi með Íslandskorti • ipod / USB tengi • Samþætting með snjallsíma • Tenging við Google og Facebook Apps Nánari upplýsingar á www.nissan.is NISSAN QASHQAI ACENTA Framhjóladrifinn, dísil, sjálfskiptur Eyðsla 4,6 l /100 km* Verð: 4.890.000 kr. Nissan Qashqai Acenta Fjórhjóladrifinn, dísil, beinskiptur 5.290 þús . kr. Á þessum tónleikum verður frumflutt tónlist eftir þrjá af meðlimum sveitarinnar, þá Kjartan Valdemarsson, Snorra Sigurðarson og mig,“ segir Haukur Gröndal um efnisskrá tónleika Stórsveitar Reykjavík- ur í Hörpu í kvöld. „Það er liður í starfi þessarar hljómsveitar að frumflytja ný verk sem eru skrifuð fyrir big band.“ Haukur segir ekkert óvenju- legt við það að hljómsveit frum- flytji samtímis verk eftir þrjá af meðlimunum. „Það tíðkast innan djassgeirans að vera hljóðfæra- leikari og fást jafnframt við tón- smíðar,“ segir hann. „Kannski er það aðeins óvenjulegra að skrifa fyrir svona stórt batt- erí, en í stórsveitinni eru átján manns.“ Spurður hvort verk þeirra þriggja séu mjög ólík segir Haukur það liggja í hlutarins eðli. „Við erum mjög ólíkir tón- listarmenn og það speglast auð- vitað í verkunum,“ segir hann. „Þetta skiptist þannig að það eru frumflutt fjögur verk eftir mig, tvö eftir Kjartan og tvö eftir Snorra, þannig að þetta er svona sirka klukkutíma dagskrá.“ Beðinn að skilgreina eigin verk hummar Haukur um stund en segir svo: „Það er dálítið erfitt að lýsa því beint. Ég er undir töluverðum áhrifum frá þjóðlagatónlist ýmiss konar og einnig frá útsetjara sem heitir Gil Evans, Kanadamanni sem skrifaði mikið fyrir big bönd. Mér finnst tónlist mín líka hafa ákveðinn íslenskan tón, þótt aðrir heyri það kannski ekki, því ég hef orðið fyrir pínu áhrifum frá þjóðlagatónlistinni okkar. Ég nýti áhrif héðan og þaðan þann- ig að þetta er ekki beint hefð- bundin stórsveitartónlist, en þó ekki neitt yfirgengilega framúr- stefnulegt að þessu sinni.“ Haukur hefur ekki áður samið verk fyrir Stórsveit Reykjavíkur og segist ekki fyrr hafa samið verk af þessari stærðargráðu. „Ég hef útsett töluvert af tónlist eftir aðra fyrir big bönd og síðan hef ég haldið úti sveit sem nefnist Frelsissveit Íslands og er átta manna band þar sem ég hef útsett tónlist bæði eftir sjálfan mig og aðra. Þann- ig að ég hef lengi fengist við að skrifa fyrir stærri hópa en þessi hefðbundnu þriggja til fjögurra manna bönd sem maður þekkir innan djassins.“ Tónleikarnir eru í Kaldalóni í Hörpu og hefjast klukkan 20.30 í kvöld. fridrikab@frettabladid.is Ekkert yfi rgengilega framúrstefnulegt Stórsveit Reykjavíkur frumfl ytur í kvöld átta ný íslensk tónverk eft ir meðlimi sveitarinnar, þá Kjartan Valdemarsson, Snorra Sigurðarson og Hauk Gröndal. STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR „Það tíðkast innan djassgeirans að vera hljóðfæraleikari og fást jafnframt við tónsmíðar,“ segir Haukur Gröndal. Taktfast og töfrandi er yfir- skrift vortónleika Kvenna- kórs Garðabæjar í Guð- ríðarkirkju annað kvöld klukkan 20. Á tónleikunum munu hljóma verk frá mörg- um heimshornum og kennir ýmissa grasa. Stjórnandi er Ingi- björg Guðjónsdóttir sópransöng- kona og píanisti er Sólveig Anna Jónsdóttir. Kvennakór Garðabæjar var stofnaður á haustmánuðum árið 2000 og hefur tekið þátt í nokkrum landsmótum íslenskra kvennakóra sem haldin hafa verið víða um land. Kórinn hefur farið reglulega í söngferðir út fyrir landsteinana, svo sem til Prag, Vínarborgar, Kaupmannahafnar og nú síðast á Íslendingaslóðir í Bandaríkjun- um og Kanada þar sem kórinn tók meðal annars þátt í hátíðarhöld- um 17. júní í Winnipeg. Í byrjun maí tók kórinn þátt í Landsmóti kvennakóra á Akureyri. Taktfast og töfrandi Kvennakór Garðabæjar heldur árlega vortónleika sína í Guðríðarkirkju annað kvöld. KVENNAKÓR GARÐABÆJAR Kórinn hefur verið starfræktur frá árinu 2000 og tekur virkan þátt í menningarlífi Garðabæjar. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.