Fréttablaðið - 19.05.2014, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 19.05.2014, Blaðsíða 48
19. maí 2014 MÁNUDAGUR| LÍFIÐ | 20 BAKÞANKAR Berglind Pétursdóttir 1. Salma Hayek klæðist kjól frá Saint Laurent á frumsýningu myndarinnar The Prophet. 2. Eva Longoria á frumsýningu myndarinnar Saint Laurent er í kjól frá Gabriela Cadena, skóm frá Brian Atwood og með Damiani-skartgripi. 3. Lea Seydoux á frumsýningu Saint Laurent og klæðist kjól frá Prada með skart frá Chopard. 4. Freida Pinto á frumsýningu Saint Laurent er hér í kjól frá Michael Kors og skreytir sig með skartgripum frá De Grisogono. 5. Rosario Dawson á frumsýningu myndarinnar The Captive. Hún valdi kjól frá Dolce&Gabbana af því tilefni. 7. Jennifer Lawrence á leið í gleð- skap. Hún er í Dior-Couture kjól, skóm frá Christian Louboutin og með skart frá Irene Neuwirth. 8. Julianne Moore er hér í seiðandi grænum kjól en hönnuðarins er ekki getið. Seiðandi stjörnur Söngvarinn Ed Sheeran er kom- inn með kærustu en kappinn rat- aði á lista tímaritsins People yfir kynþokkafyllstu karlmenn heims í fyrra. Sheeran fór í viðtal hjá útvarpsstöðinni Kiis FM á dögun- um og greindi þar frá því að hann væri genginn út en vildi lítið ræða sambandið. Hann kveðst þó ekki syngja fyrir kærustuna. „Ég syng aldrei fyrir hana í einrúmi. Mér finnst það óþægilegt og skrítið.“ Genginn út SYNGUR EKKI FYRIR KÆRUSTUNA Sheeran finnst óþægilegt að syngja fyrir framan kærustuna. GETTY/NORDIC PHOTOS HAFIÐ þið verið stödd í útlöndum þegar varað er við óveðri og stormi sem reyn- ist svo vera léttvæg gola og 3-4 snjókorn? Þegar ég var skiptinemi í Bretlandi var oft frí í marga daga í skólanum ef það snjó- aði magni sem dugði varla í almennilegan snjóbolta. Það hvarflaði því ekki að mér að fresta áætlaðri för minni til Aspen frá Denver á handahófskenndu ferðalagi um Bandaríkin. Því miður. ÞESSI þanki er skrifaður á iPhone í hvítum KIA, farþegasætinu samt, ein- hvers staðar hátt uppi í Klettafjöllum. Kunningjar mínir á þessum slóðum hvöttu mig til að leigja mér sérútbú- inn bíl eða fresta ferðinni, það væri von á stormi. Ég horfði blíðlega á kunningjana og sagði þeim vin- gjarnlega að vanmeta ekki þekk- ingu mína á veðrinu, ég væri alin upp í Smáíbúðahverfinu og þar væri nú ekki veðrátta til að gera grín að. SKÖMMU eftir að ég lagði af stað skall á blindbylur og ég er nú búin að keyra fram hjá bílslysum þar sem vöruflutn- ingabílar breyttust í harmóníkur og fólks- bílar standa upp á annan endann á miðjum veginum. Jeppar sem klesst hafa harkalega á tré standa þar yfirgefnir og á tímabili var eina umferðin á móti mér ýlfrandi sjúkra- bílar og dráttarvélar. ÉG er búin að hugsa allar neikvæðar hugs- anir sem fyrirfinnast um endalok þessa ferðalags og hellan í eyrunum á mér er svo þykk að ég veit ekki hvort ég muni heyra fagran þytinn í vindinum þegar bíllinn loks- ins hendist fram af snjóhengju. ÉG ætla aldrei aftur að gera grín að túrist- unum á Íslandi sem fara á Yaris og hlýrabol á Vatnajökul og þurfa að láta bjarga sér. Það stefnir allt í að ég verði slíkur ferðamaður. Á TÍMABILI hugsaði ég þó; ef bíllinn bilar get ég vippað mér yfir þessa girðingu sem grillir í í gegnum þykkt hríðarkófið og hlaupið yfir í næstu huggulegu hjólhýsa- þyrpingu. Kannski er þar einhver velvilj- aður sem getur reddað mér. Hætti strax við þegar ég rak augun í skiltið á grindverkinu. AÐKOMUMENN í leyfisleysi verða skotnir, án viðvörunar. Af veðurhroka Íslendings Hátíska á Cannes-hátíðinni Það má með sanni segja að stjörnurnar skarti sínu fegursta á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Cannes, sem haldin er í 67. sinn þessa dagana. Fréttablaðið kynnti sér glæsilegan klæðaburð nokkurra stjarna á hátíðinni. ÁLFABAKKA AKUREYRI EGILSHÖLL KRINGLUNNI KEFLAVÍK THE BATTLE FOR THE STREET BEGINS. SETH ROGEN ZAC EFRON ROSE BYRNE CHICAGO TRIBUNE ROGEREBERT.COM VONARSTRÆTI 5, 8, 10:10 BAD NEIGHBOURS 5:50, 8, 10:20 LÁSI LÖGGUBÍLL 6 THE OTHER WOMEN 8, 10:40 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar “IT COULD BE HIS BEST FILM SO FAR” - THE GUARDIAN SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas Miðasala á: VONARSTRÆTI BAD NEIGHBOURS THE AMAZING SPIDERMAN 2 3D HARRÝ OG HEIMIR GRAND BUDAPEST HOTEL KL. 5.20 - 8 - 9 - 10.40 KL. 5.40 - 8 - 10.10 KL. 6 KL. 6 - 8 KL. 10 VONARSTRÆTI VONARSTRÆTI LÚXUS BAD NEIGHBOURS THE OTHER WOMAN THE AMAZING SPIDERMAN 2 3D RIO 2 2D ÍSL. TAL HARRÝ OG HEIMIR KL. 3.30 - 5.20 - 8 - 10.40 KL. 5.20 - 8 - 10.40 KL. 5.50 - 8 - 10.35 KL. 8 - 10.25 KL. 5 - 10.10 KL. 3.30 KL. 6 -T.V., BÍÓVEFURINN.IS -V.G. DV - HJÖRDÍS STEFÁNSDÓTTIR, MBL „ÞESSI NÝJA ÍSLENSKA KVIKMYNDAVON VÍSAR BJARTAN VEG TIL FRAMTÍÐAR!“ Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is 1 2 3 5 4 6 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.