Fréttablaðið - 19.05.2014, Side 54

Fréttablaðið - 19.05.2014, Side 54
19. maí 2014 MÁNUDAGUR| LÍFIÐ | 26 Don’t You Worry Bout a Thing með Stevie Wonder. Gott lag til að sigla áhyggjulaus inn í vikuna. Jón Stefán Sigurðsson leikari MÁNUDAGSLAGIÐ ,,Við leggjum mikla áherslu á 90‘s stílíseringu og grafík,‘‘ segir tónlistarkonan Rakel Mjöll Leifs- dóttir en hún stofnaði stelpusveitina Dream Wife sem lokaverkefni á öðru ári sínu í Listaháskólanum í Brighton. ,,Síðan komum við fram á lokasýningunni og fengum svo góð viðbrögð að við vorum allt í einu bókaðar á nokkra tónleika í Bretlandi. Fólk hélt greinilega að við værum alvöru hljómsveit,‘‘ segir Rakel Mjöll og hlær en hún fékk í kjölfarið hæstu einkunn í bekknum fyrir verkefnið. Stelpnasveitin samanstendur af Rakel og tveimur breskum vinkon- um hennar en þær spila draumkennt brimbretta- popp með áhrifum frá gruggsenu tíunda áratugar- ins. Sveitin hefur gefið út tónlistarmyndband við öll lög sín en nýjasta myndband Dream Wife kom út á dögunum við lagið Chemistry og fer ofurfyrir- sætan Kolfinna Kristófersdóttir með aðalhlutverkið í myndbandinu. ,,Lagið fjallar um kemistríu á milli fólks,‘‘ segir Rakel. ,,Í myndbandinu er Kolfinna að upplifa þessa strauma á milli allra sem hún hittir inni á bar í Brighton,‘‘ segir söngkonan en stúlkurnar í Dream Wife leika hin þrjú hlutverkin ásamt einum klæð- skiptingi. ,,Það var gaman að hafa Kolfinnu í myndbandinu, það er mjög gott að vinna með henni,‘‘ segir Rakel Mjöll en myndbandið má nálgast á heimasíðu hljóm- sveitarinnar, dreamwife.co.uk. baldvin@frettabladid.is Upplifi r strauma á milli fólks Söngkonan Rakel Mjöll Leifsdóttir stundar nám í Brighton en hún stofnaði 90’s stelpusveitina Dream Wife sem gaf nýlega út myndband við lagið Chemistry. FLOTTAR STELPUR allir meðlimir dream wife stunda listnám í brighton. „Þetta gekk virkilega vel en við vissum í raun ekkert hvað við vorum að fara út í upp- hafi,“ segir Andri Snær Þorsteinsson, en hann og bróðir hans, Bragi Fannar skipa dúettinn Harmonikkubræður og luku þeir nýverið við upptökur á plötu sem inniheldur lög hljóm- sveitarinnar Nýdönsk. Um er að ræða plötu þar sem lög Nýdanskrar hafa verið sett í nýjan og hressan harmonikkubúning. „Það er allavega eitt þekkt lag sem er komið í valstakt og svo eru önnur í tangó,“ bætir Andri við léttur í lundu. „Ég er geysilega mikill harmonikkuunn- andi og hefur alltaf dreymt um að heyra lögin okkar flutt á harmonikku. Við kunnum ekkert á nikkur þannig að við fengum aðra í þetta,“ segir Björn Jörundur Friðbjörnsson, bassaleikari og söngvari Nýdanskrar, sem er spenntur fyrir nýju plötunni. Platan ber heitið 12 íslensk Nýdönsklög en samstarf bræðranna og Nýdanskrar má rekja til tónleika þeirra síðarnefndu í Hörpu á síð- asta ári. „Við hituðum upp fyrir þá í Hörpu og eftir það vildu þeir endilega gefa út með okkur disk,“ segir Andri Snær. Ólafur Hólm Einarsson, trommuleikari Nýdanskrar, sá um æfingar fyrir plötuna og stjórnaði einnig upptökum ásamt Gunnari Árnasyni. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er við stjórnvölinn, það var mjög sérstakt að vera að segja mönnum til og þar á meðal trommuleik- ara. Það var pínu skrítið að koma mínum hug- myndum til annars trommara. Það var gaman að setja þetta í allt öðrvísi búning og þetta skotgekk,“ segir Ólafur Hólm um ferlið. Hugmyndin að plötunni varð til þegar Nýdanskir voru staddir í Berlín fyrir skömmu að hljóðrita plötu. „Þegar við eyðum svona löngum tíma saman þá verða til alls kyns skemmtilegar hugmyndir,“ bætir Björn Jörundur við. Gert er ráð fyrir að platan komi út um miðj- an júní. „Plötunni verður líklega fagnað með harmonikkudansleik, þar sem við verðum hressir á dansgólfinu,“ segir Björn Jörundur. gunnarleo@frettabladid.is Harmonikkan hertekur Nýdanska Harmonikkubræðurnir Andri Snær og Bragi Fannar Þorsteinssynir hafa tekið upp plötu með lögum Nýdanskrar og sett í hressan harmonikkubúning. ANNAR BLÆR Lög hljómsveitarinnar Nýdanskrar eru komin í nýjan búning. MYND/EINKASAFN SÁTTIR SAMAN Harmonikkubræðurnir Bragi Fannar Þorsteins- son og Andri Snær Þorsteinsson og Stefán Hjörleifsson, gítarleikari Nýdanskrar, eiga gott samstarf. MYND/EINKASAFN „Við höfum verið að spila á grunnskólaböllum mjög stíft undan farin ár en höfum þó tekið eftir því að það er ekkert mikið af viðburðum skipulagðir fyrir þennan aldurshóp nema Samfés. Þess vegna vildum við skipuleggja almennilegan viðburð fyrir krakk- ana,“ segir Bjarni Hallgrímur Bjarnason en hann, ásamt Grími Óla Geirssyni, skipuleggur stóra tónleika fyrir unglinga í áttunda til tíunda bekk sem haldnir verða í Kaplakrika. Þeir skipa einnig plötusnúðateymið og viðburða- fyrirtækið Basic House Effect. Þeir félagar segjast hafa fengið góð viðbrögð við uppátæki sínu en þeir hafa gengið með hugmyndina í kollinum í um þrjú ár. „Ég bjóst alveg við verri viðbrögðum frá til dæmis félagsmiðstöðvum og opin- berum aðilum en allt hefur gengið vel,“ bætir Bjarni við. Þá hafa þeir einnig birt bréf til foreldra á vefsíðu sinni til þess að foreldrar geti kynnt sér viðburð- inn vel. Þeir hafa einnig skipulagt keppni fyrir unglingana til að hvetja tónlistaráhugann. „Við erum með dj-keppni, krakkar geta skráð sig í hana og sent okkur mix og svo verðum við með dómnefnd skipaða þekktum plötusnúðum sem velur sigurvegarann.“ Sigur- vegarinn kemur svo fram á tón- leikunum ásamt fjölda þekktra listamanna, en Páll Óskar, Friðrik Dór og Steinar eru á meðal þeirra sem fram koma. Allur ágóði tónleikanna, sem haldnir verða 12. júní, verður gef- inn til Barnaspítala Hringsins og Rauða krossins. - glp Stærsti viðburðurinn utan Samfés Bjarni Hallgrímur og Grímur Óli telja skort vera á viðbuðrum fyrir unglinga og skipuleggja því stóra tónleika. GÓÐGERÐARTÓNLEIKAR Bjarni Hallgrímur og Grímur Óli skipuleggja stærðarinnar góðgerðartónleika fyrir unglinga. MYND/ GEIR ÓLAFSSON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.