Fréttablaðið - 29.05.2014, Síða 4

Fréttablaðið - 29.05.2014, Síða 4
29. maí 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 DNP var markaðssett sem megrunarlyf upp úr 1930 en var fljótlega tekið af markaði vegna alvarlegra aukaverkana. Undanfarinn áratug hefur á ný borið á notkun þess. Menn eiga rétt á greiðri máls- meðferð bæði á rannsóknar- stigi og dóm- stigi og ef brotið er á þeim rétti sakborninga þá leiðir það iðulega til þess að það hefur áhrif á refsiákvörð- unina. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður LÖGREGLUMÁL Rannsókn á umfangsmiklu skattsvikamáli, þar sem starfsmaður ríkisskattstjóra er grunaður um að hafa svikið út 270 milljónir úr virðisaukaskatts- kerfinu, hefur dregist í nærri fjög- ur ár. Málið kom upp í september 2010 þegar sex voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Starfsmaður ríkis- skattstjóra, einn grunaðra, var vistaður í einangrun á grundvelli rannsóknarhagsmuna í fimm vikur en samtals sat hann í gæsluvarð- haldi í tólf vikur. Eignir hans og eiginkonu hans voru frystar þegar málið kom upp og hafa verið síðan. Manninum var tjáð í september í fyrra að rannsókn málsins væri að klárast. Sömu svör fékk hann í apríl á þessu ári en þegar mað- urinn grennslaðist aftur fyrir um málið síðastliðinn þriðjudag fékk hann þau svör að málið væri enn í höndum lögreglu og ekki komið til málsmeðferðar hjá ríkissak- sóknara. „Staða mín er bara á bið,“ segir maðurinn. „Það eru allir í fjölskyldunni í rusli eftir þetta en við getum ekki annað en beðið.“ Manninum var sagt upp störfum í kjölfar þess að málið komst upp og segist hann hafa verið óvinnu- fær síðan. „Ég er bara andlegur öryrki,“ segir hann. Verjandi mannsins, Björgvin Þorsteinsson, segir að dráttur málsins sé með ólíkindum. „Það eru sjálfsagt komin þrjú ár síðan þetta mál lá ljóst fyrir og hægt var að gefa út ákæru.“ Ragnar Aðalsteinsson hæsta- réttarlögmaður segir að drátt- urinn geti haft áhrif á ákvörðun dómstóla þegar málið kemst loks þangað. „Menn eiga rétt á greiðri máls- meðferð bæði á rannsóknarstigi og dómstigi og ef brotið er á þeim rétti sakborninga þá leiðir það iðulega til þess að það hefur áhrif á refsi- ákvörðunina. Það getur haft áhrif á fjárhæð sektar og lengd fangelsis- vistar eða miklu frekar að dómstól- ar hafa verið að skilorðsbinda fang- elsisrefsingar,“ segir Ragnar. Hann bendir á að ríkið geti orðið skaðabótaskylt verði maðurinn sýknaður. Þá geti löng bið eftir niðurstöðu máls haft slæm áhrif á andlega heilsu sakborninga. Fólk verði þunglynt og aðgerðalaust. Ragnar bendir á að þegar dómur fellur taki við lengri bið eftir því að komast að í fangelsi. Í lok árs 2012 höfðu 102 einstaklingar beðið lengur en í þrjú ár eftir því að sitja af sér sinn dóm. snaeros@frettabladid.is Dráttur á rannsókn getur létt refsinguna Maður sem beðið hefur í fjögur ár eftir að rannsókn á fjársvikamáli sem hann tengist ljúki segist óvinnufær vegna biðarinnar. Enn er beðið og málið ekki komið til saksóknara. Eigur mannsins og konu hans hafa verið frystar frá árinu 2010. STARFSMAÐUR RÍKISSKATTSTJÓRA Maðurinn er grunaður um að hafa nýtt sér aðstöðu sína til að endurgreiða virðisaukaskatt af húsum sem aldrei voru byggð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN NEYTENDUR Þrír Svíar hafa lát- ist af völdum megrunarefnis- ins DNP sem er til sölu á netinu. Í handtösku eins hinna látnu, 44 ára konu, fannst ómerkt dolla með stórum, gulgrænum hylkjum sem innihéldu efnið DNP. Konan hafði pantað hylkin á netinu og notað sem megrunarlyf, að því er greint er frá í sænska læknablaðinu. Matvælastofnun varaði í fyrra við notkun fæðubótarefna eða megrunarvara sem innihalda efnið 2,4-dínítrófenól eða DNP. Katrín Guðjónsdóttir, sérfræðingur hjá Matvælastofnun, segir efnið hafa þau áhrif á efnaskipti líkamans að í stað þess að orku sé breytt og hún geymd í frumum eða notuð af frumum líkamans þá breytist hún í varma. Líkamshitinn geti hækk- að það mikið að það verði banvænt. Ekki eru til nein mótefni við eitrun af völdum dínítrófenóls. Samkvæmt reglum um fæðubót- arefni er innflytjendum skylt að tilkynna til Matvælastofnunar um ný fæðubótarefni. Ekki hefur verið tilkynnt um vörur sem innihalda dínítrófenól, að sögn Katrínar. „Við myndum stoppa það. Við höfum heldur ekki heyrt af því að einstak- lingar séu að reyna að kaupa þetta en það segir ekki alla söguna. Það er ekki útilokað að íslenskir neyt- endur hafi keypt vöru sem inni- heldur efnið.“ Katrín segir dæmi um að seldar séu vörur með efninu án þess að efnisins sé getið á umbúðum. Dæmi um slíkt er varan „Pure Caffeine 200“ sem reyndist innihalda DNP þó þess væri ekki getið á umbúð- um. Það er talið afar hættulegt þar sem þá veit neytandinn ekki að hann er að neyta efnisins. - ibs Matvælastofnun á Íslandi og sænskir læknar vara við megrunar- og fæðubótarefni sem selt er á netinu: Þrír Svíar létust af völdum megrunarefnis BYLTINGARKENNDUR Nýr bíll Google gæti haft byltingarkennd áhrif á sam- göngur og umferð. NORDICPHOTOS/AFP TÆKNI Google hefur svipt hul- unni af nýrri bifreið sem keyrir af sjálfu sér. Ekkert stýri er í bílnum né heldur bensíngjöf eða hemlar, enda engin þörf á slíku, segir í tilkynningu fyrirtækisins. Bíllinn hefur aðeins einn hnapp sem segir honum hvort hann eigi að keyra eða stansa. Bíllinn hefur farþegarými fyrir tvær mann- eskjur og nær hámarkshraðanum 40 kílómetrum á klukkustund. Skynjarar nema bifreiðir og aðskotahluti í 200 metra radíus kringum bílinn, sem nýtist vel við stór gatnamót á háannatíma. - kóh Ekkert stýri eða bensíngjöf: Sjálfvirk bifreið frá Google BANDARÍKIN Ljóðskáldið, rit- höfundurinn og aðgerðasinninn Maya Angelou lést í gær, 86 ára gömul. Angelou er best þekkt fyrir ævisögu sína, I Know Why The Caged Bird Sings. Í ævisögu sinni skrifar hún um misnotkun og kúgun í suðurríkj- um Bandaríkjanna á fjórða ára- tugnum. Angelou var söngkona, leikkona og dansari áður en hún varð rithöfundur. - kóh Lýst sem þjóðargersemi: Skáldkonan Angelou látin BLÓMVÖNDUR Angelou átti litríkan og fjölbreyttan feril. Hún snerti við mörg- um með skrifum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 17 þúsund ferðamenn komu með Norrænu til Seyðisfjarðar á síðasta ári. Það var 2,1% af öllum ferðamönnum sem komu til landsins. TAÍLAND Taílenski herinn segist hafa látið 124 stjórnmálamenn og aðgerðasinna lausa úr varðhaldi í gær. Talsmaður hersins sagði 253 manns hafa verið boðaða í varð- hald en 53 hafi ekki svarað skip- unum um að gefa sig fram. Eftir sitji því 76 í varðhaldi. Fólkið var látið laust með þeim skilyrðum að það léti herinn vita um ferðir sínar og tæki ekki þátt í nokkurri stjórnmálalegri athafnasemi. Fyrrverandi for- sætisráðherra landsins, Yingluck Shinawatra, er laus úr varðhaldi en þó gegn einhverjum skilyrðum. Herinn tók völdin í Taílandi fyrir viku, þann 22. maí, og sagðist þá vilja koma á friði og reglu í land- inu þar sem óeirðir hafa geisað mánuðum saman. - kóh Stjórnmálamenn látnir lausir: Alls 124 lausir úr haldi í gær SAKAMÁL Vodafone hyggst ekki vísa ákvörðun Persónuverndar í lekamálinu til dómstóla, en fyrir- tækið áréttar að um gagnastuld hafi verið að ræða. Vodafone sendi frá sér yfirlýs- ingu þar sem greint er frá þessu. Í yfirlýsingunni segir meðal annars að með því að vista sam- skiptasögu notenda á læstu heima- svæði hafi fyrirtækið aðeins ætlað að þjónusta notendur. Því snúist málið um gagnastuld fremur en brot á lögum um per- sónuupplýsingar. Því ætli Voda- fone ekki að vísa málinu til dóm- stóla. - rkr Segja málið um gagnastuld: Vodafone ekki fyrir dómstóla AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ THE MORE YOU USE IT THE BETTER IT LOOKS Ingibjörg Karlsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá BEST NORÐAUSTANLANDS. Næstu daga verður veðrið best á norðausturhorninu, mesta sólin, hæstur hitinn og minnsta rigningin þar um helgina þegar rigningin ræður ríkjum sunnan og vestan til. 11° 8 m/s 11° 10 m/s 12° 6 m/s 10° 6 m/s Vaxandi vindur og úrkoma SV-lands undir kvöld. Minnkandi vindur vestan til annars fremur hægur vindur. Gildistími korta er um hádegi 18° 30° 21° 20° 20° 13° 20° 17° 17° 23° 18° 22° 23° 29° 24° 14° 17° 19° 11° 2 m/s 11° 2 m/s 14° 2 m/s 11° 3 m/s 13° 2 m/s 12° 5 m/s 7° 5 m/s 12° 10° 11° 8° 11° 9° 19° 10° 15° 11° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur LAUGARDAGUR Á MORGUN ➜ Markaðssett sem megrunarlyf

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.