Fréttablaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 40
29. maí 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 28 13.00 PURE MOBILE VS. DOLCE VITA hjá Myndhöggvarafélaginu 15.00 Píanó í Listasafni Íslands– opnun 17.00 The Five Live Lo Fi í Galleríi Kling & Bang– þriðja opnun 20.00 Lusus Naturae í Hafnarborg tónlistargjörningur 20.00 Der Klang der Offenbar- ung des Göttlichen í Borgarleik- húsinu 20.00 Fantastar í Brimhúsinu 20.00 Khatia Buniatishvili í Eldborg í Hörpu ➜ Georgíski píanóleikarinn Khatia Buniatishvili heldur einleikstónleika í Hörpu í kvöld. Efnisskrá tónleikanna samanstendur af þekktum verkum sem gera gríðarlegar tæknilegar kröfur til flytjandans enda hafa þau oft verið notuð sem skyldustykki í píanókeppnum. Khatia Buniatishvili heillaði íslenska tón- leikagesti þegar hún lék píanókonsert nr. 1 eftir Sergej Prokofiev með hljómsveitinni I, Culture Orchestra á tónleikum í Hörpu í ágúst á síðasta ári. LISTAHÁTÍÐ Í DAG KHATIA BUNIATISHVILI MYND/NORDICPHOTOSGETTY LEIKLIST ★★★ ★★ Fantastar MARGRÉT VILHJÁLMSDÓTTIR LEIKKONA HEFUR FORYSTU FYRIR HÓPI LISTAMANNA FRÁ GRÆNLANDI, FÆREYJUM, ÍSLANDI OG DANMÖRKU. SÝNT Í BRIMHÚSINU. Ekki er hlaupið að því að fjalla um Fantastar, í Brim- húsinu við höfnina, með markvissum hætti og grein- andi hætti einfaldlega vegna þess að það er undir hverjum og einum komið hvort sýningin telst góð eða slæm. Förunautur á sýninguna er tæpum 30 árum yngri en ég og hún var yfir sig hrifin: And- legt ferðalag, margslungin sýning sem gekk alger- lega upp – ótal þættir léku við skilningarvitin öll og hugurinn flögraði um í upplifun, frjáls frá daglegum pælingum og meiningum. Leikhúsupplifun eins og hún gerist best! Jámm. Ég deili ekki alveg þessari miklu hrifningu. Konseptlist Allar upplýsingar um sýninguna eru mótsagna- kenndar eins og þar búi sannleikurinn: Listamenn- irnir sem að koma „vinna saman að listviðburði sem byggir á hugmyndum og ranghugmyndum þjóðanna og misskilinni sjálfsmynd þeirra. Sögur verða end- ursagðar og heimildir skáldaðar“. Umsögn lýsir ekki síst þeim sem um fjallar og hvað varðar Fanta- star þá er beinlínis gert út á það. Ef maður sér sýn- inguna vandræðalega, hefta og ómarkvisst artífartí, er maður að teikna sjálfan sig upp sem ringlaðan og forpokaðan leiðindapúka. Með öðrum orðum: Það tókst að beina brotakenndum speglinum að gestum. Þessi sýning er sannarlega ekki fyrir alla. Og ekki borgar sig að mæta til leiks með of lógískan haus; best er að vera opinn og móttækilegur. Öllu ægir saman Sýningin er umfangsmikil, metnaðarfull og marg- þætt. Um er að ræða samstarfsverkefni listamanna fjögurra landa; Íslands, Grænlands, Færeyja og svo Danmerkur og byggt er á samruna listforma; leik- listar, tónlistar og danslistar. Vísað er til Moby Dick eftir Melville og Biblíunnar, eða Jónasar í hvalnum og sameiginlegs reynsluheims þeirra sem byggja eyríkin og lífsviðurværis þeirra. Verkið krefst þátt- töku áhorfenda, þeim er skipt í hópa og þeir eru teymdir um iður hvals. Þetta er í raun sama konsept og býr að baki draugahúsum sem finna má í Tívolí. Mikil vinna og útsjónarsemi býr að baki leikmynd- inni og unnið er skemmtilega með rýmið; sem allt er staðsett inni í húsi fiskhöndlara og lyktarskynið virkt skilningarvit við að nema það sem á gengur. Þarna ægir öllu saman: Tónlist og hljóðmynd; dans og leikur og vídeólist – áhorfendur fá meira að segja að bragða á súru rengi og hitta spákonu. Eins og hál tunga hvals Leikarar birtast, nánast einsog draugar, og flækjast að því er virðist stefnulaust um í iðrum og innyflum hvalsins – byggja á spuna og samskiptum við áhorf- endur. Minnisstæður er til dæmis Dóri DNA tjarg- aður og fiðraður í lítilli seglskútu sem hengd var upp í loftið; situr umkomulaus og messar grátklökkur og reiður í senn yfir mannskapnum samhengislausa og mótsagnakennda speki sína: „Ef hvalur er svona gáfuð skepna, af hverju heldur hann sig þá ekki utan íslensku landhelginnar?“ Í sama rými er svo vídeó þar sem menn tala um tengsl sín við kokteilsósu og sýna hvernig hún er gerð. Það sem fram fer inni í hverju rými er misspennandi en undir hverjum og einum komið að reka augun í eitthvað sem er til þess fallið að lyfta andanum á kreik. Sýningin er eins og hál tunga hvals sem dettur í sundur þegar maður þykist hafa náð á henni taki. Jakob Bjarnar Grétarsson NIÐURSTAÐA: Ekki sýning fyrir alla en sannarlega athyglisverð. Lagt er upp með að það sé undir áhorf- endum komið hvernig til tekst en spyrja má hvort það geti talist sanngjarnt. Hál og mjúk sýning sem tunga hvals FANTASTAR „Mikil vinna og útsjónarsemi býr að baki leik- myndinni og unnið er skemmtilega með rýmið.“ „Píanóið hefur auðvitað alltaf verið tjáningartæki tónlistarmanna en í sýningunni Píanói taka alls konar listamenn þátt í að nota það sem tjáningarmiðil,“ segir Tinna Þor- steinsdóttir píanóleikari, sem er sýningarstjóri Píanós, sýning- ar sem opnuð verður í Listasafni Íslands í dag. „Þau túlka það hvert á sinn hátt eins og búast má við. Fyrst og fremst er þetta myndlist- arsýning og djásn sýningarinn- ar er verk Dieters Roth og barna hans, Björns og Veru, sem var flutt til landsins,“ heldur Tinna áfram. „En á laugardaginn er gjörninga- sýning þar sem leikið er með verk- in í rýminu og áhorfendum þannig gefin tenging við listaverkin.“ Á sýningunni eru verk eftir Aðalheiði S. Eysteinsdóttur, Björn Roth, Odd Roth og Einar Roth, Dieter Roth og Björn Roth, Einar Torfa Einarsson, Ingunni Fjólu Ingþórsdóttur, Margréti Bjarna- dóttur, Nikulás Stefán Nikulás- son, Pál Ivan frá Eiðum og Rafael Pinho og eru mörg verkanna gerð sérstaklega fyrir þessa sýningu. Opnunin er klukkan 15 í dag en dagskráin á laugardaginn hefst með sýningarstjóraspjalli Tinnu klukkan 13 og gjörningasýning- in tekur svo við klukkan 14. „Ég ætla að spjalla um sýninguna út frá sjónarhóli píanóleikarans,“ segir Tinna. „Þessi sýning er búin að vera í vinnslu í eitt og hálft ár og ég hef verið í stanslausu sam- tali við listamennina þannig að það eru ýmsir þættir sem ég velti upp.“ - fsb Leikið með píanóið Hin nýstárlega myndlistar- og gjörningasýning Píanó verður opnuð í Listasafni Íslands í dag. TINNA ÞOR- STEINSDÓTTIR „Þessi sýning er búin að vera í vinnslu í eitt og hálft ár og ég hef verið í stanslausu samtali við listamennina.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM MENNING Breiðhöfði 10 | IS-110 Reykjavík | Sími: 414 8700 | www.ev.is SORPTUNNUSKÝLUM Hafðu samband við sölumann í síma 414 8700 TILBOÐ Á Aðalfundur SÁÁ verður haldinn föstudaginn 6. júní 2014 kl. 17:00 í Von, Efstaleiti 7 Dagskrá fundarins er: • Skýrsla stjórnar • Reikningar rekstrarfélaga SÁÁ lagðir fram • Lagabreytingar • Kosning í stjórn • Önnur mál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.