Fréttablaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 12
29. maí 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR |
Endanlega virðist komið á hreint
að markmið stjórnvalda með
úrræðum til að mæta óvissu
og tryggja stöðugleika sjávar-
byggða meðfram núverandi fisk-
veiðistjórnunarkerfi nást ekki.
Byggðastofnun hefur þegar breytt
aðferðafræði sinni við að deila út
byggðakvóta. Framtíðarsýn sér-
fræðinga til að uppræta óvissuna
sem fylgir kerfinu snýr að skýrt
afmörkuðum vinnusóknarsvæðum
í stað þess að plástra vandamálin
jafnóðum og þau koma upp í ein-
stökum sjávarbyggðum.
Í dag, ekki á morgun
Gauti Jóhannesson, sveitar stjóri
Djúpa vogs hrepps, sagði í kjöl-
far ákvörðunar Vísis hf. á þriðju-
dag, um að halda áfram vinnslu á
Djúpavogi næsta árið, eitthvað á
þá leið að staðan væri betri í dag
en hún var 28. mars. Áfangasigur
hefði verið unninn. Þarna vísar
hann til þess dags að Vísir birti á
heimasíðu sinni tilkynningu um að
fyrirtækið áformaði að flytja alla
sína fiskvinnslu til Grindavíkur.
Í þessum orðum Gauta felst auð-
vit að að Djúpavogsbúar fóru sátt-
ir að sofa að kvöldi 27. mars til
þess eins að vakna við þær fréttir
að framtíðin væri sveipuð mikilli
óvissu.
Tvær hliðar á peningnum
Ein fyrirferðarmesta röksemd
útgerðarinnar gegn ýmsum hug-
myndum við endurskoðun fisk-
veiðistjórnunar hér á landi, skilj-
anlega, hefur lotið að óvissu um
framtíðarskipulag greinarinnar.
Fullyrt er að þessi óvissa hafi tafið
hagræðingu og framþróun í sjáv-
arútvegi og ítrekað bent á nauðsyn
þess að þær reglur sem sjávarút-
vegsfyrirtækjum eru settar gildi
til langs tíma.
Þegar gildandi lög um stjórn
fiskveiða og hugmyndir um breyt-
ingar þeirra eru krufnar má þar
finna skýra markmiðasetningu;
verndun auðlindarinnar með sjálf-
bærri nýtingu, arðsemi fyrirtækja
og stöðugt rekstrarumhverfi auk
þess sem tryggja á þjóðinni sann-
gjarna rentu af sjávarauðlindinni.
Hart er tekist á um þessi atriði og
svo verður áfram, en markmiðin
eru allavega skýr. En í lagatext-
um er líka talað um að tryggja
trausta atvinnu og byggð í landinu
og allra síðustu ár er markmið að
stuðla að farsælli samfélagsþróun
með hagsmuni komandi kynslóða
í huga.
Um þetta tvennt samanlagt og
í hnotskurn má segja að tekist
hafi að tryggja sjálfbæra nýtingu
nytjastofna og arðsemi greinar-
innar fer ekki fram hjá neinum,
þótt misjafnlega gangi á milli ára.
En þegar hin hliðin á peningnum
er skoðuð má spyrja hvort mark-
miðum um trausta atvinnu og
byggð í landinu hafi verið sinnt
af alúð. Og því frekar má spyrja
hvort ekki megi snúa kröfu útgerð-
arinnar um fyrirsjáanleika kerfis-
ins upp á sjávarbyggðirnar í land-
inu. Það er skiljanleg krafa að vita
hvað er fram undan þegar kaupa á
atvinnutæki og byggja upp fyrir-
tæki. En sú krafa ætti að vera jafn
sjálfsögð þegar fjölskylda kaupir
sér hús eða stofnar fyrirtæki sem
byggir á sjávarauðlindinni þótt
með óbeinum hætti sé.
Þessu mætir löggjafinn með því
sem nefnt er önnur aflahlutdeild;
byggðakvóti, línuívilnun, rækju-
og skelbætur og strandveiðar svo
fátt eitt sé talið.
Þóroddur Bjarnason, prófess-
or við Háskólann á Akureyri og
Óvissuna verður að uppræta
Ekkert bendir til annars en að byggðalegar lausnir meðfram núgildandi fiskveiðistjórnun hafi brugðist með öllu. Íbúar lítilla sjávarbyggða
sem treysta á sjávarútveg lifa í algjörri óvissu frá degi til dags. Byggðastofnun hefur þegar tekið upp nýja aðferðafræði við úthlutun kvóta,
og horfir til lausna fyrir stærri vinnusóknarsvæði en ekki fyrir einstakar sjávarbyggðir eins og hingað til hefur verið.
Svavar
Hávarðsson
svavar@frettabladid.is
Það verður eitt stærsta viðfangsefni á komandi þingvetri að landa endurskoðuðum lögum um
stjórn fiskveiða. Sigurður Ingi Jóhannsson ræddi það á borgarafundi á Djúpavogi að stjórnvöld
yrðu að finna skynsamlegri leiðir til að nýta aflaheimildir ríkisins til byggðaverkefna. Hann sagði
stjórnvöld þurfa að móta leikreglur sem héldu bæði blómlegri byggð um allt land en tryggðu líka
samkeppnisfærni sjávarútvegsfyrirtækja, eins og kom fram í fréttaflutningi Austurfrétta af fund-
inum.
Í viðtali við Fréttablaðið eftir fundinn sagði Sigurður ljóst að reynsla þeirra úrræða sem hingað
til hefur verið beitt væri ekkert til að hrópa húrra fyrir. Þess vegna lúti endurskoðunin að því að
koma byggðum út úr vanda en ekki „hjakka í sama farinu“ eins og Sigurður orðar það. „Þessi
vinna mun kallast á við endurskoðun laga um stjórn fiskveiða en við köllum eftir því hvernig atvinnugreinin
ætlar að koma að málinu. Það er mín skoðun að það sé heppilegast að gera þetta í sameiningu. En ef þetta lendir
eingöngu á ríkinu þarf ríkið að hafa til þess burði, nægilegar aflaheimildir. Þess utan er áætlað að fara yfir félags-,
byggða- og atvinnulega potta til að skýra hverju við ætlum að ná með þeim,“ sagði Sigurður.
ALLT TIL SKOÐUNAR Á NÆSTA ÞINGVETRI Það er
afla mark
skráð á 67
stöðum á
landinu en á
sama tíma er
klárt að það
verða ekki fiskvinnslur á
þeim öllum, það er óraun-
hæft að halda því fram.
Þóroddur Bjarnason, prófessor og
stjórnarformaður Byggðastofnunar
Á STÖÐVARFIRÐI Bent er á að tími sé kominn til þess að menn viðurkenni þá staðreynd að útgerð verður ekki byggð upp aftur í mörgum litlum þorpum á landsbyggðinni.
Tækifæri þeirra felist hins vegar í uppbyggingu ferðaþjónustu eins og dæmi eru um. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
stjórnarformaður Byggðastofn-
unar, segir að þessar aðgerðir
eigi það sammerkt að vera fremur
ómarkvissar og ólíklegar til að ná
því markmiði að efla sjávarbyggð-
ir til framtíðar.
Ómarkvissar leikreglur
„Sá sjávarútvegur sem við höfum
núna er afurð fiskiveiðistjórnun-
arkerfisins. Leikreglurnar hafa
mótað greinina. Þetta sem við
höfum verið að gera til að viðhalda
fjölbreytni, t.d. byggðakvóti, hefur
verið mjög ómarkvisst, og aldrei
byggt á sýn til lengri tíma,“ segir
Þóroddur, og bendir á að aldrei
hafi verið reynt að skilgreina
hvaða sjávarbyggðir geti vaxið
og hverjar ekki. „Það er aflamark
skráð á 67 stöðum á landinu en á
sama tíma er klárt að það verða
ekki fiskvinnslur á þeim öllum,
það er óraunhæft að halda því
fram,“ segir Þóroddur.
Í skrifum sínum hefur Þóroddur
spurt hvort leggja eigi af byggða-
kvóta og aðrar sporslur en einfald-
lega svæðisbinda hluta aflaheim-
ilda ríkisins. Hluti kvótans sé t.d.
bundinn á Vestfjörðum og svæðis-
bundinni hagræðingu sé að öðru
leyti leyft að eiga sér stað. Hug-
myndafræðin byggir á því að um
skýrt markmið sé að ræða; það er
að segja, hvernig mun byggðin á
viðkomandi svæði líta út eftir tvo
áratugi en ekki á sama tíma að
ári. Þessar svæðis bundnu heim-
ildir yrðu fyrir hvern sem er. „Þá
skiptir ekki máli hvort um ræðir
heimamenn eða ekki, því starf-
semin væri bundin á svæðinu
hvort sem er,“ segir Þóroddur og
spyr hvort það skipti máli hvort
aflinn er unninn í Bolungarvík eða
á Ísafirði. Með þessu væri snúið
frá því að reyna að jafna stöðu
sjávarbyggða innbyrðis, þeirra
sem standa verst, en reynt að efla
útgerð svæðisbundið sem kæmi
þessum sömu byggðum til góða.
Þessi svæðisbinding myndi fela
í sér að að aflaheimildir gengju
kaupum og sölum líkt og í stóra
kerfinu. Munurinn væri sá að
þeim fylgdu kvaðir um fullvinnslu
á tilteknu vinnusóknarsvæði, litlu
eða stóru. Lægra verð á slíkum
kvóta myndi endurspegla meint
óhagræði af dreifðari og smærri
vinnslum og þannig gera þær sam-
keppnisfærar. Þetta myndi þýða að
svæðisbundnu heimildirnar yrðu í
höndum þeirra sem sæju tækifæri
til arðbærrar vinnslu á smærri
svæðum en þær yrðu ekki seldar
í burt. Þetta væri því eins konar
markaðslausn á byggðavanda
núverandi kerfis. Þetta ætti ekki
aðeins við um stærri og öflugari
svæðin, t.d. eru Djúpivogur og
Borgarfjörður eystri skilgreind
sem örsmá vinnusóknarsvæði
sem fengju þá sínar svæðisbundnu
heimildir. En samgöngubætur sem
stækka og styrkja vinnusóknar-
svæði myndu jafnframt leiða til
svæðisbundinnar hagræðingar í
sjávarútvegi.
Hér ber til þess að líta að flest-
ar landsbyggðir Íslands standa
nokkuð vel. Byggðastofnun hefur
undanfarin tvö ár unnið sam-
kvæmt þeirri hugmyndafræði að
gera greinarmun á sterkum vinnu-
sóknarsvæðum og litlum sjávar-
byggðum sem byggst hafa upp í
kringum sjávarútveg og eiga fáa
möguleika aðra. Þegar vinnusókn-
arsvæðin eru skoðuð kemur í ljós
að fáar sjávarbyggðir falla utan
þeirra vinnusóknarsvæða sem
skilgreind hafa verið. Því telur
Þóroddur að sjávarútvegur geti
orðið ein af meginstoðum færri og
stærri atvinnu- og þjónustusvæða.
Að því sé hægt að vinna með sam-
göngubótum, stuðningi við aðrar
atvinnugreinar en sjávarútveg til
viðbótar við svæðisbundnar afla-
heimildir, eins og áður sagði.
Tvær útfærslur
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávar-
útvegs- og byggðamálaráðherra, er
nýkominn að austan þar sem hann
ræddi við sveitarstjórnarmenn á
Djúpavogi um aðsteðjandi vanda
vegna fráhvarfs Vísis. Hann segir
að meðal þess sem þar var kynnt
hafi verið ný nálgun Byggðastofn-
unar, eða að öflug fyrirtæki axli
byggðaverkefni með stjórnvöldum
til tiltekins tíma. Nýbreytnin felst
í að auglýst er eftir samstarfs-
aðilum um eflingu sjávarútvegs í
nokkrum byggðarlögum sem falla
undir reglur um ráðstöfun afla-
marks Byggðastofnunar og nær
til lengri tíma en eins árs. Þetta
fyrirkomulag mætti kalla skrefið
í áttina til þess að leggja af nálgun
fyrri ára og svæðisbinda aflaheim-
ildir eins og Þóroddur mælir með.
Þetta er kannski skásta leiðin til
að vinna hlutina á nýjan hátt innan
núgildandi kerfis. Segja má að ef
þetta fyrirkomulag Byggðastofn-
unar hefði verið í gildi á Djúpa-
vogi, þótt dæmið varpi ekki réttu
ljósi á vandann sem þar er við að
eiga, þá hefði fyrirtækið verið
aðili að samningi um ákveðinn
stuðning, þá hefði fyrirvari verið á
því að fyrirtækið drægi sig út með
skipulögðum hætti.
„Ég hef séð þetta sem tvær
mögulegar útfærslur. Innan
núverandi kerfis sé hægt að nýta
byggðakvóta markvisst með því
að auglýsa eftir samstarfsaðilum
til lengri tíma um byggðaeflingu í
fámennum sjávarþorpum sem eiga
litla möguleika á öðru en sjávar-
útvegi. Fjölbreyttari svæði verði
þá að bjarga sér sjálf. Slík tilraun
er þegar í gangi. Hins vegar væri
róttækari breyting að leggja af
allar núverandi mótvægisaðgerð-
ir og svæðisbinda þess í stað hluta
kvótans,“ segir Þóroddur.
ASKÝRING | 12
1 2BYLTING Í SJÁVARÚTVEGI OG STAÐA SJÁVARBYGGÐA